Húnavaka - 01.05.2001, Page 50
48
HUNAVAKA
um eins og hugsjónum, baráttuvilja, virðingu og ábyrgð. Nú viljum við
hafa allt vel skipulagt en þolum illa boð og bönn, kynslóðirnar eru
stúkaðar niður á sína ákveðnu bása og börn ekki lengur úd að leik.
Gleðin var ef til vill einlægari þá en nú því að hæfileikinn til að gleðj-
ast byggist á að hafa kynnst hinu slæma, skemmtanir okkar eru stundum
innantómar og tilgangsleysi virðist hrjá suma. Gæfan fer ekki eftir aldar-
liætti - hún er fyrir
hendi hjá sumum en
ekki öðrum, stundum
og stundum ekki, nú
eins og þá. Oll skilyrði
virðast okkur núlifandi í
hag og tæplega vildum
við hverfa til baka.
Hvernig hugsaði Is-
lendingur á árinu 1900
sér aldamótin 2000? Vís-
ast hafði hann hvorki
liugarflug né forsendur
til að sjá fyrir sér þau
geysimiklu umskipti sem urðu til sjávar og sveita er á öldina leið og eru
nú taldir sjálfsagðir lífshættir. Mér finnst ég standa í sömu sporum og
aldargamli Islendingurinn. Eg hef hvorki ímyndunarafl né forsendur til
að sjá fyrir hver þróunarferillinn verður á nýbyijaðri öld. Eg vona þó að
á árinu 2100 verði til fólk með hugsun og tilfinningar, fólk sem getur
glaðst á gleðistundum og grátið á sorgarstundum.
Framtíðin liggur í höndum komandi kynslóðar. Eg tel brýmustu verk-
efnin vera að skapa ungu fólki góð lífsskih’rði svo að Húnavatnssýsla verði
eftirsóknarverð til að lifa og starfa í. Komi unga fólkið okkar ekki til baka
að loknu námi á Húnavatnssýsla sér ekki mikla framtíð.
Mér finnst útsýnið frá Másstöðum í Þingi vera fegurst í Húnavatnssýslu.
Þar er alltaf fallegt, sama hvort er vetur, sumar, vor eða haust, morgunn
eða kvöld. Jafnvel veðrið skiptir ekki máli.
GUÐNÝ SIGURÐARDÓTTIR, Skagaströnd:
Þegar stórt er spurt verður oft fátt um svör. Svo fór fyrir mér þegar ég las
spurningarnar sem þessari litlu hugleiðingu er ætlað að svara og því
meira sem ég leita svara því meira efast ég. Hvaða atburður á liðinni öld
fmnst mér markverðastur, minnisstæðastur, verstur? Drottinn minn dýri,
hvaða atburð skal telja markverðastan á þeirri öld sem nú er liðin? Hvað
Séd inn Vatnsdalinn. Jörundarfell gnœjirhœst í
fjarska. Ljósm.: Unnar.