Húnavaka - 01.05.2001, Page 39
HUNAVAKA
37
Án þess að ræða þessi mál frekar, röltu þeir af stað heimleiðis. Þegar
heim kom fóru bræðurnir að stinga út en gátu þó ekki stillt sig um að líta
inn í öll fjárhúsin til að meta taðmagnið. Það var sama sagan alls staðar.
Þar var greinilegt að það væri í það minnsta hálfsmánaðar vinna fyrir þá
báða að koma öllum þessum skít út. Drengurinn sá hvar Jarpur gamli
var í hlaðvarpanum með hnakk og beisli. Það var því nokkuð víst að hús-
bóndinn hafði komist á honum heim til bæjar. Hann tók hestinn, spretti
af honum, fór með hann í hesthúsið og gaf honum góða moðvisk til að
maula.
Það var til siðs að fara heim í kaffi um fjögurleytið. Þegar sá tími kom
röltu þeir heim til bæjar enda orðnir þurfandi fyrir að fá eitthvað í svang-
inn. Ráðskonan var búin að hella á könnuna og baka lunnnur. Hún stóð
\dð eldavélina, bústin, í hvítri svuntu með rjóðar kinnar. Það leit helst út
fyrir að hún væri að halda upp á eitthvað. Ekki sást húsbóndinn og þeir
komu sér ekki að því að spyrja eftir honum en tóku til við að úða í sig
lummunum og sötra heitt kaffið.
Ráðskonan var á sífelldu stjákli fram úr eldhúsinu með samanbitnar
varir og sagði ekki orð. Eldri bróðirinn spurði því til þess að rjúfa óþægi-
lega þögn og óvissu. Er húsbóndinn veikur eða dauður, af hverju kemur
hann ekki í kaffið?
Guð hjálpi ykkur að tala svona, ég hefði aldrei trúað því á ykkur að
fara svona með húsbóndann, sagði ráðskonan í vandlætingartón.
Ég vona að hann korni ef við þurfum á honum að halda, svaraði spyij-
andinn með hrokafullu sjálfstrausti.
Ráðskonan fór eina ferðina enn fram úr eldhúsinu en kom fljótt aftur
og tilkynnti að húsbóndinn vildi hafa tal af þeim. Þeir gengu í skipulegri
halarófu að herbergisdyrum bónda og sá fremsti í röðinni bankaði
hæversklega á dyrnar. Það fyrsta sem vakti athygli þegar inn var komið
var stórt hvítt uppbúið rúm og á koddanum sá á snjóhvítt mannsandlit
með grásprengdu rytjulegu hári og skegghjjung á kjálkum. A stól við
rúmstokkinn stóð hálffull koníaksflaska og þrjú staup. Þeir stóðu í sömu
sporum hljóðir og þorðu varla að draga andann eins og þeir stæðu við
dauðsmanns gröf. En lífið sigraði dauðann hér eins og oft áður og líkið
reis upp við dogg, opnaði innfallin augu og fór að tala til þeirra drafandi
röddu.
Mér datt svona í hug að hafa tal af ykkur strákar, skála fyrir unnum
sigri og þ\rí samkomulagi sem við gerðum. Var þetta ekki hraustlega gert?
Haldið þið að nokkur geti leikið þetta eftir mér? Hann seildist eftir flösk-
unni og hellti í glösin sem stóðu á stólnum. Höndin skalf' svo að vínið
kom í smágusum úr flöskustútnum og hann gætti þess vandlega að jafnt
væri skammtað. Þá rétti hann bræðrunum sitt glasið hvorum og tók eitt
sjálfur. Strákurinn er of ungur til að drekka. Hann verður að láta sér