Fréttablaðið - 02.12.2015, Qupperneq 25
|Fólkmatur
Það er orðinn fastur liður í jólaundirbúningi margra að fara í Smáralind og virða fyrir sér hin margvíslegu og skemmtilegu piparköku-
hús sem borist hafa í piparkökuhúsakeppni Kötlu.
Iðulega berst á þriðja tug húsa í keppnina sem
haldin hefur verið í hart nær þrjátíu ár, en keppt er
í tveimur flokkum, fullorðins- og barnaflokki.
„Keppnin er ekki síður fyrir börn en fullorðna,“
segir Tryggvi Magnússon, forstjóri Kötlu, sem
finnst skemmtilegast við keppnina að þar geti fjöl-
skyldan sameinast um að föndra saman fallegt
hús. „Við leggjum ekki mikið upp úr íburðarmiklum
eftirlíkingum af þekktum byggingum. Mér finnst
lang skemmtilegast að sjá skökk og skæld hús með
fingraförum lítilla putta,“ segir hann brosandi. Það
hús sem er Tryggva minnisstæðast er til dæmis
hellirinn hennar Grýlu.
SíðaSti Skiladagur
Piparkökuhúsunum á að skila inn í Smáralind
fimmtudaginn 3. desember milli kl. 17 og 20.
Tryggvi segir ekki þörf á að skrá sig sérstaklega
til leiks, einungis að þurfi að baka, skreyta,
skemmta sér og mæta með piparkökuhúsin.
Verðlaun verða vegleg að vanda. Til
dæmis glæsilegir vinningar frá 66°Norð-
ur, Hagkaup, Líf&List og Debenhams. Þrír
dómarar munu dæma hvert hús fyrir sig en
verðlaun fyrir bestu húsin verða veitt laugar-
daginn 5. desember kl.15.
Piparkökuhúsin verða til sýnis í
Smáralind frá 3. desember til og
með 17. desember.
PiParkökuhúSaleikur kötlu
– Skiladagur á morgun
katla kynnir Piparkökuhúsaleikur Kötlu hefur verið haldinn í hátt í þrjátíu ár við góðan orðstír. Hann fer fram í Smáralind í
desember líkt og undanfarin ár en síðasti skiladagur piparkökuhúsa er á morgun, fimmtudag.
raSPtertan góða
Botnar:
4 eggjarauður
3/4 bolli sykur
1 1/2 bolli Kötlu rasp
2 msk. brætt smjör
2 tsk. Kötlu lyftiduft
1 tsk. Kötlu vanilludropar
1/2 tsk. salt
3 msk. kalt vatn
4 eggjahvítur
2 pelar rjómi
2 bananar
Þeytið vel saman eggjarauður og
sykur. Setjið rasp, lyftiduft, vanillu-
dropa, salt og smjör saman við og
hrærið áfram um stund. Stífþeytið
eggjahvítur og blandið þeim var-
lega saman við.
Setjið í tvö 20 cm smurð form.
Bakið í u.b.b. 15 til 12 mín. við
200°C (eða þangað til botnarnir
eru gylltir að ofan). Látið botnana
kólna.
Stífþeytið rjómann, geymið u.b.b.
helminginn af honum til að skreyta
hliðarnar með. Setjið hluta af rjóm-
anum sem eftir er á annan botninn.
Skerið banana í þunnar sneiðar
og raðið ofan á rjómann. Setjið þá
rjóma ofan á bananana og svo hinn
botninn yfir.
krem
150 g gott súkkulaði
2 msk. góð matarolía
Setjið súkkulaðið og matarolíuna
saman í glerskál og bræðið við
lágan hita í vatnsbaði. Hellið yfir
tertuna.
raSPkakan Sem
allir tala um
uPPSkrift Kokkar og bakarar Kötlu leita fanga víða. Fyrir nokkru fundu
þeir uppskrift á vefsíðunni www.alberteldar.com að raspköku. Þeir fengu hug-
myndina lánaða, aðlöguðu uppskriftina að hráefnum frá Kötlu og úr varð
fyrirtakskaka sem er létt og skemmtileg auk þess sem hún er ekki dísæt.
gómSæt Tryggvi Magnússon, forstjóri kötlu, gæðir sér á girnilegri raspkökunni sem hann segir frábæra á bragðið. Mynd/GVA
auðvelt er að leika sér með þær fjölbreyttu vörur sem Katla framleiðir. Ein
skemmtileg útfærsla eru svokall-
aðar smákökusamlokur. Það eina
sem þarf er tilbúna smáköku-
deigið frá Kötlu, sem fæst í sex
mismunandi bragðtegundum,
glassúr í brúsum sem til eru í
fimm litum og svo hinir þjóð-
þekktu Kötlu-dropar.
Svona er farið að: Smáköku-
deigið er skorið niður og skellt
í ofninn í átta til tíu mínútur.
Glassúrbrúsi er tæmdur niður
að miða og í brúsann settar þrjár
til fjórar teskeiðar af dropum
að eigin vali. Notað er handfang
af teskeið til að hræra í blönd-
unni og þar með er komið fyrir-
taks bragðbætt krem. Síðan er
kreminu sprautað á milli tveggja
smákaka svo úr verður smáköku-
samloka.
Hægt er að gera ýmsar út-
færslur en hér eru nokkrar hug-
myndir:
Sítrónudropum er blandað í
hvítan glassúr og kreminu spraut-
að á milli tveggja engiferkaka.
Appelsínudropum er blandað í
gulan glassúr og kreminu spraut-
að á milli hvítra súkkulaðikaka.
Rommdropum er blandað í rauð-
an glassúr og blöndunni spraut-
að á milli lakkrísbitakaka.
Piparmintudropum er blandað
í grænan glassúr og blöndunni
sprautað á milli dökkra súkkul-
aðibitakaka.
í konfektgerð
Nú hefst tími konfektgerðar á
mörgum heimilum. Tilvalið er
að nota vörurnar frá Kötlu til að
auðvelda sér leikinn. Með því að
blanda Kötlu-dropum í glassúr-
inn líkt og gert er hér að ofan
verður til fyrirtaks fylling inn í
konfektmolana.
Frumlegar smá-
kökusamlokur
Búa má til ýmsar skemmtilegar nýjungar úr hrá-
efni frá Kötlu. Þar má til dæmis nefna skemmtilegar
smákökusamlokur. Einnig má blanda saman Kötlu-
glassúr og -dropum svo úr verður bragðgóð fylling í
jólakonfektið.
0
2
-1
2
-2
0
1
5
1
0
:5
3
F
B
0
4
8
s
_
P
0
3
6
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
4
8
s
_
P
0
2
5
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
4
8
s
_
P
0
1
3
K
_
N
Y
.p
1
.p
d
f
F
B
0
4
8
s
_
P
0
2
4
K
.p
1
.p
d
f
A
u
to
m
a
ti
o
n
P
la
te
r
e
m
a
k
e
:
1
7
4
9
-2
7
5
8
1
7
4
9
-2
6
1
C
1
7
4
9
-2
4
E
0
1
7
4
9
-2
3
A
4
2
7
5
X
4
0
0
.0
0
1
2
A
F
B
0
4
8
s
_
1
_
1
2
_
2
0
1
5
C
M
Y
K