Húnavaka - 01.05.2001, Page 38
36
HUNAVAKA
sennilega kalla, að þeir komn til sjálfs sín. Þá mundu þeir eftir hestinum
sent þarna var bundinn við stein og því hlutverki sem honum hafði \’erið
ætlað. Hann átti að vera til taks niður nteð ánni ef eitthvað færi úrskeið-
is og bónda fataðist sundið en aldrei var minnst á hvernig framhaldið
yrði þegar og ef bóndi kæmist yfir ána. Auðsjáanlega vildi hann nú fá
hestinn til sín til að geta sundriðið á honum til baka. Langt var til næstu
bæja og engin brú á ánni svo að bóndi átti ekki margra kosta völ. Ljóst
var að þeir bræður voru búnir að tapa veðmálinu og öll hugsun um bijál-
semi og umhyggju af þeirra hálfu var rokin út í veður og vind.
Hann ætti að fara létt nteð að konta sér aftur yfir um. Oþarfi að hrekja
hestgarminn út í ána, kallaði eldri bróðirinn.
Það hafði bætt í vindinn og kólnað. Fyrir þann sem var holdvotur frá
hvirfli til ilja var ekki nema einn kostur, úr því hesturinn kom ekki, að
leggja dl sunds að nýju. Bóndi fór nokkurn spöl upp með ánni og ætlaði
augsýnilega að nota sönm tækni og áður að láta strauminn létta sér sund-
ið. Eftir nokkurt hik óð hann út í og straumurinn ln eif hann niður ána.
Nú var straumkastið ekki eins hagstætt og áður og lofdð í samfestingnum
ekki eins áberandi svo að hann hvarf í straumrastirnar nteð köfium en
skaut þó upp kollinum annað veifið. Þegar komið var á móts við þá sem
á bakkanum stóðu var hann enn í miðri ánni og virtist lítið nálgast land.
Lídð sandrif klauf ána í tvær kvíslar nokkru neðar og þegar bónda bar
þangað tókst honum að ná landi. Hann var auðsjáanlega orðinn mjög
þrekaður, veifaði höndum og hrópaði svo vel mátti heyra.
I guðanna bænum sendið mér strax helvítis klárinn.
Hann er bara helvíti hress ennþá og ekki of góður að ljúka ferðinni
yfir, ekki eftir nema smá læna, varla hundi í kvið, sagði sá yngri.
Þegar bóndi sá að allar fyrirbænir og fortölur báru engan árangur óð
hann út í ána í þriðja sinn en að þessu sinni gat hann vaðið yfir. Straum-
urinn var lítill og vatnið tók honunt rétt í klof. Ofsagt var að bóndi væri
vel á sig kominn eftir volkið í ánni. Hann staulaðist áfram á ósléttu grjót-
inu nokkra faðma frá ánni og settist þar á stóran stein.
Þið voruð nærri búnir að drepa mig. Vitið þið ekki að það varðar við
lög að drepa mann. Þið eruð heppnir ef þið lendið ekki í tukthúsinu,
sagði hann hárri en óskýrri röddu, því að hann skalf allur frá hvirfli til
ilja, tennurnar glömruðu og munnurinn herptist saman. Sæktu hestinn
strákur og hjálpaðu mér á bak, bætti hann við. Síðan skreiddist hann á
bak með aðstoð drengsins og Jarpur gamli tók til fótanna hraðar en
nokkru sinni, feginn að sleppa frá þessum hildarleik.
Ja maður, það var naumast að það \-ar rembingur í karlinum. Hann
hefur greinilega ekki skolast af honum í ánni. Eg hefði haldið að ef ein-
hver ætti að fara í betrunarvist þá væri það húsbóndinn sjálfur, sagði
yngri bróðirinn.