Húnavaka - 01.05.2001, Page 28
26
HUNAVAKA
rúnu Bragadóttur, Rannveigu Fríðu, Ólaf Davíðsson, Auði Gunnarsdótt-
ur, Helgu Indriðadóttur, Kolbein Kedlsson og Viðar Gunnarsson. Krist-
inn Sigmundsson hefur einnig sungið \iö margar óperur í Þýskalandi og
Kristján Jóhannsson syngur nokkuð reglulega í Deutsche Oper í Berlín
og Stadtoper í Hamborg og Munchen.
Einnig hafa verk íslenskra rithöfunda verið í vaxandi mæli gefin út í
Þýskalandi og þótt þeir hafi ekki hlotið stórfrægð þá kannast bókmennta-
fólk vel við nöfn eins og Einar Má Guðmundsson, Einar Kárason, Stein-
unni Sigurðardóttur, Guðberg Bergsson, Vigdísi Grímsdóttur og Thor
Vilhjálmsson og fleiri bætast stöðugt við.
Islenskir myndlistarmenn halda sýningar víðs vegar um landið og má
þar nefna Ólaf Elíasson, Sigurð Guðmundsson, Steinunni Þórarinsdótt-
ur, Hrein Friðfinnsson, Jón Tltór Gíslason og Daða Guðbjörnsson. Ó.trú-
legast er kannski að við skulum vera að hasla okkur völl úti í hinum stóra
heimi í kvikmyndagerð. Friðrik Þór er til dæmis að verða alþjóðlegt nafn
og óneitanlega er það skemmdlegt að sitja í erlendu kvikmyndahúsi og
horfa á íslenska mynd sem stendur hreint ekki að baki kvikmyndum ann-
arra þjóða, er jafnvel stundum í betri kantinum.
Ekki hefur síður verið ánægjulegt að fvlgjast með árangri Islendinga í
atvinnulífinu. Hver hefði til dæmis trúað því að Islendingar ættu eftir að
verða mikils metnir aðilar í útgerð í Þýskalandi eins og Samherji hefur
sannað í Cuxhaven.
Mikilvægt að rækta sambönd
í starfi mínu sent sendiherra hef ég hitt minnisstætt fólk og margar
jtekktar persónur. Af þýskum stjórnmálamönnum má nefna Gerhard
Schröder kanslara, Johannes Rau forseta Þýskalands, Roman Herzog fyrr-
verandi forseta, Hennig Scherf borgarstjóra í Bremen, Helmut Kohl fyrr-
verandi kanslara og Manfred Rommel, sem var borgarstjóri í Stuttgart í
29 ár en hann var sonur hershöfðingjans fræga sem gekk undir nafninu
„Eyðimerkurefurin n “.
Gerhard Schröder hefur komið tvisvar til Islands. I fyrra skiptið var
hann forsætisráðherra í Neðra-Saxlandi en þegar hann heimsótti landið
í september á síðasta ári var hann orðinn kanslari. Þegar hann kom hing-
að í fyrra sinnið voru íslenskir hagsmunir vegna fjárfesdngar Samherja í
húfí í Cuxhaven sem er í Neðra-Saxlandi þar sem Schröder var forsæds-
ráðherra og þannig komst ég fj'rst í samband rið hann. Eg kynnti honum
málið og reyndi að fá hann á okkar band þri að við vorum í harðri sam-
keppni við norskan útgerðarmann vegna þessa máls. Schröder tók mér
afar vel og síðan hef ég hitt hann nokkrum sinnum. Hafa samskipti okk-