Fréttablaðið - 17.11.2015, Page 1

Fréttablaðið - 17.11.2015, Page 1
— M e s t l e s n a dag b l a ð á Í s l a n d i * —2 6 9 . t ö l u b l a ð 1 5 . á r g a n g u r þ r i ð j u d a g u r 1 7 . n ó v e M b e r 2 0 1 5 Fréttablaðið í dag lÍfið Varnarmaður var með „Skólarapp“ á heilanum í strembn- um landsleik, að því er fram kemur í nýrri bók Björns Braga Arnarssonar. 28-30 skoðun Ísland hefur alla burði til að verða eftirsóknarverður valkostur fyrir ungt fólk, segir Katrín Jakobsdóttir, formaður VG. 12-13 sport Tvær hliðar íslenska landsliðsins í knattspyrnu. 14 Menning Leiðbeint um gerð ofureinfaldrar Snickers-epla- köku. 25 plús sérblað l fólk *Samkvæmt prentmiðlakönnun Gallup apríl-júní 2015 HJÁLPA ÐU okkur að hjálpa ÖÐ RUM Landssöfnun Samhjálpar SÍMI 905-2002 TIL AÐ GEFA 2.000 KR. SÍMI 905-2004 TIL AÐ GEFA 4.000 KR. SÍMI 905-2006 TIL AÐ GEFA 6.000 KR. SÍMI 905-2010 TIL AÐ GEFA 10.000 KR. TAKTU ÞÁTT! www.samhjalp.is Jólatónleikar Pálma Gunnarssonar ásamt Ragnheiði Gröndal í Eldborg Hörpu 19. desember kl. 21:00 Miðasala á harpa.is, tix.is og í síma 528 5050 viðskipti Fulltrúar þriggja stærstu líf- eyrissjóða landsins, LSR, Gildis og Líf- eyrissjóðs verslunarmanna, funduðu í gærmorgun með slitastjórn Kaupþings þar sem þeir lýstu yfir áhuga á að hefja viðræður um kaup á Arion banka. Samkvæmt stöðugleikaskilyrð- unum skal Kaupþing stefna að sölu á 87 prósenta hlut sínum í Arion banka fyrir árslok 2016, svo lengi sem viðun- andi verð fáist. Bókfært virði hlutarins nemur 152 milljörðum króna. Árni Guðmundsson, framkvæmda- stjóri Gildis lífeyrissjóðs, segir þeim hafa verið vel tekið og slitastjórnin hafi áhuga á að halda viðræðunum áfram. Hann býst við að fundað verði á ný í næstu viku. Ekki sé farið að ræða neinar verðhugmyndir. Lífeyrissjóðirnir stefna að því að í kjölfar kaupanna, ef af verður, verði Arion banki skráður á markað. „Hugs- unin á bak við þetta er að það verði bara lífeyrissjóðir í fyrstu atrennu en almenningur og þá aðrir fjárfestar í framhaldinu. En þetta á allt eftir að móta frekar þegar við áttum okkur á því hvort við fáum þær undirtektir sem við þurfum,“ segir Árni. Ekki hefur komið til tals að fá erlenda fjárfesta með í viðræðurnar. Árni útilokar hins vegar ekki að af því verði. Þá hefur öðrum lífeyrissjóðum verið greint frá áformunum. „Ef af samningi verður, þá verður öllum lífeyrissjóðum boðið að taka þátt,“ segir Haukur Hafsteinsson, fram- kvæmdastjóri LSR. Lífeyrissjóðirnir hafi ekki áhuga á að fara með virkan eignarhlut í fjarmálafyrirtæki þannig að eignarhlutur hvers yrði alltaf undir tíu prósentum. Ljóst er að um talsverða fjárfestingu yrði að ræða fyrir lífeyrissjóðina. Sjóðir sem eru á eftir LSR, Gildi og Lífeyris- sjóði verslunarmanna að stærð áttu um síðustu áramót ríflega 150 millj- arða eign hver. Því gæti tæplega tíu prósenta eignarhlutur í Arion banka numið tíu prósentum af heildareign- um minni lsjóða. – ih Lífeyrissjóðir vilja skrá Arion á markað Þrír stærstu lífeyrissjóðir landsins funda með slitastjórn Kaupþings um kaup á Arion banka. Aðrir lífeyrissjóðir bíða á hliðarlínunni. Hugsunin á bak við þetta er að það verði bara lífeyrissjóðir í fyrstu atrennu. Árni Guðmundsson, framkvæmdastjóri Gildis lífeyrissjóðs frakkland „Við munum nota allan mátt okkar, innan ramma laganna, til þess að sigrast á hryðjuverkamönnum,“ sagði François Hollande í ávarpi á sam- einuðu þingi í gær. Frakkar munu  herða árásir sínar á Daesh-samtökin í Sýr- landi og senda flugmóðurskipið Charles de Gaulle á vettvang. Hollande  mun á næstu dögum leita eftir aðstoð Rússa og Banda- ríkjamanna vegna þessa. Fréttamaður Stöðv- ar 2, sem staddur er í París, segir lífið þar ganga sinn vanagang þrátt fyrir að b o r g a r b ú a r syrgi enn. – gb, srs / sjá síðu 8 Hollande heitir hefndum „Við krefjumst jafnréttis,“ hrópuðu stúlkur í Hagaskóla í siguratriði sínu á Skrekk, árlegri hæfileikakeppni grunnskólanna í Reykjavík.„Þetta var ótrúlega kraftmikið og í rökréttu framhaldi af þessum byltingum á samfélagsmiðlum nema að stelpurnar í Hagaskóla gerðu þetta algjörlega að sínu,” segir Dagur B. Eggertsson borgarstjóri. Fréttablaðið/Ernir 1 7 -1 1 -2 0 1 5 1 3 :4 1 F B 0 3 2 s _ P 0 3 2 K .p 1 .p d f F B 0 3 2 s _ P 0 2 5 K .p 1 .p d f F B 0 3 2 s _ P 0 0 1 K .p 1 .p d f F B 0 3 2 s _ P 0 0 8 K .p 1 .p d f A u to m a tio n P la te re m a k e : 1 6 F 9 -3 A 5 8 1 6 F 9 -3 9 1 C 1 6 F 9 -3 7 E 0 1 6 F 9 -3 6 A 4 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 1 A F B 0 3 2 s C M Y K

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.