Morgunblaðið - 25.06.2015, Side 33
MENNING 33
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 25. JÚNÍ 2015
ÍSLENSKT TAL
Sími: 553-2075
www.laugarasbio.is
SÝNINGARTÍMA MÁ NÁLGAST Á
LAUGARASBIO.IS, MIDI.IS
EINNIG Á SÍÐUNNI HÉR TIL VINSTRI
- bara lúxus
Helgi Snær Sigurðsson
helgisnaer@mbl.is
Rapptvíeykið Úlfur Úlfur, skipað
Helga Sæmundi Guðmundssyni og
Arnari Frey Frostasyni, sendi í
byrjun mánaðar frá sér aðra hljóm-
plötu sína, Tvær plánetur, en sú
fyrri, Föstudagurinn langi, kom út
árið 2011. Á vefnum Tónlist.is segir
um Úlf Úlf að tónlist dúósins sé
„forvitnileg samsuða af rappi og
melódísku poppi með oft á tíðum
dökku yfirbragði þótt partíið sé
aldrei langt und-
an“. Hljómsveitin
sé „ófeimin við að
ögra hinum hefð-
bundna ramma
rapptónlistar,
blanda saman
mismunandi hug-
myndafræði og skapa eitthvað ein-
stakt í leiðinni“.
Á plötunni eru 14 lög og eru þau
af ýmsu tagi, allt frá ljúfsárum ball-
öðum yfir í dansvænt hipphopp.
Nokkur hafa þegar notið mikilla vin-
sælda og má þar nefna „Tarantúll-
ur“ og „Brennum allt“ en við bæði
lög hafa verið gerð frumleg og vönd-
uð myndbönd. Í því síðarnefnda ríð-
ur Arnar m.a. á gæðingi um Breið-
holt og rapparinn Kött Grá Pje ekur
um á blæjubíl með St. Bernharð-
shunda slefandi í aftursætinu og
hefur myndbandið vakið mikla at-
hygli og lukku í netheimum.
Ungir rapparar á Sauðárkróki
Blaðamaður ræddi við Arnar í
byrjun viku um plötuna en talið
barst þó fyrst að stofnun hljómsveit-
arinnar. Arnar og Helgi kynntust
sem drengir á Sauðárkróki og segir
Arnar að áhugi þeirra á rappi hafi
tengt þá saman. „Við vorum ekki
vinir fyrir en svo frétti Helgi, sem er
ári eldri en ég, að ég væri byrjaður
að rappa og tók mig undir sinn
verndarvæng og hefur ekki sleppt af
mér takinu,“ segir Arnar kíminn.
Þeir hafi verið að síðan, frá því þeir
voru 12 og 13 ára. Arnar og Helgi
eru orðnir 27 og 28 ára og hafa því
verið að í 15 ár.
-Það hefur orðið töluverð þróun í
rappinu hjá ykkur, ekki satt? Þetta
er allt orðið miklu smurðara …
„Já, er það ekki? Við leggjum
okkur náttúrlega fram við að vera
stöðugt að þróast. Ef þetta fer að
verða of þægilegt þá ögrum við okk-
ur, reynum að gera þetta öðruvísi og
kaupa dýrari græjur svo þetta verði
betra og allt það. Ég vil meina að
þetta sé allt rosalega metnaðarfullt
hjá okkur,“ svarar Arnar.
-Þið eruð ekki beinlínis staðal-
ímyndir rappara, engar gullkeðjur
eða alltof víðar buxur.
„Nei, nei, voða lítið. Upp á síð-
kastið höfum við verið að skarta
keðjum af því það er svo gaman en
nei, við erum engar steríótýpur. Ég
held að það sé líka svolítið erfitt á
Íslandi að vera svona steríótýpískur
rappari, Gísla Pálma tekst það
reyndar ágætlega,“ segir Arnar.
Þeir Helgi séu engir „gangster“-
rapparar. „Við erum bara venjulegir
gaurar að gera rapptónlist, erum
svolítið að vinna með það. Báðir í há-
skólanámi og sallarólegir.“
-Í hvaða námi eruð þið?
„Ég var að klára viðskiptafræði
og Helgi er í ferðamálafræði.“
Persónulegir
Arnar segir að platan Tvær plán-
etur hafi orðið til í fyrravor og -sum-
ar og fjalli í raun um það tímabil í lífi
þeirra félaga. „Við höfum alltaf ver-
ið frekar persónulegir í textagerð-
inni, lagt okkur mikið fram við að
segja sögur sem þýða eitthvað. Þeg-
ar þú ert að tala um eitthvað raun-
verulegt þá tengir fólk óhjákvæmi-
lega við það og þessi plata fjallar um
tímabil í lífi okkar; að vaxa úr grasi,
verða fullorðinn og horfast í augu
við sjálfan sig. Spyrja sig að því
hvort þetta sé of mikil vitleysa og
kjaftæði og hvert maður eigi að
beina allri þessari orku og allt það,“
segir Arnar.
-Þetta er sjálfsskoðun og hún er
stór hluti af rappinu?
„Já, nefnilega, bæði sjálfsskoðun
tónlistarlega séð og lífið sjálft.“
-Þið eruð ekki að drukkna í sjálf-
umgleði eins og stundum vill gerast
í rappinu?
Arnar hlær. „Nei, nei, við höfum
alltaf verið á jörðinni og mér finnst
það mjög mikilvægt. Að vera ekki
erfiður þó vel gangi.“
-Verjið þið miklum tíma í texta-
gerð?
„Stundum er þetta skrifað á
augnabliki, verið að fanga einhverja
tilfinningu en sum vers þarna voru
skrifuð á einum mánuði, jafnvel,
vers sem við vorum að koma að
reglulega. Ég settist niður, skrifaði
tvær línur og leit svo ekki á þetta í
nokkra daga, þar til mér datt eitt-
hvað meira í hug.“
Gestasöngvarar og -rapparar á
plötunni eru Edda Borg, Kött Grá
Pje, Gísli Pálmi, Emmsjé Gauti og
Arnór Dan og Arnar segir hljóð-
færaleikara úr hljómsveit Arnórs,
Agent Fresco, leika í flestum lögum
plötunnar. „Það er mikið af „live“
bassa og trommum og Tóti gítar-
leikari spilar á gítar og samdi þrett-
ánda lagið á plötunni,“ segir Arnar.
Helgi hafi séð um allar útsetningar á
lögum að undanskildum tveimur
sem samin voru af Redd Lights.
„Redd Lights-strákarnir mixuðu
alla plötuna og Friðfinnur Oculus,“
segir Arnar.
Grafíski hönnuðurinn Bobby
Breiðholt hannaði umslag plötunnar
sem er einkar glæsilegt og segir
Arnar að hann hafi lengi verið aðdá-
andi hans. Það hafi því verið einkar
gleðilegt að ráða hann í verkið. „Við
komum með mjög einfalda hugmynd
um hvað við vildum en gáfum honum
algjört listrænt frelsi, treystum hon-
um 100% fyrir þessu og ég vil meina
að þetta sé eins flott og það hefði
mögulega getað orðið,“ segir Arnar.
Ekkert mál að vera á
hestbaki í Breiðholti
Talið berst að lokum að nýjasta
myndbandi Úlfs Úlfs, við lagið
„Brennum allt“. Í því má finna loft-
myndir af Breiðholti, hest, hunda og
eðalvagn og vandað mjög til verka.
Arnar er spurður að því hvort þetta
sé ekki flóknasta og dýrasta mynd-
band hljómsveitarinnar til þessa.
„Jú, jú, þetta var dýrasta mynd-
bandið okkar. Það kom okkur á
óvart að þetta var ekki flókið. Við
fengum hugmyndir sem virkuðu það
absúrd að erfitt væri að framkvæma
þær en þetta voru tveir tökudagar,
ekki lengri tími en það, frá tíu að
morgni til klukkan sex og allt gekk
upp. Það komu svo margir að þessu
og voru svo góðir á því. Þegar við
vorum í Breiðholti á hrossinu áttum
við alltaf von á því að löggan myndi
koma og banna okkur þetta en það
tóku okkur allir vel, fólki fannst
þetta svo sniðugt,“ segir Arnar. Þá
hafi ekki verið síður skemmtilegt að
mynda Kött Grá Pje, þ.e. Atla Sig-
þórsson, í blæjubíl með þremur slef-
andi St. Bernharðshundum. „Þetta
eru svo stórar skepnur og það var
svo heitt þennan dag og þeir slefuðu
í hárið á Atla allan tímann,“ segir
Arnar og hlær.
„Höfum alltaf verið á jörðinni“
Tvær plánetur nefnist önnur hljómplata tvíeykisins Úlfur Úlfur „Ef þetta fer að verða of
þægilegt þá ögrum við okkur,“ segir Arnar Freyr um listsköpun þeirra Helga Sæmundar
Morgunblaðið/Eggert
Æskuvinir Arnar Freyr Frostason og Helgi Sæmundur Guðmundsson skipa hljómsveitina Úlfur Úlfur.
Bergljót Leifsdóttir og Hrafnhildur
Schram, sýningarstjóri sýning-
arinnar Júlíana Sveinsdóttir og
Ruth Smith: Tvær sterkar, ræða við
gesti um líf og list Júlíönu Sveins-
dóttur á Kjarvalsstöðum í dag,
fimmtudag, kl. 15.
„Bergljót tengist listakonunni
nánum fjölskylduböndum en Júl-
íana var afasystir hennar. Bergljót
áformar jafnframt að stofna safn
um Júlíönu að Tjarnargötu í
Reykjavík á næsta ári,“ segir m.a. í
tilkynningu.
Ræða við gesti um Júlíönu
Sterk sýn Hluti sjálfsmyndar eftir
Júlíönu Sveinsdóttur frá árinu 1925.
Rapparinn Gísli Pálmi og Ghostface
Killah, einn af liðsmönnum Wu-Tang
Clan, munu hafa farið í hljóðver
saman í fyrrakvöld og tekið upp tón-
list, skv. heimildum vefjarins Iceland
Monitor.
Gísli og Wu-Tang Clan komu fram
á tónlistarhátíðinni Secret Solstice
sl. helgi og birti Gísli mynd af starfs-
bróður sínum, Ghostface Killah, á fa-
cebooksíðu sinni í fyrrakvöld. Þá
segir á Iceland Monitor að Gísli hafi
sent snapchat-myndskeið af upp-
tökum þeirra Ghostface Killah.
Gísli og Ghostface í hljóðveri
Frægur Ghostface Killah er einn
þekktasti rapplistamaður heims.