Fréttablaðið - 02.12.2015, Qupperneq 18
Skjóðan
markaðurinn
Útgáfufélag 365 miðlar ehf., Skaftahlíð 24, 105 Reykjavík, sími 512 5000
Netfang rit stjorn@markadurinn.is | Sími 512 5000 | Fax 512 5301
Umsjón Jón Hákon Halldórsson jonhakon@365.is
Ábyrgðarmaður Kristín Þorsteinsdóttir | Forsíðumynd andri Marinó Karlsson
Netfang auglýsingadeildar auglys ing ar@markadurinn.is Veffang visir.is
miðvikudagur 2. desember
ÞJóðsKrá Íslands - Fasteignamarkað-
urinn í mánuðinum eftir landshlutum.
Föstudagur 3. desember
Hagstofa Íslands - Gistinætur og
gestakomur á hótelum í október.
Hagstofa Íslands - Vöruskipti við
útlönd í nóvember 2015.
lánaMál rÍKisins- Útboð ríkisbréfa.
mánudagur 7. desember
ÞJóðsKrá Íslands - Íslyklar og inn-
skráningarþjónusta Ísland.is.
Þriðjudagur 8. desember
Hagstofa Íslands - Landsframleiðsla á
þriðja ársfjórðungi 2015.
ÞJóðsKrá Íslands - Fjöldi þinglýstra
leigusamninga um íbúðahúsnæði eftir
landshlutum.
miðvikudagur 9. desember
seðlabanKi Íslands - Vaxtaákvörð-
unardagur.
lánaMál rÍKisins - Mánaðarlega
markaðsupplýsingar í desember.
Fimmtudagur 10. desember
Hagstofa Íslands - Efnahagslegar
skammtímatölur í desember.
dagatal viðskiptalífsinsÁ döfinni
allar markaðsupplýsingar
Vikan sem leið
saMKeppniseftirlitið hefur sýnt
fram á að fákeppni á eldsneytis-
markaði kostar íslenska neyt-
endur 4-4,5 milljarða á ári hverju.
Íslenski eldsneytismarkaðurinn er
kennslubókardæmi um fákeppnis-
markað, en eitt einkenni fákeppni
er að fyrirtæki velta kostnaði yfir
á viðskiptavini þar sem engin þörf
er á að halda honum í lágmarki til
að standast samkeppni.
eldsneytisMarKaðurinn er ekki
eini fákeppnismarkaðurinn hér
á landi. Bankamarkaðurinn er
fákeppnismarkaður. Enda snýst
markaðsstarf banka helst um
ímyndarauglýsingar fremur en að
keppt sé um að bjóða viðskipta-
vinum hagstæðust kjör hverju
sinni.
saMKeppniseftirlitið hefur
hingað til látið sig fákeppni á
bankamarkaði litlu varða. Ný-
fundinn áhugi á eldsneytismark-
aði er vonandi vísbending um að
nú verði skorin upp herör gegn fá-
keppni hvar sem hana er að finna
enda fátt sem skaðar neytendur
og hagkerfið í heild sinni meira en
fákeppni með því beina og óbeina
samráði milli aðila á markaði sem
er órjúfanlegur hluti hennar.
VirK saMKeppni er lykill að hag-
sæld samfélaga. Velmegun er tak-
mörkuð auðlind, sem verður ekki
dreift til fjöldans nema með því að
löggjafinn og eftirlitsaðilar tryggi
virka samkeppni og grípi til mark-
vissra ráðstafana gegn fákeppni og
samráði sterkra aðila á markaði.
ÍslensKur sjávarútvegur er dæmi
um atvinnugrein sem býr við sam-
þjöppun og samkeppnisskekkju
sem bitnar ekki aðeins á neyt-
endum heldur skerðir útflutnings-
tekjur þjóðarinnar.
ÍslensKur sjávarútvegur skiptist
í þrennt. Klassískar íslenskar
útgerðir einbeita sér að veiðum á
bolfiski og selja gjarnan á mark-
aði. Fiskframleiðendur kaupa
sinn fisk á fiskmarkaði. Svo er það
stórútgerðin, sem gín yfir öllu.
Stórútgerðin á þorra kvótans bæði
í bolfiski og uppsjávarstofnum.
stórÚtgerðin veiðir aflann og
flytur hann til eigin vinnslu á sér-
stöku verði sem er að jafnaði langt
undir markaðsverði. Útgerðin
situr sjálf við borðið þar sem af-
sláttarverðið er ákvarðað. Síðan
keppir stórútgerðin á erlendum
mörkuðum við íslenska fiskfram-
leiðendur, sem kaupa sitt hráefni á
markaði og búa þar af leiðandi við
mun hærra hráefnisverð.
stórÚtgerðin selur lítið inn á
innlenda fiskmarkaði sem leiðir til
þess að þeir eru skortmarkaðir þar
sem seljendur ráða verðinu. Fisk-
kaupmenn, sem þjóna íslenskum
neytendum, kaupa sinn fisk að
mestu á fiskmarkaði og því leiðir
fákeppnin í sjávarútvegi til hærra
verðs til íslenskra neytenda en
nauðsynlegt er.
ÞingMenn hafa lýst áhyggjum
sínum af fákeppni á eldsneytis-
markaði en hvenær skal taka á
fákeppninni á bankamarkaði, sem
hagnast á hverju ári um meira en
heildarveltu olíufélaganna? Hve-
nær kemur að því að þingmenn
taki upp hanskann fyrir íslenska
neytendur og leggi sitt af mörkun
til hámörkunar þjóðartekna með
því að útrýma samkeppnismis-
munun í sjávarútvegi?
Fákeppni er rauður þráður í
viðskipta- og atvinnulífi
Tap var af rekstri hönnunarfyrir-
tækisins JÖR á árinu 2014 að fjár-
hæð 43,2 milljónir króna. Tap jókst
milli ára, en árið 2013 nam það 15
milljónum króna.
Eignir námu 54,5 milljónum
króna í lok árs og hækkuðu um
tæpar þrjár milljónir milli ára.
Skuldir námu 82,4 milljónum króna
og hækkuðu milli ára. Í árslok var
eigið fé félagsins neikvætt um 27,9
milljónir króna. Árið 2013 var það
hins vegar neikvætt um 13,8 millj-
ónir króna.
Hlutafé félagsins var 1,3 milljónir
króna í árslok 2014. Í ársbyrjun voru
tveir hluthafar en í árslok voru þeir
þrír. Ekki var greiddur út arður til
hluthafa á árinu 2015 vegna ársins
2014.
Guðmundur Jörundsson, fram-
kvæmdastjóri JÖR, segir að lagt
hafi verið upp með að þetta yrði
svona. „Félagið óx frekar hratt og við
vorum í fjármögnun árið 2014, sem
við kláruðum í lok árs.“ Hann segir
að árið 2015 verði rekstrarniður-
staðan mjög breytt. „Við búumst
við mun minna tapi en árið 2014.
Árið í ár hefur farið í það að rétta
okkur svolítið af og greiða niður
skuldir og koma öllum ferlum betur
af stað. Við erum að horfa til þess að
árið 2016 verði félagið svo arðbært,"
segir Guðmundur.
„Við erum að rétta þetta allt af,
það er fókusinn í ár. Við erum að
plana vöxt, bæði á netinu og erlend-
is. Það eru mjög stór plön með
merkið, það voru taktískir fjárfestar
fengnir til að fjárfesta í félaginu og
það er til að komast inn á erlenda
markaði. Þegar félag er stofnað er
alltaf lagt upp með það að fara út.
Í svona rekstri er yfirbyggingin svo
stór alveg frá byrjun, en svo stækkar
hún ekki rosalega mikið. Þegar þú
ert með hönnunarteymi kostar jafn
mikið að hanna fyrir eina búð og
þrjú hundruð," segir Guðmundur.
JÖR var stofnað á árinu 2012, en
rekstur hófst ekki fyrr en verslunin
var opnuð í apríl 2013. Guðmundur
segir að verið sé skoða það að fjölga
verslunum hér á landi.
saeunn@frettabladid.is
Bjartsýnn á framtíðina
eftir 43 milljóna tap
Tap JÖR jókst milli ára. Framkvæmdastjóri félagsins segist eiga von á arðbærum
rekstri árið 2016. Hann segir mikinn vöxt vera framundan hjá fyrirtækinu.
Guðmundur Jörundsson segir að félagið hafi verið í fjármögnun 2014. Fréttablaðið/ValGarður
Við búumst við
mun minna tapi
en árið 2014. Árið í ár hefur
farið í það að rétta okkur
svolítið af og greiða niður
skuldir og koma öllum ferl-
um betur af stað. Við erum
að horfa til þess að árið 2016
verði félagið svo arðbært
Guðmundur Jörundsson framkv. stj.
Aflaverðmæti íslenskra skipa í ágúst
nam tæpum 12,2 milljörðum króna
samkvæmt tölum Hagstofunnar.
Þetta er um 3% aukning samanborið
við sama mánuð í fyrra. Aflaverð-
mæti botnfisks jókst um 27,3%, en
verðmæti uppsjávarafla dróst saman
um 24,1%.
12,2 milljarða
króna aflaverðmæti
Atvinnuleysi í október mældist 10,7
prósent á evrusvæðinu og hefur ekki
verið lægra í þrjú ár. Atvinnuleysi var
örlítið undir því sem búist var við, en
gert var ráð fyrir 10,8 prósentum. At-
vinnulausum fækkaði um 13 þúsund
á svæðinu og nam fjöldi atvinnu-
lausra 17,24 milljónum í október.
10,7 prósenta at-
vinnuleysi á evrusvæðinu
Mesta velta ársins var í Kauphöllinni
í gær, en hún nam 48,8 milljörðum
króna. Velta með skuldabréf var sú
mesta á árinu og nam 48,2 milljörðum
króna. Velta með hlutabréf nam 660
milljónum króna. Veltumet frá því í
byrjun nóvember var slegið.
48,8 milljarða króna
velta í Kauphöllinni
2 . d e s e M b e r 2 0 1 5 M i ð V i K u d a g u r2 markaðurinn
0
2
-1
2
-2
0
1
5
1
0
:5
3
F
B
0
4
8
s
_
P
0
3
1
K
_
n
y
.p
1
.p
d
f
F
B
0
4
8
s
_
P
0
3
0
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
4
8
s
_
P
0
1
8
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
4
8
s
_
P
0
1
9
K
.p
1
.p
d
f
A
u
to
m
a
ti
o
n
P
la
te
r
e
m
a
k
e
:
1
7
4
9
-5
3
C
8
1
7
4
9
-5
2
8
C
1
7
4
9
-5
1
5
0
1
7
4
9
-5
0
1
4
2
7
5
X
4
0
0
.0
0
1
6
B
F
B
0
4
8
s
_
1
_
1
2
_
2
0
1
5
C
M
Y
K