Fréttablaðið - 13.07.2015, Page 15
VALDIMAR OG STELLA Samhent í fjársjóðsleitinni.
Stella Vestmann og Valdimar Gunnar Hjartarson
stækkuðu við sig fyrir ári og fluttu í rúmbetri íbúð
með bílskúr. Þar með var komið pláss fyrir aðal-
áhugamálið, sem er að gera upp húsgögn. „Við
höfum alltaf verið að dútla við að gera upp hluti og
húsgögn en mest fyrir okkur sjálf því við vorum ekki
með neitt pláss til að standa í svona vinnu. Svo þeg-
ar við fluttum í stærra húsnæði vantaði okkur hús-
gögn og höfðum tækifæri til að prófa okkur áfram án
þess að vera endilega viss um hvað við ætluðum að
gera við hlutinn. Sumu höldum við en annað höfum
við selt áfram og þannig höfum við getað fjármagn-
að tækjakaup svo við getum lagt í fleiri og flóknari
verkefni,“ segir Stella og bætir því við að þau skipti
þannig með sér verkum að hún velji og ákveði hvað
skuli gera en Valdimar sjái um framkvæmdahliðina.
FJÁRSJÓÐSLEITARI
„Valdi hefur alltaf haft gaman af smíðavinnu og
handverki og ég er meira í því að finna húsgögnin
og hafa skoðun á því hvað er hægt að gera fyrir
þau.“
Stella hefur haft áhuga á því að gera upp hús-
gögn síðan hún var unglingur. „Ég hef stundað
markaði frá því ég bjó í Brussel þegar ég var sextán
ára og byrjaði fljótt að safna í búið. Eins og ég elska
IKEA þá finnst mér samt skipta máli að hafa sér-
staka og einstaka hluti í kringum mig og svo er enn
þá skemmtilegra þegar maður hefur sjálfur lagt
vinnu í þá og gert að sínum. Svo er ég líka fjársjóðs-
leitari og safnari í mér og finnst gaman að sjá mögu-
leikana í hlutum sem einhver annar hefur kannski
hent.
FJÁRSJÓÐIR BAK
VIÐ MÁLNINGU
LAGHENT Stella Vestmann og Valdimar Gunnar Hjartarson stækkuðu við sig
fyrir ári og fluttu í rúmbetri íbúð – með bílskúr. Þar með var komið pláss fyrir
aðaláhugamálið, en það er að gera upp húsgögn.
SKEMMTILEGT LEIKFANGASAFN
Í Hafnarfirði er skemmtilegt leikfangasafn á efstu hæð
Pakkhússins sem er sérstaklega ætlað börnum. Munum
er reglulega skipt út en safnið á mikið af dýrgripum sem
gaman er að skoða. Pakkhúsið er við hlið elsta húss
Hafnarfjarðar, Sívertsens, við Strandgötu.
0
3
-1
2
-2
0
1
5
2
2
:5
9
F
B
0
4
8
s
_
P
0
3
4
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
4
8
s
_
P
0
2
7
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
4
8
s
_
P
0
1
5
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
4
8
s
_
P
0
2
2
K
.p
1
.p
d
f
A
u
to
m
a
tio
n
P
la
te
re
m
a
k
e
: 1
7
5
2
-0
A
4
C
1
7
5
2
-0
9
1
0
1
7
5
2
-0
7
D
4
1
7
5
2
-0
6
9
8
2
8
0
X
4
0
0
4
A
F
B
0
4
8
s
_
1
2
_
7
_
2
0
1
5
C
M
Y
K