Fréttablaðið - 13.07.2015, Page 38
13. júlí 2015 MÁNUDAGUR| LÍFIÐ | 18
Viltu vita hvað eignin þín
hefur hækkað í verði ?
510 7900
Þórunn Gísladóttir
Löggiltur fasteignasali.
Kristján Þ. Hauksson
Sölufulltrúi.
696 1122
kristjan@fastlind.is www.fastlind.is
Hlíðasmára 6 201 Kópavogur www.FASTLIND.is/ /
Frítt verðmat og framúrskarandi
þjónusta í þína þágu.
LÍFIÐ
Fyrri störf fræga fólksins
Stjörnurnar í Hollywood hafa ekki alltaf sungið í míkrófón eða verið á hvíta tjaldinu. Áður en frægðin knúði dyra unnu þau mismunandi störf.
NUDDARI Óskars-
verðlaunaleik-
konan Nicole
Kidman hefur
leikið í mörgum
myndum á ferl-
inum en áður
en hún reis
til frægðar og
frama starfaði
hún sem nudd-
ari. NORDICPHOTOS/
GETTY
SLÁTRARI Það kemur
kannski minnst á óvart á
þessum lista að Black
Sabbath-söngvarinn
Ozzy Osbourne
vann eitt sinn í
sláturhúsi.
SÓPAÐI HÁR
Söngdívan
Mariah Carey
vann einu sinni á
hárgreiðslustofu
við það að sópa
upp hári en er
svo sannarlega á
allt öðrum stað
núna og hefur
átt ófáa poppsmelli
síðan þá.
FATAFELLA Íslandsvinurinn og leikarinn
Channing Tatum starfaði sem fatafella
í átta mánuði áður en frægðin knúði
dyra. Myndin Magic Mike er lauslega
byggð á reynslu Tatum af strípinu.
AFGREIÐSLUMAÐUR Rapparinn
Kanye West starfaði á árum áður sem
afgreiðslumaður í GAP. Starfið virðist
hafa veitt honum einhvern innblástur
en West hefur verið ansi hallur undir
tísku síðustu ár og meðal annars
hannað sína eigin fatalínu.
HAMBORGARADROTTNING Leik-
konan Rachel McAdams, sem er einna
helst þekkt fyrir það að hafa leikið
aðalhlutverk í vasaklútamyndinni
The Notebook, vann í þrjú sumur hjá
hamborgara keðjunni MacDonalds.
GENGILBEINA Vinurinn geðþekki
Jennifer Aniston vann í upphafi
ferils síns fyrir sér sem gengilbeina á
veitingastaðnum Jackson Hole Burgers
en karakter Aniston í Friends, Rachel
Green, vann einnig fyrir sér sem gengil-
beina til skamms tíma.
FLINKUR AÐ FÖNDRA Það hafa svo
sannarlega orðið sviptingar hjá It‘s my
Life-söngvaranum Jon Bon Jovi en hann
starfaði eitt sinn við það að búa til
jólaskreytingar.
HANDLAGINN Leiklistarferill Harrison
Ford fór heldur hægt af stað að hans
mati og eftir ströggl ákvað hann að
gerast smiður. Nokkrum áður síðar
fékk hann hlutverk í American Graffiti
og stimplaði sig heldur betur inn.
Kökur
3/4 bolli Kornax-hveiti
¼ tsk. lyftiduft
¼ tsk. salt
60 g mjúkt smjör
½ bolli sykur
1 stórt egg
1/8 bolli hunang
1 tsk. vanilludropar
¼ bolli mjólk
Fylling
60 g grófsaxað hvítt súkkulaði
½ msk. hunang
1/8 bolli rjómi
Krem
115 g mjúkt smjör
3 bollar flórsykur
1 tsk. vanilludropar
2-3 msk. nýmjólk
Aðferð
Kökur
Hitið ofninn í 180°. Blandið hveiti,
lyftidufti og salti saman í skál og
setjið til hliðar. Blandið smjöri og
sykri vel saman og því næst egginu
saman við. Blandið hunangi og
vanilludropum vel saman við smjör-
blönduna. Blandið þurrefnum og
mjólk saman við smjörblönduna,
sitt á hvað í þremur hollum. Skiptið
deiginu á milli möffinsforma og
bakið í 17-20 mínútur.
Fylling
Setjið hvítt súkkulaði og hunang í
skál. Hitið rjómann þar til hann sýður
og hellið honum yfir súkkulaðið
og hunangið. Leyfið blöndunni að
standa í um mínútu. Hrærið síðan
þar til súkkulaðið er bráðnað. Skerið
holu í bollakökurnar þegar þær hafa
kólnað– passið bara að skera ekki alla
leið í gegn! Setjið dass af fyllingu í
hverja holu.
Krem
Blandið öllu vel saman og skreytið
kökurnar að vild. Fleiri uppskriftir af
þessu tagi má finna inni á blaka.is.
Hunangskökur með óvæntum glaðningi
Gómsæt uppskrift og góð leið til þess að nýta hunang á skemmtilegan hátt.
0
3
-1
2
-2
0
1
5
2
2
:5
9
F
B
0
4
8
s
_
P
0
4
7
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
4
8
s
_
P
0
3
8
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
4
8
s
_
P
0
0
2
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
4
8
s
_
P
0
1
1
K
.p
1
.p
d
f
A
u
to
m
a
tio
n
P
la
te
re
m
a
k
e
: 1
7
5
1
-1
3
6
C
1
7
5
1
-1
2
3
0
1
7
5
1
-1
0
F
4
1
7
5
1
-0
F
B
8
2
8
0
X
4
0
0
1
B
F
B
0
4
8
s
_
1
2
_
7
_
2
0
1
5
C
M
Y
K