Fréttablaðið - 02.12.2015, Page 38
Bækur
Litlar byltingar –
draumar um betri daga
★★★★★
Kristín Helga Gunnarsdóttir
Mál og menning
Eitt af því mikilvæga sem
það að halda svona vel og
rækilega upp á hundrað
ára kosningaafmæli
kvenna í ár leiddi af sér
er áhugi og vakning um
kvenna sögu og kvenna-
sögur. Hundruð ef ekki
þúsundir hafa hlýtt á konur
segja sögur amma sinna á fyrirlestrum
á vegum Rannsóknarstofnunar í jafn-
réttisfræðum við Háskóla Íslands en
markmiðið með fyrirlestraröðinni var
að segja sögur kvenna sem lifðu þann
tíma þegar nútíminn hóf innreið sína
á Íslandi og varpa ljósi á framlag þeirra,
stöðu og aðstæður. Í framhaldinu fór
Þjóðminjasafnið að safna ömmu-
sögum og Landsbókasafnið safnar
nú bréfum, dagbókum og fleiru eftir
konur til að bæta í rýran kost, þar sem
efni eftir konur var þar að auki flokkað
undir nöfnum eiginmanna þeirra og
því erfitt að finna það við venjulega
gagnaleit. Konur gera einnig gangskör
að skrásetningu sögu kvenna í mynd-
rænu formi, og má sem dæmi nefna
sjónvarpsþættina Öldin hennar og
heimildarmyndir Höllu Kristínar Ein-
arsdóttur um rauðsokkahreyfinguna
og kvennaframboðin og mynd Ölmu
Ómarsdóttur um stúlkurnar á Klepp-
járnsreykjum sem báðar voru
frumsýndar á þessu ári.
Og kvennasagan er enn
að gerast, í ár hafa konur
líka staðið fyrir stórum og
mikilvægum byltingum sem
fólust meðal annars í því að
segja sögur sem allt of lengi
hafa legið í þagnargildi undir
merkinu #þöggun. Kvenna-
sagan og kvennasögur eru því
bæði í mótun og skrásetningu
á þessu ári sem aldrei fyrr.
Sagan Litlar byltingar eftir
Kristínu Helgu Gunnarsdóttur smell-
passar í þessa kvennasögugósentíð. Þó
sögurnar séu skáldskapur byggja þær á
sögum raunverulegra kvenna sem höf-
undur nýtir sér til að segja kvennasögu
tuttugustu aldar. Í bókinni eru sögur
tíu kvenna fléttaðar saman í eina heild,
sögusviðið spannar allt frá torfbæ til
skemmtisnekkju á Miðjarðarhafinu,
með viðkomu í Reykjavík í mótun,
bóhemhverfum Kaupmannahafnar og
glæsivillum vestanhafs. Söguhetjurnar
eru alþýðukonur sem hver á sínu tíma-
bili og sinn hátt eiga það sameiginlegt
að hafa kjark til að breyta lífi sínu og
þeim römmum sem þeim eru settir
og við fáum að vera á staðnum á þeim
stundum þegar líf þeirra krefst þessara
byltinga.
Kristín Helga er frábær sögumaður,
eins og allir krakkar á Íslandi og þeir
sem lesa fyrir þau vita. Í þessari bók
fá fullorðnir að njóta þess á sínum
forsendum, sagan er feiknavel fléttuð
og þessar tíu sögur sem flakka ólínu-
lega milli tímabila byggja þannig heil-
steypta frásögn sem heillar lesandann
upp úr skónum á fyrstu síðu og allt til
enda.
Mér finnst Litlar byltingar vera
sagan mín og ég er viss um að margar
konur upplifa slíkt hið sama. Þetta
eru sögurnar af konunum í ættinni
sem við heyrðum þegar við földum
okkur undir borði í saumaklúbbum
hjá mömmum okkar og ömmum, við
eldhúsborðið þegar frænkur komu í
heimsókn, sögurnar sem við byggðum
okkar sjálfsmynd að einhverju leyti á,
sögurnar um það sem við máttum eiga
von á í lífinu og það sem við gætum
stefnt á að verða. Sagan okkar.
Brynhildur Björnsdóttir
Samantekt: Feiknavel skrifuð saga
kvenna á tuttugustu öld og fram á þá
tuttugustu og fyrstu, mikilvægt innlegg
í kvennasögu, bæði skemmtileg og
fróðleg.
Litlar byltingar og stórar
LeikhúS
Þetta er grín, án djóks
★★★★★
Leikfélag akureyrar í samstarfi
við menningarhúsið hof
Sýnt í Hörpu
Höfundar: Halldór Laxness Halldórs-
son og Saga Garðarsdóttir
Leikstjóri: Jón Páll Eyjólfsson
Leikarar: Halldór Laxness Halldórs-
son, Saga Garðarsdóttir og Benedikt
Karl Gröndal
Leikmynd og búningar: Magnea Guð-
mundsdóttir
Lýsing: Ólafur Ágúst Stefánsson
Tónlist: Snorri Helgason
Hljóðmynd: Einar Karl Valmundsson
Neðsta hæð Eldborgar í Hörpu var
þéttsetin síðastliðinn laugardag,
áhorfendur hljóta að hafa talið
tæplega átta hundruð. Tilefnið var
Þetta er grín, án djóks í sviðsetningu
Leikfélags Akureyrar í samstarfi við
Menningarhúsið Hof með Halldóri
Laxness Halldórssyni og Sögu Garð-
arsdóttur í aðalhlutverkum. Í stuttu
máli fjallar verkið um parið Dóra og
Sögu sem takast á við tilhugalífið, til-
gang grínsins og viðbrögð samfélags-
ins við óhefluðum húmor.
Halldór Laxness Halldórsson
hefur einstaka sviðsframkomu og
spyrja má hvort hann ætti ekki að
spreyta sig oftar í leikritum. Radd- og
líkamsbeiting hans er í háklassa, eftir-
hermurnar hans eru bráðfyndnar og
tímasetningin hans flott. Samleikur
hans og Sögu Garðarsdóttur er fínn
og tímasetningar hennar sömu-
leiðis góðar. Hún kemst alveg á flug í
flottu atriði þar sem klámfenginn og
mögulega óviðeigandi brandari um
Andabæ er til umræðu.
Benedikt Karl Gröndal leikur mis-
heppnaða, taugastrekkta og vanhæfa
umboðsmann parsins. Karakterinn
hans er fram settur sem mótvægi fyrir
parið en spyrja má hvort honum sé
ofaukið þrátt fyrir góða gríntakta frá
Benedikt.
Margir þjóðþekktir einstaklingar
fá rækilega á baukinn sem vekur
mikla kæti. Saga setur fram einstak-
lega fyndnar getgátur um ímynd-
unaraflið, fyrrverandi ráðherra og
lekamálið, sem á eftir að sitja lengi í
minninu. Hugmyndirnar um tilgang
og ritskoðun gríns eru mjög athyglis-
verðar og mikilvægar í nútímasam-
félagi. Leikstjórn Jón Páls Eyjólfssonar
er einnig áhugaverð en parið brýtur
fjórða vegginn stöðugt þannig að
uppistands- og leikritaformið bland-
ast ágætlega saman.
Vandamálið liggur þá helst í
ramma sýningarinnar. Þrátt fyrir
góða spretti þá missir sýningin oft
kraft á milli atriða. Hún hefði mátt
vera markvissari. Að lokum fjarar
sýningin eiginlega út, mörg atriði gera
það líka, og er jafnvel aðeins of löng
þó að hún sé aldrei þreytandi.
En eftir hlé á Halldór fyndnustu
innkomu sem sést hefur á þessu leik-
ári. Ómögulegt er að segja frá henni
án þess eyðileggja augnablikið en
Halldór, í ógleymanlegum búningi
með gerviyfirvaraskegg, gjörsamlega
negldi atriðið þannig að áhorfendur
gátu lítið annað gert heldur en að
emja úr hlátri og taka andköf í senn.
Algjörlega óviðeigandi og algjör-
lega ómótstæðileg þar sem andi Mel
Brooks sveif yfir salnum.
Bæði leikmynd og búningar eru í
höndum Magneu Guðmundsdóttur
en ekki er hægt að segja að þetta hafi
verið sérstaklega vel heppnað. Bak-
veggurinn er málaður eins og íþrótta-
völlur og íþróttaþema áberandi. Þó að
brekkan virki vel fyrir innkomur þá
rímar sviðsmyndin ekki nægilega vel
við innihaldið. Ekki búningarnir held-
ur sem saman standa af furðulegum
samsetningum og parið eyðir miklum
tíma á nærfötunum. Aftur á móti voru
dýragrímurnar vel heppnaðar og
skemmtilega notaðar. Lítið fór fyrir
tónlist Snorra Helgasonar. Fyrir heitin
um nýjar útgáfur af gömlum grínlögum
hurfu í lágstemmd stef sem hljómuðu í
bakgrunninum og á milli atriða.
Halldór og Saga dansa viljandi á
siðgæðismörkunum, stíga yfir þau,
draga í land og njóta þess í botn.
Áhorfendur einnig. Hlátrasköllin
voru fjölmörg en sýningin líður fyrir
ómarkvisst handrit og óskýra svið-
setningu. Sigríður Jónsdóttir
niðurStaða: Þrátt fyrir óborganleg
atriði, og góðar hugmyndir, þá vantar
herslumuninn.
Gott grín um spaug og
FréTTaBLaðið/auðunn níeLSSon
Nýtt
NÚ Í HEIMILISP
AKKNINGU
PI
PA
R\
TB
W
A
-
SÍ
A
tjáningarfrelsið
2 . d e S e m B e r 2 0 1 5 m i ð V i k u d a G u r22 m e n n i n G ∙ F r É t t a B L a ð i ð
menning
0
2
-1
2
-2
0
1
5
1
0
:5
3
F
B
0
4
8
s
_
P
0
4
7
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
4
8
s
_
P
0
3
8
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
4
8
s
_
P
0
0
2
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
4
8
s
_
P
0
1
1
K
.p
1
.p
d
f
A
u
to
m
a
tio
n
P
la
te
re
m
a
k
e
: 1
7
4
9
-2
2
6
8
1
7
4
9
-2
1
2
C
1
7
4
9
-1
F
F
0
1
7
4
9
-1
E
B
4
2
7
5
X
4
0
0
.0
0
1
1
B
F
B
0
4
8
s
_
1
_
1
2
_
2
0
1
5
C
M
Y
K