Húnavaka - 01.05.2001, Page 35
11 ÚNAVAKA
33
Þeir voru fegnir komu bónda því nú gafst tóm til að kasta mæðinni og
heyra hvað bónda fyndist um verklagið og hversu djúpt og langt skyldi
farið inn í krærnar. Bóndi var þekktur af því að vita hvað hann vildi,
standa fast á sínu og skoðanir hans oftast aðrar en þeirra sem hann átti
orðastað við. Þeir höfðu tekið eftir svipbrigðum á andliti hans þegar
gengið var til fjárhúsanna og þóttust vita að eitthvað var að brjótast um í
huga hans. Bóndi leit inn í krærnar sem voru fullar af taði upp undir
jötustokka. Það mátti reikna með að taðið væri í það minnsta tvær
skóflustungur á þykkt. Svo sem gott að eiga allan þennan áburð en fyrir-
sjáanleg mikil vinna að koma þessu öllu út á tún.
Haldið þið piltar að sumarið sé ekki komið fyrir alvöru svo að hægt
verði að sleppa ánum bráðlega. Mér heyrist það á nið árinnar, hún hefur
aldrei brugðist mér, svo er hún núna í foráttu flóði og komin hlýindi og
leysing til heiðarinnar.
Ekki held ég að einhlítt sé þó að það komi leysing og flóð í ána að
sumarið sé komið, svaraði eldri bróðirinn en hann hafði jafnan orð fyrir
þeim.
Eg þyrfti að skreppa austur yfir ána en mér sýnist hún vera heldur
óhrjáleg skömmin og kannski er hún alveg ófær, bætti bóndinn við eins
og \'iö sjálfan sig.
Það er hún örugglega, sögðu bræðurnir einum rómi og stungu skóflu
og gaffli sem þeir höfðu stuðst við niður í mjúkt taðgólfið.
Ekki er ég alveg Hss um það, svaraði bóndi og liorfði athugulum aug-
um til árinnar, gaman væri að etja kappi við hana og reyna að synda yfir.
Það hefði ekki vafist fyrir köppunum hér áður fyrr eins og Gretti As-
mundarsyni.
Eg þyrði að veðja hverju sem er um að það getur enginn. Það er svo
mikill jakaburður í ánni sem myndi limlesta hvern þann sem það reyndi,
sagði eldri bróðirinn.
Hverju eigum við þá að veðja?, svaraði bóndi og var auðheyrt að hon-
um var alvara. Eg er dl með að reyna að synda yfir og ef það tekst þá tak-
ið þið að ykkur að stinga allan skít út úr fjárhúsunum í vor.
Ekki höfðu þeir heyrt að bóndi hefði lært að synda og aldrei stundað
þá íþrótt enda var sundmennt ekki almenn á þessum árum.
Já, maður, \ið göngum að þessu, svaraði sá bróðirinn sem lítið hafði
lagt til málanna fram að þessu og leit dl stóra bróður sem kinkaði kolli til
samþykkis. Síðan tókust þeir allir í hendur til að staðfesta enn frekar
gjörninginn. Þeir litu til drengsins sem sat á garðabandinu og hafði fylgst
með því sem fram fór. Hann getur verið vottur þó að hann hafi ekki ald-
ur til þess er þó nokkur staðfesdng í því og er allavega betra en ekkert,
sagði bóndinn. Hann vissi hvað við átti, hafði nýverið unnið mál fj'rir
dómi.