Fréttablaðið - 02.12.2015, Qupperneq 27
Vínylsala hefur færst í aukana
undan farin árin og hefur sala
verið mjög góð það sem af er ári.
Sala á vínyl er meiri en geisladiska
sala í Lucky Records. Íslenskar
hljómsveitir eru í auknum mæli að
gefa út á vínyl og eru plötuspilarar
að verða vinsælar jólagjafir á ný.
Á síðasta ári lét Reynir Berg Þor
valdsson gamlan draum rætast og
opnaði Reykjavík Record Shop. „Ég
get ekki kvartað undan sölu, þegar
ég opnaði var ég ekki viss um hvort
ég myndi lifa eitt ár, en það er búið
að ganga vel.“ Reynir segir ferða
menn mikilvæga kúnna og áætlar að
þeir beri ábyrgð á þriðjungi af söl
unni. „Þeir eru mest að kaupa Björk
og Sigur Rós og íslenskar safnplötur.
Íslendingar kaupa allt mögulegt en
eru duglegir að styðja við íslenska
tónlistarmenn.“
Gestur Baldursson, verslunar
stjóri Lucky Records, tekur undir
með Reyni að vínylsala hafi auk
ist. Hann áætlar að vínylsala hafi
aukist um 40 prósent á síðustu
þremur árum. „Vínylsala og vínyl
plötuútgáfa hafa aukist jafnt og
þétt undanfarin ár, það helst alveg
í hendur. Ég hef þá tilfinningu að
fyrir þessi jól verði gríðarleg sala á
vínyl.“ Gestur telur að mikla sölu
á vínylplötum hjá Lucky Records
megi rekja til þess að verslunin er
með mesta vínylúrval landsins.
Gestur segir að mikið seljist af vín
ylplötum íslenskra hljómsveita,
meðal annars til ferðamanna þegar
tónlistarhátíðir standa yfir. Hann
segist líka hafa upplifað gríðarlegan
áhuga á plötuspilurum og aukna
sölu á þeim. „Maður er að heyra
það í fyrsta skipti árum saman að
foreldrar séu að gefa börnum sínum
plötuspilara í jólagjöf eða ferming
argjöf,“ segir Gestur.
Lárus Jóhannesson, annar eigandi
12 tóna, segist finna fyrir aukinni
uppsveiflu í vínylsölu og af plötu
spilurum. Hann segist finna fyrir
auknum áhuga Íslendinga á vínyl
plötum. „Við erum búin að vera í
útgáfu síðan 2003 og gefum núna út
svolítið af vínyl, ef einhver
hefði sagt það við mig
árið 2003 þá hefði ég
nú ekki trúað því.“
Lárus segir hins
vegar vínylsölu
ekki orðna jafna
geisladiskasölu
í versluninni.
„En þetta er
skemmtileg við
bót og ég sé bara
fyrir mér að þetta
muni aukast.“
Vínylsala að aukast í íslenskum hljómplötuverslunum
aukning í
vínylsölu á
síðustu þremur árum í
Lucky Records.
40%
af þeim sem
kaupa vínyl
í Reykjavik
Records er er-
lendir ferðamenn.
1/3
Tónleikaferðalög eru ekkert endi
lega að gefa vel af sér fyrstu árin, þar
sem þau eru mjög kostnaðarsöm.
„Mér finnst því oft mikil einföldun
að segja að nú verði hljómsveitir
bara að túra til að fá einhverja pen
inga inn, því það gerist ekkert nema
mikil eftirspurn sé til staðar frá tón
leikahöldurum og aðdáendum og
án þó nokkurrar fórnar fyrst um
sinn,“ segir María Rut Reynisdóttir,
umboðsmaður Ásgeirs Trausta og
dj. flugvélar og geimskips.
„Það er allt gott og blessað og
gengur vel þegar þú ert kominn
á ákveðinn stað og getur spilað á
mjög stórum tónleikum, þá fer þetta
kannski að gefa vel í aðra hönd,“
segir María. Fram að því getur hins
vegar tekið mörg ár að koma sér
yfir núllið vegna tónleikaferðalaga.
„Í flestum tilfellum eru hljómsveitir
að tapa á tónleikaferðum fyrstu árin
og því skiptir gott „tour support“ frá
útgáfufyrirtæki máli,“ segir María.
Hún bendir á að þetta haldist allt
í hendur: „Með minnkandi plötu
sölu og meiri erfiðleikum á þeim
markaði eiga útgáfufyrirtæki erfið
ara uppdráttar og gera því „verri“
samninga við hljómsveitir.
Það segir sig sjálft að það er mjög
dýrt fyrir til dæmis fimm manna
hljómsveit að fara um allan heim til
að fylgja eftir plötu. Gisting, ferða
lög og að borga „crewinu“ laun, er
kostnaðarsamt,“ segir María. „Í upp
hafi þegar þú ert að spila á litlum
tónleikum er kostnaðurinn samt
sem áður mikill. Þetta helst engan
veginn í hendur, kostnaðurinn við
túrinn er miklu hærri en tekjurnar
af tónleikahaldi og þá ertu háður
þessu „tour support“ frá útgáfufyrir
tækinu.“
Þegar hljómsveitir gera samning
við erlent plötufyrirtæki fá þær
ákveðna upphæð í „tour support“.
Plötufyrirtækin hafa verið að lækka
það með verri afkomu. „Ég veit um
mörg dæmi þess að hljómsveitir eru
í mörg ár að koma sér upp fyrir núll
ið á tónleikaferðum,“ segir María en
bendir jafnframt á að samsetning
hljómsveitar skipti máli í því sam
hengi, þeim mun minna teymi,
þeim mun ódýrara sé ferðalagið.
Það að verða stærra nafn skili
ekki endilega meiri hagnaði þar
sem meiri kostnaður fylgi í kjöl
farið. Þá stækki tónleikastaðirnir
og þá sé þörf á fleiri græjum, og
starfsmönnum til dæmis. „Fyrstu
árin ertu yfirleitt í mínus á heildina
litið eftir túra. Það getur tekið tvö
til fjögur ár að komast yfir núllið,
jafnvel þó plötusala hafi gengið vel
í byrjun," segir María. „Þetta getur
þó breyst mjög hratt með eftirspurn
og meiri velgengni. Þegar þú ert
kominn á ákveðið level af velgengni
geta tónleikaferðalögin alveg gefið
af sér, þá ertu farinn að spila á tölu
vert stærri tónleikum og farinn að
fá há tilboð.“
Aðrir tekjuliðir sem skipta máli
er sala á tónlist í kvikmyndir, sjón
varpsþætti, auglýsingar og svo
framvegis. „Hljómsveit þarf þó að
vera komin á ákveðinn stað til að fá
mikið greitt fyrir slíka sölu því oft
er gamla trixið notað – þetta sé svo
frábær kynning fyrir listamanninn,“
segir María.
„Sala á varningi er líka tekju
hlið en það fer svolítið eftir hljóm
sveitum og samsetningu aðdáenda
hópsins hversu vel hljómsveitum
gengur á þeim velli. Sumar hljóm
sveitir eiga mun auðveldara með
það, til dæmis er mikil hefð fyrir
varningi innan þungarokks. Svo
kemur það aftur inn á hversu stórar
hljómsveitir eru orðnar, þeim mun
stærri sem þú ert þeim mun meira
geturðu lagt í varninginn þinn og
boðið upp á vandað og skemmti
legt úrval sem aðdáendur vilja
kaupa,“ segir María.
Tónleikaferðalög oft í mínus fyrstu tvö til fjögur árin
María Rut Reynisdóttir er umboðsmaður Ásgeirs Trausta. Aðsend Mynd
Með minnkandi
plötusölu eiga út-
gáfufyrirtæki erfiðara upp-
dráttar og gera þvi „verri“
samninga við hljómsveitir.
„Maður sogast inní heillandi hrylling
sem heldur manni við efnið frá fyrstu
blað síðu til síðustu. Hrikalega vel plott
uð og skemmtilega uppbyggð. Sjón
rænn frá sagnar stíll Stefáns skilar sér til
hins ýtrasta í Nautinu.”
Baldvin Z leikstjóri (Vonarstræti)
Stefán Máni fær hjartað til að slá
örar og hárin til að rísa, enda spenn an
engu lík. Í Nautinu siglir hann svo nærri
kjarna sálarinnar að dýrið blasir við.
Stefán Máni
eins og hann gerist bestur!
Er nautið skepna í mannsmynd
— eða dýrslegur maður?
MaRkaðuRinn 7M I Ð V I K U D A G U R 2 . D e s e M b e R 2 0 1 5
0
2
-1
2
-2
0
1
5
1
0
:5
3
F
B
0
4
8
s
_
P
0
3
4
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
4
8
s
_
P
0
2
7
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
4
8
s
_
P
0
1
5
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
4
8
s
_
P
0
2
2
K
.p
1
.p
d
f
A
u
to
m
a
ti
o
n
P
la
te
r
e
m
a
k
e
:
1
7
4
9
-3
B
1
8
1
7
4
9
-3
9
D
C
1
7
4
9
-3
8
A
0
1
7
4
9
-3
7
6
4
2
7
5
X
4
0
0
.0
0
1
4
A
F
B
0
4
8
s
_
1
_
1
2
_
2
0
1
5
C
M
Y
K