Fréttablaðið


Fréttablaðið - 02.12.2015, Qupperneq 2

Fréttablaðið - 02.12.2015, Qupperneq 2
 Suðvestanátt og víða él í dag, en vestanhvassviðri eða -stormur og snjókoma norðaustanlands fram eftir degi. Frost víða 1 til 6 stig. Sjá Síðu 20 Veður Árekstur á hafinu RANDALÍN, MUNDI OG AFTURGÖNGURNAR ÞÓRDÍS GÍSLADÓTTIR OG ÞÓRARINN M. BALDURSSON ER ÞAÐ SATT AÐ VEITINGASTAÐIR SELJI KATTAKJÖT? Þórdís Gísladóttir Fyrsta bók höfunda hlaut Bóksalaverðlaunin og Fjöruverðlaunin. Þórarinn M. Baldursson myndskreytti. FRÁBÆR BÓK FYRIR 5-10 ÁRA Samfélag Á laugardag munu fjórar fjölskyldur flóttamanna segja sögu sína í Borgarleikhúsinu. Sumar fjöl- skyldurnar eru komnar með land- vistarleyfi, aðrar bíða eftir svari. Fjölskyldurnar eru misstórar, sumir eru einir í fjölskyldu og aðrir með mörg börn. Fjölskyldurnar munu standa á stóra sviðinu og segja frá sínu lífi, frá hverju þær eru að flýja og að hverju þær eru að leita. „Hugmyndin með þessu er fyrst og fremst að opna fyrir samtal og rými þar sem við getum talað saman. Yfirskriftin er „Opnum okkur“ og er þetta unnið í samstarfi við Rauða krossinn. Fyrst og fremst á þetta að vera einlæg samverustund,“ segir Kristín Eysteinsdóttir, borgarleik- hússtjóri. Halldóra Geirharðsdóttir og Bergur Þór Ingólfsson leikarar munu halda utan um samtalið. Einnig verða fluttir stuttir fyrirlestrar, meðal annars hjálparstarfsmenn sem hafa verið á Lesbos. Að lokum verða umræður. „Við erum alltaf að skoða í leikhús- inu hvernig við getum brugðist við því sem er að gerast í samfélaginu. Við viljum gjarnan rækta samfélags- legt hlutverk leikhússins. Mörg leik- hús erlendis hafa brugðist við flótta- mannavandanum með því að opna dyrnar og bjóða gistingu og tungu- málakennslu. Þetta er okkar skerfur, að gefa flóttamönnum rödd,“ segir Kristín en allir sem koma að við- burðinum gefa vinnu sína og verður aðgangur ókeypis. Kristín segist finna fyrir að leik- húsgestir séu að þroskast og þetta sé eitthvað sem fólk vilji taka þátt í. „Kortasala okkar hefur aldrei verið meiri en í ár þrátt fyrir að margar af sýningum okkar séu framsæknari en áður. Leikhús er í blóma núna og á að taka á svona málum.“ erlabjorg@frettabladid.is Flóttamenn stíga á svið Fjórar fjölskyldur flóttafólks munu standa á sviðinu í Borgarleikhúsinu og segja áhorfendum frá lífi sínu. Kristín Eysteinsdóttir leikhússtjóri segir leikhúsið vera að bregðast við því sem sé að gerast í samfélaginu með því að gefa fólkinu rödd. Tvær fjölskyldur frá Sýrlandi, ein frá Kenýa og ein frá Írak munu segja sögu sína í Borgarleikhúsinu. fréTTaBlaðið/Jón GuðmundSSon Viðburðurinn verður í Borgarleikhúsinu á laugar- dag kl. 13. Við erum alltaf að skoða í leikhúsinu hvernig við getum brugðist við því sem er að gerast í samfélaginu. Kristín Eysteins- dóttir, borgarleik- hússtjóri Togarinn Stefnir ÍS sigldi á ísjaka við togveiðar út af Dýrafirði í fyrrakvöld og laskaðist stefnið talsvert við áreksturinn eins og sést á þessari mynd sem tekin var þar sem skipið lá við bryggju í gær. Pétur Birgisson skipstjóri segir engan hafa sakað við óhappið. Myrkur og öskubylur hafi verið á svæðinu og hann hafi vanmetið aðstæður. mynd/Hafþór GunnarSSon Bókmenntir Bækur fjögurra karl- manna og einnar konu bítast um Íslensku bókmenntaverðlaunin í flokki fagurbókmennta þetta árið. Tilkynnt var um tilnefningar við hátíðlega athöfn á Kjarvalsstöðum í gær. Bækur Auðar Jónsdóttur, Einars Más Guðmundssonar, Hallgríms Helgasonar, Hermanns Stefáns- sonar og Jóns Kalmans Stefáns- sonar munu keppa um titilinn. Einnig verða veitt verðlaun í flokki barna- og ungmennabóka, flokki fræðibóka og rita almenns efnis auk Íslensku þýðingarverð- launanna. Dómnefnd í ár skipuðu Árni Matthíasson, sem var formaður nefndarinnar, María Rán Guðjóns- dóttir og Tinna Ásgeirsdóttir. – sa Tilnefningar til bókaverðlauna kunngjörðar trúmál Samkvæmt upplýsingum frá Þjóðskrá eru meðlimir Trúfélags zúista orðnir fleiri en þrjú þúsund. Þeim fjölgaði í gær þrátt fyrir frétta- flutning RÚV um að meintir fjár- glæframenn hafi komið að rekstrar- félagi zúista. Um 120 skráningar höfðu borist Þjóðskrá frá hádegi og þar til Þjóðskrá var lokað klukkan þrjú. Stjórn Zúism sendi frá sér yfirlýs- ingu í gær þar sem fram kemur að meintir fjárglæframenn hafi staðið að baki gamla rekstrarfélagi zúista en unnið er að því að stofna nýtt félag og koma mennirnir ekkert að stjórn eða starfsemi félagsins í dag. A ð s ö g n I n g ve l d a r H a f- dísar Karlsdóttur, deildarstjóra almannaskráninga hjá Þjóðskrá, miðast skráningar til að trúfélög eigi rétt á sóknargjöldum við lög- heimili einstaklinga þann fyrsta desember. Zúism er því með stærstu trú- félögum landsins, fjölmennara en Siðmennt og Hvítasunnusöfnuður- inn og svipað að stærð og Ásatrúar- félagið og Óháði söfnuðurinn. – srs Zúistar orðnir álíka margir og ásatrúarmenn Zúistar eru meira en 3.000 talsins. nordicpHoToS/afp 2 . d e S e m B e r 2 0 1 5 m i ð V i k u d a g u r2 f r é t t i r ∙ f r é t t a B l a ð i ð 0 2 -1 2 -2 0 1 5 1 0 :5 3 F B 0 4 8 s _ P 0 4 7 K .p 1 .p d f F B 0 4 8 s _ P 0 3 8 K .p 1 .p d f F B 0 4 8 s _ P 0 0 2 K .p 1 .p d f F B 0 4 8 s _ P 0 1 1 K .p 1 .p d f A u to m a ti o n P la te r e m a k e : 1 7 4 9 -2 2 6 8 1 7 4 9 -2 1 2 C 1 7 4 9 -1 F F 0 1 7 4 9 -1 E B 4 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 1 B F B 0 4 8 s _ 1 _ 1 2 _ 2 0 1 5 C M Y K

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.