Húnavaka - 01.05.2001, Side 52
50
HUNAVAKA
Hvað er mér efst í huga í byrjun nýrrar aldar? Hverju spái ég um fram-
tíðina?
Erfiðar spurningar sem vefst fyrir mér að svara. Ný öld, 21. öldin. Er
öld friðar og sameiningar mannkyns að renna upp? Eða verður þetta öld
skelfmganna eins og spáð hefur verið, öld náttúruhamfara og eyðingar.
Ég kýs að vona - vona - að þessi öld verði öld mannúðar, friðar og um-
fram allt kærleika. Trú,
von og kærleikur!!! Þrjú
lítil en þó svo stór orð,
ég reyni að láta þau
verða mitt leiðarljós á
nýrri öld, ætla að trúa
því að von mannsins um
mannúðlegri tilveru
verði að veruleika og
kærleikurinn verði alls-
ráðandi í henni veröld.
Sennilega er þessi
fróma ósk ekki í neinum
tengslum \ið þann raun-
veruleika sem er og verður en í bytjun síðustu aldar datt áreiðanlega eng-
um í hug að hægt yrði að ná til tunglsins, svo hver veit, kraftaverkin
gerast enn.
Hver tel ég brýnustu viðfangsefni Húnaþings á næstu árum? Að efla
trú á framtíðina! Að reynt verði með öllum tiltækum ráðum að bæta at-
vinnulífið, glata ekki fleiri störfum. Þau eru of ntörg störfin sem glatast
hafa á síðastliðnum árum. Sá samdráttur sem orðið hefur í landbúnaði,
sjávarútt'egi og opinberum störfunt, hér í Húnaþingi, er okkur erfiður
og við verðum að spyrna við fótum, ekki bara sveitastjórnirnar, heldur
við öll. Við eigum ekki að sætta okkur við að aðstaða til opinberrar þjón-
ustu sé ekki sú sama unt allt land. Við greiðum öll skatta, höfum skyldur
gagnt art þ\í opinbera og ættum því að hafa santa rétt, hvar svo sem við
búum á landinu.
Þegar ttnga fólkinu þykir sjálfsagt að setjast að í Húnaþingi og getur unn-
ið þau störf sem það hefur menntað sig til, þá -já - þá verður gaman að lifa.
Hver er fallegasti staðurinn í sýslunni? Þeir eru margir fallegu staðirn-
ir í Húnavatnssýslu, ég hef ekki séð þá alla, trúlega fáa en einn þeirra sé
ég út um eldhúsgluggann minn, þetta fallega fjall sem í daglegu tali er
kallað Borgin en heitir Spákonufellsborg. Þetta fjall er alltaf fallegt, ég
veit ekki hvenær mér finnst það fallegast. Hvort það er á veturna þegar
örlítill snjór hefur sest í það, himinninn heiðskír, þá er það svo hreint
og tært eða á sumrin þegar það grænkar og lifnar, þetta fjall sem okkur
Spákonufellsborg meb Eyjarey íforgrunni.
Ljósm.: Unnar.