Húnavaka - 01.05.2001, Page 34
INGVAR ÞORLEIFSSON, Sólheimum:
A ystu nöf
Það var komið \’or, sunnan þeyr. Niður árinnar sem rann eftir dalnum
skammt fyrir neðan túnið var óvenju kraftmikill og þungur eins og áin
væri að taka undir ltljómspil náttúrunnar sem á þessum árstíma er marg-
raddað og vekur vonir og þrár þeirra sem á hlýða.
Bóndinn, nábúi árinnar, fór ekki í grafgötur um að nú væri vorið kom-
ið og að baki langur og strangur vetur með öllum þeim áhyggjum og erf-
iði sem honum fylgdi. He\forði hafði verið talinn knappur um haustið
fyrir þann bústofn sem var á fóðrum. Hann hafði lagt allt undir og þótti
sumum djarft teflt við vetur konung. Þeir forsjálu sögðu að það væri valt
að eiga allt sitt á þúfunni. En bóndinn hefur lært að þre)ja þorrann og
góuna. Vonin um betri tíð með blóm í haga var það afl sem knúði hann
áfram, gerði sigurinn sætari og stælti sjálfstraustið.
Nú gekk hann til fjárhúsanna með bros á vör og blik í augum, sam-
bland gleði og sjálfsánægju og ekki laust \ið að smá hláturrokur he)Tðust
annað veifið. Tveir bræður, vinnumenn bónda, voru þarna með í för og
aftast fór vikadrengur, langur og ntjór, með hendur á baki sem var frem-
ur fátítt af svo ungum dreng en fremur siður þeirra eldri og einkum
þeirra sent áttu eitthvað undir sér, eins og kallað var.
Kominn var tími til að hleypa út ánum og reka þær í haga. Þær voru
hafðar inni nokkurn tíma eftir morgungjöfina og lágu |)á og jórtruðu,
enda eru ær sem tæl eru fóðraðar orðnar þungar á sér á þessum árstíma.
Ærnar runnu upp á hálsinn ofan við bæinn. Bóndinn og drengurinn
fjigdu þeim upp fyrir túnið. Vinnumennirnir tóku sér skóflu og gaffal í
hönd og fóru að stinga út taðið, fremst úr húsunum. Það var orðið svo
mikið að ekki var hægt að hafa hurðir á hjörum. Þeim hafði verið komið
fj'rir þversum innan við dyrnar til að varna ánum útgöngu. Þeir gengu
rösklega til verka, annar stakk en hinn kastaði hnausunum í haug
skammt frá dyrunum.
Að lokinni útlátningunni fór bóndinn til fjárhúsanna að líta eftir
hvernig gengi og hvort rétt væri að verki staðið en drengurinn fór að
sópa garðana og taka til hey í kvöldgjöfina. Góður húsbóndi ræðir við
sína vinnumenn í gríni og alvöru, hælir þeirn þegar vel er gert og hvetur
til frekari dáða. Þeir voru orðnir móðir og sveittir af átökum við stóra
taðhnausa sent ílugu hver eftir annan í stórum boga út um dyrnar.