Fréttablaðið - 02.12.2015, Page 1

Fréttablaðið - 02.12.2015, Page 1
— M e s t l e s n a dag b l a ð á Í s l a n d i * —2 8 2 . t ö l u b l a ð 1 5 . á r g a n g u r M i ð v i k u d a g u r 2 . d e s e M b e r 2 0 1 5 Fréttablaðið í dag Markaðurinn Líta má á tónlistarmenn sem sprotafyrirtæki, segir Sigtryggur Baldursson. skoðun Dominique Plédel Jónsson vill ekki skert útvarps­ gjald. 14-15 sport Tvær hliðar Gylfa. 16 Menning Gott grín um tján­ ingar frelsið hjá spaugurum. 22 lÍfið Einfalt að gera heimagert jóladagatal með skemmtilegri afþreyingu fyrir fjölskylduna. 34 plús 1 sérblað l fólk *Samkvæmt prentmiðlakönnun Gallup apríl-júní 2015 Þegar starfsmenn borgarinnar hafa ekki undan að ryðja gangstíga og aðgengi að þeim, er ekki auðvelt fyrir þá sem ýta á undan sér barnavögnum að komast leiðar sinnar. Litla farþeganum í þessum vagni við Fellaskóla í Breiðholtinu hefur vonandi ekki orðið meint af veltingnum. Móðirin með vagninn sagði þetta erfitt en að hún yrði að sækja barnið sitt í skólann. Fréttablaðið/GVa lÍfið Kári Stefánsson, forstjóri Íslenskrar erfðagreiningar, seg- ist ekki elta tískustrauma þegar kemur að skeggi. „Ég er ekki í þessum hópi, hópi þessara tískustráka. Þegar maður býr á Íslandi lætur maður sér vaxa skegg ef Guð leyfir,“ segir hann Kári sem fræðir lesendur um ástæðuna fyrir því að sumir dökk- hærðir menn fái rautt skegg. Kári segir jafnframt að skeggt- íska nútímans sé afturhvarf. „Það voru allir með skegg hér þegar land byggðist og þeir sem voru ekki með skegg voru hæddir fyrir það.“ – kak / sjá síðu 30 Kári eltir ekki skeggtískuna stjórnMál Ágúst S. Beaumont, varaformaður Pírata í Borgarbyggð, segir Arion banka neita félaginu um stofnun bankareiknings á grund­ velli búsetu hans. Hann verði að víkja ef félagið eigi að fá reikning. Aðstæðna sinna vegna kveðst Ágúst vera skráður „utan húsnæðis“. „Og þetta er skerðing á borgara­ réttindum og hugsan­ lega brot á stjórn­ arskránni því að allir þegnar eiga rétt á að fá að taka þátt í stjórnmálastarf­ semi.“ Samkvæmt upp­ lýsingum frá Arion banka er þung krafa á fjármálafyrirtækjum að hafa tiltækar upplýsingar um sína viðskiptavini. Þó megi í sumum til­ fellum gera undantekningar. – srs / sjá síðu 4 Píratar fá ekki bankareikning stóriðja „Það er ekki búið að klára neitt en það eru líkur á því að við getum afstýrt verkfalli en ekkert er í hendi akkúrat núna,“ sagði Gylfi Ingvarsson, talsmaður starfsmanna Rio Tinto Alcan í Straumsvík, rétt áður en Fréttablaðið fór í prentun á ellefta tímanum í gærkvöldi. Ef af boðuðu  verkfalli starfs­ manna Alcan myndi verða á mið­ nætti í gærkvöld færu þeir í  dag að vinna að lokun álbræðslunnar og myndu starfa að því næstu tvær vikur. Óvíst er hvort bræðslan yrði þá endurræst. Gera átti lokatilraun til að ná samningum í kjaradeilunni í gær­ kvöldi á fundi hjá ríkissáttasemj­ ara. Mættu þar samninganefndir starfsmanna álversins og Alcan og leituðust við að afstýra verkfalli og þar með lokun. Ólafur Teitur Guðnason, upplýs­ ingafulltrúi Alcan, sagði ekki koma til greina að hvika frá þeirri „sann­ gjörnu og réttlátu“ kröfu fyrirtæk­ isins að geta ráðið aukna verktöku inn á svæðið. „Það eru öll fyrirtæki á landinu svo gott sem með þessi skilyrði sem við erum að óska eftir að nálgast. Við erum að vinna í því að komast þangað,“ sagði Rannveig Rist við fréttastofu Stöðvar 2, fyrir fundinn. Eins og upplýsingafulltrúi Alcan sagði forstjórinn kröfur fyrirtækis­ ins vera sanngjarnar. Ragnheiður Elín Árnadóttir, iðn­ aðar­ og viðskiptaráðherra, vildi ekki veita viðtal vegna málsins þegar eftir því var leitað. – sa / þþ Frestun í Straumsvík líkleg Reyna átti til þrautar hjá ríkissáttasemjara í gærkvöldi að fá fram frestun verkfalls og afstýra því að í dag yrði byrjað að slökkva á álveri Rio Tinto Alcan í Straumsvík. Kröfur Alcan eru réttmætar, segja fulltrúar félagsins. Við erum ennþá að vinna í málinu. Gylfi Ingvarsson, talsmaður starfsmanna Alcan 0 2 -1 2 -2 0 1 5 1 0 :5 3 F B 0 4 8 s _ P 0 4 8 K .p 1 .p d f F B 0 4 8 s _ P 0 3 7 K .p 1 .p d f F B 0 4 8 s _ P 0 0 1 K _ N Y .p 1 .p d f F B 0 4 8 s _ P 0 1 2 K .p 1 .p d f A u to m a tio n P la te re m a k e : 1 7 4 9 -1 D 7 8 1 7 4 9 -1 C 3 C 1 7 4 9 -1 B 0 0 1 7 4 9 -1 9 C 4 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 1 A F B 0 4 8 s _ 1 _ 1 2 _ 2 0 1 5 C M Y K

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.