Fréttablaðið - 13.07.2015, Síða 30

Fréttablaðið - 13.07.2015, Síða 30
FASTEIGNIR.IS14 13. JÚLÍ 2015 Með nýjum lögum um sölu fast- eigna og skipa sem taka gildi um miðjan júlí 2015 er sú grundvallar- breyting gerð að einungis fast- eignasalar hafa heimild að sinna öllum helstu störfum er varða milligöngu um fasteignaviðskipti. Markmið lagabreytinganna er að tryggja neytendavernd. Á undanförnum árum hefur framkvæmd fasteignaviðskipta of víða farið úr böndum við fast- eignasölu í skjóli óskýrra laga. Félag fasteignasala og Neytenda- samtökin hafa í sameiningu ítrek- að vakið athygli á óásættanlegu lagaumhverfi neytenda við fast- eignaviðskipti. Eftirleiðis munu neytendur í fasteignaviðskiptum geta treyst því að fasteignasali sinni pers- ónulega öllum meginþáttum fast- eignaviðskiptanna. Má þar nefna alla ráðgjöf, alla skjalagerð hverju nafni sem nefnist, fasteignasali sitji alla fundi með kaupendum og seljendum, annist skoðun fast- eigna, sjái um fjárhagsleg uppgjör auk margs annars. Fasteignasalar geta haft að- stoðar menn til að sinna einföld- um og auðveldum verkum eins og segir í athugasemdum með lögun- um. Feli fasteignasali aðstoðar- manni sínum að sinna störfum sem fasteignasala ber að sinna getur afleiðing þess orðið svipt- ing starfsréttinda viðkomandi fast- eignasala, auk þess sem aðstoðar- maður fasteignasalans er kærður til lögreglu. Slíkt framferði felur í sér alvarlegt brot gegn vernd og rétti neytenda í almennt stærstu viðskiptum fólks á lífsleiðinni. Inni á fasteignir.is á visir.is og á heimasíðu Félags fasteignasala ff.is geta neytendur kynnt sér hverj- ir eru fasteignasalar innan Félags fasteignasala auk þess sem þeir munu hafa sérstök skírteini við störf sem neytendur eiga að geta hvenær sem er óskað eftir að sjá. Á félagsmönnum FF hvíla mjög ríkar skyldur auk þess sem þeir eru bundnir ströngum siðareglum. Frekari kynningu á helstu breytingum sem hin nýju lög um sölu fasteigna fela í sér má sjá inni á fasteignir.is á visir.is og heima- síðu Félags fasteignasala ff.is. Grétar Jónasson hdl. og lgf, framkvæmdastjóri FF Ný lög stórbæta neytenda- vernd í fasteignaviðskiptum Grétar Jónasson hdl., framkvæmdastjóri Félags fasteignasala. Viðskiptatækifæri á Selfossi omar@fasteignasalan.is Rúnar S. Gíslason hdl., Lögg. fasteignasali Hafsteinn Þorvaldsson sölumaður Snorri Sigurðarson sölumaður F R U M - w w w .f ru m .is Við aðalgötu bæjarins stórt og reisulegt, steinsteypt þrí- býlishús, samtals 410,6 fm. Hentar vel til út leigu eða sem gisti heimili. Nýlega hefur hús ið mikið verið yfirfarið og er það allt ný málað að innan sem utan, drenað var meðfram húsi og settur dúk ur, lóð þökulögð og plan lagað bakvið hús, gler og gluggar endurnýjað að hluta, sett upp lok að forhitarakerfi og allir ofn- lokar endurnýjaðir sem og lagnagrind, nýtt kaldavatnsinntak, rafmagn yfir farið og skipt út járni á þaki bílskúrs o.m.fl. Verð 69 millj. Nánari upplýsingar veita Hafsteinn Þorvaldsson sími 891-8891, hafsteinn@fasteignasalan.is og Snorri Sigurðarson, sími 897-7027, ssig@fasteignasalan.is Kjartan Hallgeirsson lögg. fasteignasali GSM 824 9093 kjartan@eignamidlun.is Austurstræti – fágætt tækifæri Höfum fengið í sölu þessi sögufrægu endurbyggðu hús í hjarta Reykjavíkur. Heildareignin er 2.386 fm og er hún öll í leigu. Óskað er eftir tilboðum í eignina. Fasteignin Austurstræti 22 er í raun þrjú hús, Lækjargata 2, Austurstræti 22 auk bakhússins Lækjargötu 2b. Húsin voru endurbyggð eftir verðlaunatillögu um uppbyggingu á reitnum eftir að þau hús sem fyrir stóðu eyðilögðust í bruna árið 2007. Arkitektastofurnar Gullinsnið, Studio Granda og Argos unnu tillöguna. Sala fasteigna frá 588 9090 . www.eignamidlun.is . Grensásvegi 11 . 108 Reykjavík Upplýsingar veitir: Skyndibitastaður – þekktur verslunarkjarni – Höfum fengið til sölu mjög góðan skyndibitastað í þekktasta verslunarkjarna borgarinnar. Öll tæki og innréttingar hafa verið endurnýjuð. Góð velta og mjög góð rekstaraðstaða. Opnunartími 11.00-19.00 nema fimmtudaga 11.00-21.00. Upplýsingar veitir Kristinn B. Ragnarsson viðskipfr./lögg. fasteignasali, á skrifstofunni eða í síma 898-4125. Allt fasteignir – fasteignasala Síðumúla 29 – 108 Reykavík sími 5651233 0 3 -1 2 -2 0 1 5 2 2 :5 9 F B 0 4 8 s _ P 0 3 1 K .p 1 .p d f F B 0 4 8 s _ P 0 3 0 K .p 1 .p d f F B 0 4 8 s _ P 0 1 8 K .p 1 .p d f F B 0 4 8 s _ P 0 1 9 K .p 1 .p d f A u to m a tio n P la te re m a k e : 1 7 5 2 -D E 9 C 1 7 5 2 -D D 6 0 1 7 5 2 -D C 2 4 1 7 5 2 -D A E 8 2 8 0 X 4 0 0 6 B F B 0 4 8 s _ 1 2 _ 7 _ 2 0 1 5 C M Y K

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.