Húnavaka - 01.05.2001, Side 51
H U N A V A K A
49
veit ég, lítil og smá mannvera hér í Byggðinni undir Borginni? Ég veit
ekki einu sinni hvaða leið ég á að fara í svari, á ég að svara fyrir mig per-
sónulega, Island og Islendinga, ef til vill alla heimsbyggðina?
Heimsstyrjaldir, ófriður, mengun, ósonlag sem eyðist, hungur, upp-
skerubrestur, orð - orð sem segja okkur frá hörm-
ungum mannkynsins, við fáum myndir daglega
frá öllum heimshornum í gegnum sjónvarp-út-
varp-netið, það er afar erfitt að sitja lijá og þykjast
ekki sjá. En við eigum vissulega miklu jákvæðari
orð sem líka tengjast liðinni öld; list, fegurð, vís-
indi, uppgötvanir, tækni, framþróun. Og allt
skiptir þetta, hvert og eitt, okkur máli á einhvern
hátt, til dæmis uppgötvun pens'ilínsins. Hvílík
uppgöu un, reynið bara að hugsa ykkur lífið og
tilveruna í dag ef ekki væru til slík lyf. Kvikmynd-
irnar, margar svo yndislegar, veita okkur gleðistundir, við getum ef við
viljum sneitt hjá þeim sem við kærum okkur ekki um að sjá, bækurnar
sem við lesum, í svo góðu bandi, letrið svo gott, ef þú sérð ekki nógu vel
þá færðu gleraugu sem sitja vel á nefinu, umgjörðin lauflétt, svo létt að
þú veist varla af því að þú ert með gleraugu. Ef þau duga ekki til, þá eru
til hljóðbækur sem þú getur hlustað á í snældutækinu þínu.
Ljósin, rafmagnsljósin. Getum við í dag ímyndað okkur þá byltingu
sem varð á daglegu lífi Islendinga þegar rafmagnið blessað kom? Ljósið.
Allar vélarnar. Eldavélar, þvottavélar, hrærivélar, öll þessi dásamlegu
heimilistæki, að ógleymdri uppþvottavélinni.
Ut\’arpið, síminn. Tunglið, tunglið, taktu mig, varð ekki lengur óraun-
verulegt ævintýri. Menn fóru til tunglsins, gengu á tunglinu, reistu fána á
tunglinu, tunglið, sem fram að því hafði verið mannkyninu í ævintýra-
legri fjarlægð, uppspretta skáldskapar, rómantíkur, þjóðsagna, var allt í
einu orðið „bara einn af hnöttunum".
Nei, þótt ég haldi áfram að hugsa er ég, svei mér þá, engu nær um
hvaða einstakan atburð ég ætti að tala um, því í mínum huga hefur hver
atburður, hvert lítið atvik, áhrif á það sem á eftir kemur, það sem gerðist
fyrir 100 árum þurrkast ekki út og hverfur. F}nir hundrað árum voru tölv-
ur óþekkt fyrirbæri, enginn hefði þá látið sig svo mikið sem dreyma um
slíkt undratæki, en einhverjum datt ef til vill eitthvað snjallt í hug, öðrum
eitthvað enn snjallara og svo koll af kolli og nú sit ég hér við tölvu og
reyni af veikum mætti að sjá hvaða atburður tuttugustu aldarinnar var í
mínum huga a) markverðastur, b)minnisstæðastur, c) verstur!! Utilokað
mál að telja einhvern einn atburð í tímans rás skipta mestu máli eða vera
þann versta og sá minnisstæðasti hlýtur að vera persónuleg minning sem
þú ert ef til vill ekki tilbúinn að deila með fjöldanum.