Húnavaka - 01.05.2001, Page 10
8
HUNAVAKA
Engu að síöur var fólkið pá, að ég lield, síst óánœgðara, bœði hér í sýslu og
um allt land, en það er í dag. Það átti alltaf sínargóðu stundir ogsá börnin sín
dafna og vaxa úrgrasi. Samt var pá víða fátœkt og við gleymum oft að þakka að
verðleikum pau lífsgæði og lífsskilyrði sem nýrri kynslóð hafa verið sköpuð. Sam-
félag okkar hefur œvintýralega mikla möguleika á ýmiss konar uþþbyggingu at-
vinnu- og menningarlífs og í pessu héraði er mikið verk óunnið.
Þegar ég var unglingur leerði ég að slá með orfi og Ijá, stundum var staðíð við
orfið allan daginn. Sumt af túninu var véltœkt og slegið með sláttuvél með tveim-
ur hestum fyrir Þá var ífyrstu allt rakað með hrifu, svo kom rakstrarvél sem ein-
um hesti var beitt fyrir og síðar snúningsvél með göfflum sem einnig var dregin af
einum hesti. Þetta tímabil slóð stutt pví að heimilisdráttarvélarnar fóru að koma
og náðu ólnilega Jljótt mikilli útbreiðslu. Einnig komu jeppar á einstaka bæ en
jjölgaði smám saman.
Svðan hefur orðið mikil próun í heyskaparaðferðum og alveg gjörbylting á síð-
ustu árum með aukinni vélvœðingu.Þetta hefur leitt til pess að miklu færri þarf til
að framleiða pær búsafurðir sem markaðurinn parfnast.
Oft eru einliverjir erfiðleikar sem parf að fást við en núna við upphaf nýrrar
aldar eru peir hverfandi litlir miðað við pað sem var fyrir einni öld -jafnvel hálfri
öld. Það ætti að vera á okkarfæri, sem sjálfstæðrar pjóðar, að leysa þessi vanda-
mál á farsœlan hátt enda eru Jlest peirra heimatilbúin.
Einn stærsti vandinn snertir bæði okkar hérað og landið allt. Hann er hversu
byggð færist til í landinu og skilur eftir vannýttar byggingar og landkosti til sjáv-
ar og sveita. Um leið skapast prýstingur á auknar framkvæmdir á þeim stöðum
sem fólkið leitar mest til og eyltur pörf á atvinnu- og ibúðarhúsnœði sem hækkar
verðlag ogýtir undir óraunhœfa penslu á markaðnum. Þetta veldur meiri verð-
bólgu en liaglterfið hefur gott af. Byggðavandinn er pví vandamál allrar pjóðar-
innar ekki aðeins dreijbýlisins.
Þrátl fyrir að alltaf sé hægt að benda á ýmislegt sem betur mætti fara getum
við bæði í pessu héraði og annars staðar á landinu verið bjartsýn og horft til nýrr-
ar aldar, nýrra tœkifœra oggóðs mannlífs. Það er orðið svo auðvelt að hafa sam-
skipti milli landshluta, samgöngur góðai; sími og tölvutengingar um allt land
og til annarra landa sem skapa möguleika á jjarvinnslu. Hœgt er, þegar tími
gefst til, að stunda jjarnám á mörgum sviðum en aukin pekking og kunnátta
verður æ mikilvægari í nútímaþjóðfélagi og er pá engin atvinnugrein eða ein-
staklingur par undanskilinn.
Sækjum fram á komandi öld, byggjum petta hérað af reisn eins og landkostir
pess og mannauður gefa fulla ástæðu til. Húnaþing er einn hlekkur í árjúfanlegii
byggðakeðju landsins okkar, landsins sem á pað skilið að allir hlekkirnir verði
traustir og haldgóðir menningu og mannlífi á nýhafnni öld.
Húnavaka pakkar góðan og tryggan stuðning og óskar lesendum gifturíkrar
framtíðar.
Stefán Á. Jónsson.