Fréttablaðið


Fréttablaðið - 02.12.2015, Qupperneq 21

Fréttablaðið - 02.12.2015, Qupperneq 21
Býst við að dýrara verði að framleiða vörur í Kína framtíðinni Á sýningu Marels í Kaupmannahöfn á framleiðslutækjum í hvítfiskiðnaði voru um 200 gestir víðsvegar að úr heiminum auk tuga starfsmanna Marels. Mynd/Sveinbjörn ÚlfarSSon Fiskverkafólk leyst af hólmi Eitt þeirra tækja sem þar voru til sýnis er Flexicut-vélin sem Marel þróaði og var fyrst sýnd á sjávarútvegssýningunni í Brussel 2014. „Vélin sker beingarð úr fiskiflaki og hlutar flakið niður samkvæmt for- skrift á hraða sem hæfir fiskvinnslunum í dag og er jafn góð og það sem gerist á flæðilínunni,“ útskýrir Guðbjörg Heiða Guðmundsdóttir, verkefna- stjóri hjá Marel. „Það er ótrúlega stórt skref að vera farin að nýta nýja tækni til þess að vinna verk sem við höfum verið að vinna í höndunum frá upphafi,“ segir Guðbjörg Heiða og bætir við að allt að 18 manneskjur þurfi til að manna flæðilínu til að verka fiskinn. Það geti tekið marga mánuði að þjálfa þá starfsmenn til að ná ásættanlegri nýtingu. Guðbjörg segir að afköstin í gegnum flæðilínuna geti tvöfaldast með notkun Flexicut, eða orðið til þess að fækka fólki í vinnslunni sem því nemur. Flæðilínustarfsmenn þurfi þó enn að forsnyrta flakið og fjarlægja galla ef einhverjir eru. Markaðarins sótti ráðstefnuna á kostnað Marels. Nikolik segir að starfandi Kín- verjum hafi hingað til fjölgað um 45-85 milljónir á hverju fimm ára tímabili. Á árunum 1995 til 2010 hafi vinnandi mönnum í Kína fjölgað um það sem samsvarar heildarvinnuaflinu í Bandaríkjun- um og fjórfalt á við heildarvinnu- afl í Þýskalandi. Og Kínverjar hafi meðal annars verið mikilvægir fiskverkendur. En Nikolik segir að það séu blik- ur á lofti. Kínverska þjóðin sé að eldast með auknum lífslíkum. Þá fækki fólki vegna þeirrar reglu sem Kínverjar tóku upp fyrir tæpum fjórum  áratugum, en afnámu reyndar fyrir fáeinum vikum, að pör megi bara eignast eitt barn. Næstu ár muni tvær til fjórar millj- ónir manna hverfa af vinnumark- aðnum í Kína árlega. Í kringum 2030, eða 2035, muni í kringum 10 milljónir Kínverja hverfa af vinnu- markaðnum á ári. „Á sama tíma eru svo tekjur að aukast í Kína og það tvöfaldar vandann sem við er að etja,“ segir hann. Nikolik segir að það sé því athyglisvert að velta fyrir sér hverjum þessi þróun verði til góðs. „Heimurinn er enn þá að stækka og við munum þurfa að framleiða sjávarafurðir. Við erum með færra starfsfólk en eftirspurnin er að aukast og hver mun hagnast á því? Verður það annað land þar sem nóg er af ódýru vinnuafli, eins og Indland eða Indónesía? Yngsta vinnuafl- ið í heiminum í dag er reyndar í Afríku,“ segir Nikolik. Hugsan- lega sé framtíð í því að framleiða vörur þar. Afríkumenn geti þó aldrei leyst Kínverja af hólmi að öllu leyti. Þess vegna sé líklega tækifæri, á grundvelli aukinnar tækni, að auka vinnslu í Evrópu, Bandaríkjunum, Skandinavíu og jafnvel í fiskiskipunum sjálfum. Heimurinn er enn þá að stækka og við munum þurfa að framleiða sjávarafurðir. Við erum með færra starfsfólk en eftirspurnin er að aukast og hver mun hagnast á því? Verður það annað land þar sem nóg er af ódýru vinnuafli, eins og Indland eða Indó- nesía? Yngsta vinnuaflið í heiminum í dag er reyndar í Afríku Gorjan Nikolik, sérfræðingur hjá Rabobank mArkAðurInn 5M I Ð V I K U D A G U R 2 . D e s e M b e R 2 0 1 5 0 2 -1 2 -2 0 1 5 1 0 :5 3 F B 0 4 8 s _ P 0 3 3 K .p 1 .p d f F B 0 4 8 s _ P 0 2 8 K .p 1 .p d f F B 0 4 8 s _ P 0 1 6 K .p 1 .p d f F B 0 4 8 s _ P 0 2 1 K .p 1 .p d f A u to m a tio n P la te re m a k e : 1 7 4 9 -4 0 0 8 1 7 4 9 -3 E C C 1 7 4 9 -3 D 9 0 1 7 4 9 -3 C 5 4 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 4 B F B 0 4 8 s _ 1 _ 1 2 _ 2 0 1 5 C M Y K

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.