Fréttablaðið - 13.07.2015, Page 16

Fréttablaðið - 13.07.2015, Page 16
FÓLK|HEIMILI FÓLK ER KYNNINGARBLAÐ sem býður auglýsendum að kynna vörur og þjónustu í formi viðtala og umfjallana. Í blaðinu er einnig hefðbundið ritstjórnarefni. Blaðið fylgir Fréttablaðinu daglega. Útgefandi: 365 miðlar Ábyrgðarmaður: Svanur Valgeirsson Hönnun: Silja Ástþórsdóttir Sölumenn: Bryndís Hauksdóttir, bryndis@365.is, s. 512 5434 Jón Ívar Vilhelmsson, jonivar@365.is, s. 512 5429 VERKSTÆÐIÐ Í BÍLSKÚRNUM Verkstæðið geymir marga fjársjóði. EITT SINN BRÚNN AÐ UTAN OG INNAN Þessi skápur var viðarlitur og mikil vandvirknisvinna fólgin í því að ná af honum höldunum, pússa og lakka. Nú er hann eins og sniðinn utan um fallega brúðarstellið. VERK Í VINNSLU Stella er ekki búin að ákveða örlög stólsins og kommóðunnar því stundum finnst henni húsgögn mjög falleg eins og þau eru og ástæðulaust að ráðast strax á þau með slípirokk. Þá er það oft samhengið sem gerir gæfumuninn. FERMINGARBORÐIÐ HENNAR ÖMMU Tekkskápur úr Góða hirðinum og fermingar- skrifborðið hennar ömmu eru bæði þægileg og notadrjúg í barnaherbergið. KOMMÓÐAN FYRIR … Þessi hundrað ára gamla kommóða hjúfraði sig í horni í Góða hirðinum og beið eftir einhverjum til að sjá úr hverju hún var gerð. … OG EFTIR Málningin náðist á end- anum af en þá var viðurinn mjög ljós svo til að gera viðaráferðina eldri voru ýmsar tilraunir gerðar með kaffi og te þar til vökvi af samsuðu úr ediki og stálull náði tilætluðum áhrifum. BIÐIN Á ENDA Þessi skenkur var ansi illa á sig kominn þegar þau fundu hann á nytjamarkaði fyrir tíu árum. Nú hefur hann loksins fengið sitt „rétta“ útlit og stendur nú stoltur í stofunni. Bakkinn er búinn til úr sneið af tré sem þurfti að fella í garðinum í fyrrasumar. RÚMGAFL ÚR GAMALLI DÝNU Þennan rúmgafl föndraði Stella úr PDF- plötu og dýnu úr of litlu barnarúmi. KOMMÓÐA FYRIR VETTLINGA OG HÚFUR Þessi kommóða var gul og ekki mikið fyrir augað þegar hún kom fyrst í bílskúrinn. HEIMSÆKIR NYTJAMARKAÐI Ég fer mikið í Góða hirðinn og á alls konar nytjamarkaði og svo fer ég líka á Facebook og skoða síður þar sem fólk er að selja og skiptast á húsgögnum.“ Hún seg- ist horfa mest eftir grunnformum og skemmtilegum smáatriðum. „Ég skoða mikið á netinu og velti fyrir mér hvað mér finnst fallegt. Svo leita ég eftir húsgögnum með möguleika, það er alltaf hægt að skipta út málningu, höldum og þess háttar. Mér finnst líka mikil- vægt að skoða viðinn vel og vita hvað ég vil búa til og hvað er vinsælt þessa stundina.“ HÆGT AÐ FYLGJAST MEÐ Stella er líka dugleg að nýta það sem til fellur á heimilinu til að búa til nýtt. „Ég er ekki mikið fyrir að geyma dót svo annaðhvort vil ég selja, gefa eða nota í eitthvað annað.“ Stella heldur úti blogg- síðu þar sem hún segir frá ferlinu við að gera upp húsgögnin auk þess að velta fyrir sér straumum og stefnum. „Það voru svo margir sem vildu vita hvernig við förum að svo mér fannst bara kjörið að setja upp síðu og leyfa fólki að fylgjast með.“ Fyrir áhugasama er slóðin www.stellarhome.is. brynhildur@365.is Skeifunni 8 • 108 Reykjavík • Sími: 517 6460 • www.belladonna.is Verslunin Belladonna Stærðir 38-58 ÚTSALAN er hafin 30-50% afsláttur Flott föt, fyrir flottar konur Bæjarlind 1-3 201 Kópavogur s: 571-5464 my styleStærðir 38-52 ÚTSALAN er hafin 30-50% afsláttur Smart föt, fyrir smart konur Netverslun á tiskuhus.is Save the Children á Íslandi 0 3 -1 2 -2 0 1 5 2 2 :5 9 F B 0 4 8 s _ P 0 3 3 K .p 1 .p d f F B 0 4 8 s _ P 0 2 8 K .p 1 .p d f F B 0 4 8 s _ P 0 1 6 K .p 1 .p d f F B 0 4 8 s _ P 0 2 1 K .p 1 .p d f A u to m a ti o n P la te r e m a k e : 1 7 5 2 -3 B A C 1 7 5 2 -3 A 7 0 1 7 5 2 -3 9 3 4 1 7 5 2 -3 7 F 8 2 8 0 X 4 0 0 4 B F B 0 4 8 s _ 1 2 _ 7 _ 2 0 1 5 C M Y K

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.