Húnavaka - 01.05.2001, Page 20
18
HÚNAVAKA
voru þetta úrvalskennarar og ekki síður þeir Sigurður Ingimundarson
stærðfræðikennari og Grímur Helgason sem einnig var íslenskukennari.
Það er naumast hægt að þakka það eins og vert væri að hafa góða kenn-
ara á árunum sem verið er að búa sig undir lífið enda gleymir rnaður
aldrei þessum fræðurum.
Skólalífið var skemmtilegt og fjölmargir skólafélagar mínir hafa náð
langt í þjóðfélaginu og gegna ábyrgðarmiklum stöðum, til dæmis Hörð-
ur Sigurgestsson, Ivi istján Ragnarsson og Ellert B. Schram. A þessum
árum kynntist ég góðvini mínum, Styrmi Gunnarssyni, sem er einstakur
maður og Atla Heimi Sveinssyni. Það hefur verið ómetanlegt fyrir mig
sem sendiherra að geta leitað í smiðju til Atla sem er framúrskarandi
listamaður á sínu sviði og býr einnig yfir alhliða þekkingu á íslensku
menningarlífí.
Þarna kynndst ég líka konu minni, Valgerði Valsdóttur, og var það auð-
vitað það besta af öllu góðu í Verslunarskólanum. Hún var aðeins fimmt-
án ára gömul og þá þegar með þennan geislandi persónuleika. Hún er
dóttir hins þjóðkunna leikara, Vals Gíslasonar og konu hans, Laufeyjar
Árnadóttur, en faðir hennar, Árni Eiríksson kaupmaður, var einnig
þekktur leikari á sinni tíð. Heimili Vals og Laufeyjar var mikið menning-
arheimili og jafn sjálfsagt að sækja tónleika og myndlistarsýningar eins
og leikhús. Þetta hefur náttúrlega endurspeglast á okkar heimili og kom
á sínurn tíma með nýja vídd inn í mitt líf.
Við höfum alla tíð sótt hvers kyns listviðburði og það varð óhjákvæmi-
lega til þess að ég leitaðist við að styðja ýmsar listgreinar sem forstjóri
Heklu á sínum tíma. Sú reynsla og þekking sem ég hef öðlast sem list-
neytandi í áratugi hefur komið sér afar vel í starfi mínu sem sendiherra.
Við Valgerður giftum okkur 22. ágúst 1959, árið sem ég varð stúdent.
Um haustið héldum við til Kaupmannahafnar þar sem ég hóf nám við
Handelshöjskolen. Tíminn í Kaupmannahöfn er okkur báðum ógleym-
anlegur. Valgerður fékk góða vinnu hjá Flugfélagi Islands. Við komumst
vel inn í málið og finnst skemmtilegt að geta tjáð okkur skammlaust á
danska tungu. Ég er þeirrar skoðunar að við Islendingar þurfum að vera
bærilega talandi á að minnsta kosti eitt norrænt tungumál annað en ís-
lensku og finnst að við ættum að leggja mun rneiri áherslu á dönskunám
en raunin er hér á landi.
Þótt Kaupmannahöfn væri paradís fyrir ungt og nýgift fólk var ég ekki
fyllilega sáttur við námið í Handelshöjskolen og ákvað fljótlega að láta
eitt ár þar duga. Við fluttum því heim og haustið 1960 innritaðist ég í
lögfræði við Háskóla Islands. Ég kunni því námi vel og á góðar endur-
minningar um kennara og skólafélaga í lagadeildinni. Meðal kennara
má nefna prófessor Olaf Jóhannesson síðar forsætisráðherra, Ármann
Snævar og Gauk Jörundsson. Ég eignaðist góða vini í lagadeildinni og