Húnavaka - 01.05.2001, Page 53
HÚNAVAKA
51
hér á Skagaströnd, þykir svo undurvænt um og við tökum heilshugar
undir þegar sungið er „O, Borgin mín“ hvort sem við getum sungið eða
ekki.
Akonudegi, 18. febnlar 2001.
GYÐA ÖLVISDÓTTIR, Blönduósi:
Ég man þá tíð er ég var barn að aldri í heimavistarskóla að Laugarlandi í
Holtum í Rangárvallasýslu að við skólasystkinin sátum saman og reikn-
uðurn út hve gömul við yrðum um næstu aldamót, hvar við sjálf yrðum
stödd, hvernig lífið myndi breytast, hver framþróunin og þekkingin yrði.
Ekki man ég gjörla alla þá spádóma en eitt vorum við sammála um að
aldamót væru merkileg tímamót í sögu mannkyns og það væri dálítið
skondið að við gætum sagt barnabörnum okkar sögur frá öldinni sem leið.
Þegar ég á að tjá mig um hvaða atburður á lið-
inni öld mér finnst markverðastur kemur ótal
margt í hugann og erfitt er að binda sig við eitt-
hvað eitt. Það sem skiptir okkur líklega mestu
máli er þegar Island varð frjálst og fullvalda ríki
1. desember 1918 og síðan lýðveldisstofnunin
1944. Annað markverðast sem mér finnst er öll
sú þekkingarbylting sem átt hefur sér stað og al-
menningur fær notið. Framþróun í vísindum,
uppgötvanir, tækni og ekki hvað síst sú þróun
sem orðið hefur í læknavísindum nútímans, þar
sem öll vísindi eru sameinuð í þeim tilgangi að auka á heilbrigði, lina
sársauka, græða og leitast við að lengja líf. Hvort við mannlegar verur
höfum notað þá þekkingu og vísindi sem við höfum öðlast til góðs er
spurning sem væri efni í heila bók og því of langt mál að fara út í hér.
Minnisstæðasti atburðurinn er mér án efa lending Apollo ellefta á
tunglinu árið 1969. Mér er það minnisstætt vegna þess að efdvæntingin
var mikil og mér fannst að verið væri að opna á nýjar víddir. Hitt var svo
annað mál að ég var ekki alveg sátt við að leyndardómshulunni væri svift
af mánanum „mínum“ en ég hafði oft sem barn legið í rökkrinu í grasinu
í túnfædnum heima og horft á tunglið og ímyndað mér ásjónu þess vin-
gjarnlega karls sem átti andlit mánans. Hann haíði meira segja brosað
til mín þegar aðrir voru mér reiðir og stundum veitt mér innblástur og
huggun, þegar ég þurfti á að halda.
Hver sé versti atburðurinn á síðustu öld segi ég óhikað að sé sá atburð-
ur sem átti sér stað fyrir tilvist mína í þessum heimi en það var árið 1945
þegar atómsprengja féll á Hiroshima og þremum dögum síðar á Naga-