Húnavaka - 01.05.2001, Page 47
HÚNAVAKA
45
dag ef ekki lieídi verið stigið þetta spor fyrir rúmum 50 árum? Hver veit,
kannski værum við í sömu sporum og Færeyingar eða jafnvel í blóðugu
stríði við Dani. Gerum við okkur í raun grein fyrir því hvað er að vera
sjálfstæð þjóð?
Einn af minnisstæðustu atburðum sem varðar landið okkar er þegar
þjóðin sameinaðist fyrir framan sjónvarpið og horfði á hinar frægu dyr af
Höfða og beið eftir að eitthvað stórkostlegt myndi gerast, beið og beið.
Meira að segja ég sat í stofunni heima hjá mér með bláókunnugri mann-
eskju sem ég man ekki einu sinni hvað hét og
horfði. Þarna sátum við spenntar og horfðum
klukkutímum saman á ekki neitt gerast.
Við búum í landi þar sem náttúran stjórnar
miklu þó \’ið gerum okkur kannski ekki grein fyr-
ir því svona daglega. Veðurfar, eldgos, jarðskjálft-
ar og snjóflóð, allt hefur þetta haft gífurleg áhrif
á íbúa þessa lands og svo sannarlega höfum við
verið óþyrmilega minnt á hversu lítil og vanmátt-
ug við erum andspænis náttúruöflunum.
Vestmannaeyjagosið líður íslendingum, sem
eftir muna, sjálfsagt aldrei úr minni þar sem náttúran eirði engu sem á
vegi varð. En þeir atburðir á líðandi öld sem í mínum huga eru verstir
eru án efa snjóflóðin í Súðavík og á Flateyri þar sem fórust á fjórða tug
manna. Þar voru náttúruöflin í sínum versta ham. Þessi litlu þorp verða
aldrei söm og stórmerkilegt að fólk hafi bara ekki upp til hópa gefist upp
og flutt í burtu og allt farið í eyði. En fólk á sér rætur sem eru sterkar og
ná djúpt.
I byijun nýrrar aldar reikar hugur minn til baka til þess tíma þegar all-
ir höfðu tíma til alls. Satt best að segja held ég að það hljóti að hafa ver-
ið fleiri klukkutímar í sólarhringnum í „gamla daga“. Eg tel mig hafa alist
upp við ákveðin forréttindi á mínum uppvaxtarárum. Að fá að búa í svo
mikilli návist við afa minn og ömmu eins og ég gerði tel ég hafa gert mig
af betri og fróðari mannesku en ég annars væri. Þar var alltaf tími til alls
og þangað komu margir af kynlegum kvistum þeirra daga. Svoleiðis fólk
er varla til í dag, nú verða allir að vera eins, enginn má skera sig úr. Hjá
afa og ömmu voru landsntálin rædd, sögur sagðar af gömlum tíma og
skipst á skoðunum, alltaf tími til að spjalla.
Nú þarf allt helst að hafa gerst í gær og yfír okkur flæðir þvílíkt af af-
þreyingu í alls konar formi. Erum við ef til vill að drukkna í öllu þessu
sjónvarpi, töhotm, símum og hvað það nú heitir allt saman?
Ekki má skilja það þannig að ég sé á móti þessum framförum, nei, síð-
ur en svo, þetta eru stórkostlegar nýjungar sem nýtast okkur heldur bet-
ur og eiga eftir að verða enn fullkomnari. Eg held bara að við séum að