Fréttablaðið - 13.07.2015, Side 13

Fréttablaðið - 13.07.2015, Side 13
MÁNUDAGUR 13. júlí 2015 | SKOÐUN | 13 Í DAG Guðmundur Andri Thorsson rithöfundur 15. júlí (f.h.) er síðasti dagurinn sem þú hefur til að hafa áhrif á niðurstöður í at- kvæðagreiðslunni um kjarasamningana. Þitt atkvæði skiptir máli ! Atkvæðagreiðslan er rafræn og þeir sem ekki hafa fengið bréf þar að lútandi hafi samband við félagið. KJÓSUM UM KJARA- SAMNINGANA! Síðastliðin 17 ár hef ég búið í fjölbýlishúsinu Miðleiti 3. Allan þennan tíma höfum við, sem þar búum, notið góðs útsýn- is og dáðst að Útvarps- húsinu og því fallega umhverfi, sem því hefur verið búið. Við munum flest boðskap Birgis Ísleifs borgarstjóra 1974 um „grænu byltinguna“, þar sem ákveðið var að vernda sem flest gróður- svæði í borgarlandinu og skapa æ fleiri eftir því sem byggð ykist. Við horfðum þá, undir hönd honum, til komandi tíma, er Reykjavík yrði talin með fegurri borgum vegna margra og mikilvægra gróðursvæða, sem yrðu eins og lungu höfuðborg- arinnar. Annar kostur grænna svæða er, að þau geta orðið lend- ingarstaðir hugmynda, sem eng- inn þekkir í dag, en yrðu mögu- lega nauðsyn í framtíðinni. En nú er öldin önnur. Útvarp- ið þarf ekki á sinni stóru lóð að halda, vill selja og Reykjavíkur- borg hefur bitið á agnið. Þar er ekki sama framtíðarsýn og þegar Birgir Ísleifur var við völd. Nú er unnið að þéttingu byggðar, hverju hótelinu af öðru troðið í hverja smugu í 101 Reykjavík og nú er komin tillaga um að byggja nánast sjálfstætt þorp á Útvarps- lóðinni með þriggja hæða húsum þröngt settum. Græni reiturinn á að flytjast upp á húsþökin, en annar gróður að víkja fyrir steinsteypu og malbiki. Peningalykt Mér finnst peningalykt af þessu. Ég kysi heldur ilm yndis og þjónustu. Á svæðinu frá Hvassaleiti og yfir á Sléttuveg er óvenju- stór hluti íbúanna eldri borgarar. Þeir hafa enga aðstöðu til útivist- ar í nágrenninu aðra en göngustíga. Væri ekki miklu betri kostur til nýt- ingar á Útvarpslóðinni, að borgin leysti hana til sín og sinnti þar í senn góðri og heilsusamlegri þjónustu fyrir þenn- an aldurshóp? Ég gæti gjarnan séð fyrir mér velli fyrir pútt, krokket og minigolf. Ég sé þarna einnig fyrir mér fallegan skála fyrir félagsstarf og annan slíkan fyrir dagvist. Það er svo margt hægt að gera þarna, sem hæfir þessum stað miklu betur en það sem nú er fyrirhugað. Verslunar- skólanemar, sem lengi hafa nýtt þetta svæði til hreyfingar, myndu þá heldur ekki missa af neinu. Ein af meginrökum fyrir þétt- ingu byggðar hér er að stytta akstursleiðir. Aukin umferð á reiðhjólum á að fylgja, og þannig á að minnka mengandi útblástur frá þeim vélknúnu tækjum, sem um göturnar fara. Ég held reynd- ar, að flestir geti séð, að einka- bíllinn hverfur ekki. Hann skap- ar í dag bara tímabundna hættu. Innan tveggja áratuga verða allir bílar rafknúnir eða brenna metani, lífdísli eða einhverju enn öðru, sem framtíðin geymir, og hætta að menga. Þess vegna er í lagi að þenja byggðina eitthvað út. Í ljósi þess, sem ég hef talið hér að ofan, vil ég mótmæla þeim tillögum sem fram eru komnar um breytingar á Útvarpslóðinni. Ég veit, að við, sem hér búum, og missum margt, verði þessar fyrir ætlanir að veruleika, eigum okkar grenndarrétt. Við bíðum nú frekar óþolinmóð eftir því að yfirvöld kynni okkur tillögur sínar og láti svo lítið að kynna sér okkar sýn á hlutina. Hví ekki að boða til fundar, áður en lengra er haldið? Borgin hefur að undanförnu lofað byggingu þúsunda íbúða fyrir þá sem búa við lág laun. Svæðið, sem hér um ræðir, er eitt af þeim dýrari. Húsaverð og/eða -leiga verða örugglega í hærri kantinum. Þetta þjónar því ekki þeim, sem eru í mestri þörf. Er ekki full þörf á að staldra aðeins við, ekki aðeins vegna Útvarpslóðarinnar, heldur ekki síður vegna mið borgarinnar, áður en túristarnir útrýma okkur, þessum innfæddu? Útvarpslóðin SKIPULAG Þórir Stephensen fv. dómkirkju- prestur og staðarhaldari í Viðey Maður á helst ekki að reka fólk þegar maður hefur mannafor- ráð. Og helst ekki konur – og alls ekki þær eldri. Kúnstin hjá góðum stjórnanda er að nýta sér þá þekkingu sem í fyrirtækinu er og laða fram nýja og óvænta eiginleika hjá fólki sem lengi hefur fengist við það sama, fá nýtt sem lærir af því eldra og veitir því innblástur en ekki henda þeim útbyrðis sem eldri eru. Það eru ekki góðir eða vitur legir stjórnunarhættir að losa sig við reynslu og þekkingu en sækjast eftir reynsluleysi og vanþekkingu. Alls konar konur Við þurfum að sjá fleiri konur í fjölmiðlum. Alls konar konur með alls konar raddir, alls konar útlit, alls konar stíl í fasi, klæðaburði og orðum. Þær þurfa að hafa alls konar mennt- un og vera með alls konar bak- grunn og alls konar skapsmuni en þær þurfa ekki að hafa sér- stakt útlit og þær þurfa ekki heldur að vera gallalausar. En við þurfum konur sem hafa eitt- hvað fram að færa. Við þurfum að sjá konur sem eru á öllum aldri – og ekki endilega sem fyr- irmyndir eða táknmyndir eða einhvers konar myndir heldur sem starfandi og skapandi afl. Það er gott að fullorðnar konur hafi náðarvald – en samfélagið þarf konur með annars konar vald líka. Burt með þetta kynjastrok- leður! Það er brýnt að nú taki að linna þessari áráttu að láta konur hverfa úr sviðsljósinu þegar þær öðlast þroska. Við þurfum að gera okkur grein fyrir þessari hvimleiðu áráttu og við þurfum beinlínis að vinna gegn henni. Markvisst. Við þurfum að að sjá fleiri fullorðnar konur, miðaldra konur, rosknar konur í sjón- varpinu: þær þurfa að sjást í fréttum og fréttatengdum þátt- um, í umræðuþáttum, í leiknu efni, í þáttum þar sem sýnt er frá lífinu í landinu, í grínþátt- um og í auglýsingum öðruvísi en hin milda og algóða amma. Og við þurfum fleiri konur í útvarpið: Við þurfum að heyra raddir þeirra og nálgun, efnis- tök þeirra og viðhorf. Miðaldra konur hugsa öðruvísi en ungar konur og gamlar konur hugsa öðruvísi en miðaldra konur. Við þurfum að heyra í þeim öllum og sjá þær allar: samfélagið þarf á því að halda. Þegar maður er karlmaður í stjórnunarstöðu, og kannski ekki alveg klár á sinni stöðu og þekkingu á því sem maður stjórnar, þá á maður ekki að láta til sín taka með því að reka konur sem unnið hafa á staðn- um í mörg ár. Þær sjá að vísu næstum því örugglega í gegn- um mann, sem getur kannski verið óþægilegt – og það kann líka að vera óþægilegt að vita af því innst inni að sennilega ættu þær að sitja í stjórnunar- stöðunni sem maður sjálfur er í, og gerðu það ef ekki væri fyrir íslenska bræðralagið, flokks- ræðið og skólaklíkurnar – en í rauninni er sá maður lánsamur sem hefur slíkar konur að vinna með. Brottrekstur á Rás eitt Á dögunum voru tvær reyndar og snjallar útvarpskonur, Hanna G. Sigurðardóttir og Sigríður Stephensen, reknar frá Ríkis- útvarpinu eftir langt og farsælt starf af Þresti Helgasyni, til- tölulega nýráðnum dagskrár- stjóra Rásar eitt á RÚV. Hann hefur ekki rökstutt brottrekst- urinn en sagði einhvers stað- ar að hann gæti ekki tjáð sig um málefni einstakra starfs- manna; gefur þar með til kynna tillitsemi við þær brottreknu, lætur liggja að því að eitthvað kunni að vera við störf þeirra að athuga – sem ekkert bendir til að sé satt. Maður á ekki að reka fólk nema það geri eitthvað af sér eða standi sig illa; það er ekki dyggð að reka fólk. Það er bara vitleysa úr stjórnunarfræðum. Menningarstofnun eins og RÚV þarf á kjölfestu að halda, ekki síst þegar hún býr við sífellt ónæði frá pólitíkusum og hlaupatíkum þeirra. Það þarf að vera viss samfella í starfsemi slíkrar stofnunar fremur en kollsteypur sem fylgja dyntum nýrra stjórnenda hverju sinni sem vanhæfir stjórnmálamenn senda þangað inn eins og ein- hver prívat-tundurskeyti. Ein- hvern veginn stóð maður í þeirri meiningu að meiri festa og frið- ur myndi ríkja um Ríkisútvarp- ið nú í tíð núverandi mennta- málaráðherra og útvarpsstjóra, sem mörg okkar bundu vonir við að ætlaði að gera veg þessarar dýrmætu menningarstofnunar meiri en hann hefur verið að undanförnu. Og einhvern veginn hélt maður að Þröstur Helga- son myndi ekki þurfa að láta til sín taka með svona stjórnunar- háttum. Hanna og Sigríður eru útvarpsmenn af guðs náð, og má til dæmis minna á afbragðs- þætti þeirra um tónlistarsögu 20. aldarinnar fyrir nokkrum árum, sem núverandi dagskrár- stjóri gerði rétt í að hlusta á til að heyra hvernig farið er að því að búa til gott útvarp. Sé skýr- ingin á brottrekstri þeirra fjár- skortur vegna þess að stjórnvöld svíkjast ævinlega um að láta lögbundið útvarpsgjald renna til stofnunarinnar er rétt að segja það eins og það er. Sé skýring- in önnur mætti hún koma fram, því að þær eru hvor með sínum hætti fyrir löngu orðnar að heimilisvinum þúsunda einstak- linga og ekki einkamál Þrastar Helgasonar hvaða ástæður hann hefur fyrir svo afdrifaríkri ákvörðun. Þegar þær eru reknar hverfur enn þekking og reynsla og kvarnast úr sameiginlegu minni stofnunarinnar sem raunar er réttlætingin fyrir tilveru henn- ar: samhengið í íslenskri menn- ingu. Að reka konur Maður á ekki að reka fólk nema það geri eitthvað af sér eða standi sig illa; það er ekki dyggð að reka fólk. Það er bara vitleysa úr stjórnunar- fræðum. Liggurðu á skoðunum þínum? Það er algjör óþarfi . Sendu greinina þína á greinar@visir.is og við komum henni á framfæri hið snarasta. ➜ Nú er unnið að þéttingu byggðar, hverju hótelinu af öðru troðið í hverja smugu í 101 Reykjavík og nú er komin tillaga um að byggja nánast sjálfstætt þorp á Útvarpslóðinni með þriggja hæða húsum þröngt settum. Græni reiturinn á að fl ytjast upp á húsþökin, en annar gróður að víkja fyrir stein- steypu og malbiki. 0 3 -1 2 -2 0 1 5 2 2 :5 9 F B 0 4 8 s _ P 0 3 6 K .p 1 .p d f F B 0 4 8 s _ P 0 2 5 K .p 1 .p d f F B 0 4 8 s _ P 0 1 3 K .p 1 .p d f F B 0 4 8 s _ P 0 2 4 K .p 1 .p d f A u to m a tio n P la te re m a k e : 1 7 5 1 -4 4 C C 1 7 5 1 -4 3 9 0 1 7 5 1 -4 2 5 4 1 7 5 1 -4 1 1 8 2 8 0 X 4 0 0 2 A F B 0 4 8 s _ 1 2 _ 7 _ 2 0 1 5 C M Y K

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.