Húnavaka - 01.05.2001, Page 56
54
HTJNAVAKA
Versti atburður á liðinni öld, og enn virðist vaxa, er í mínum huga eit-
urlyfjanotkunin. Þjóðin verður að taka mun betur á þeim vanda með
aukinni fræðslu og forvörnum.
Fækkun fólks í dreifbýlinu undanfarin ár er ofarlega í huga mínum á
þessum tímamótum, eins hitt hvernig hægt er að snúa þeirri þróun við
þegar horft er til framtíðar. Hér í héraði tel ég einsýnt að ef við eigum að
þrauka áfram þá þarf miðpunktur héraðsins, Blönduós, að eflast á allan
hátt. Ef það gerist verður það einnig til að efla sveitirnar.
Framtíðin er og verður ætíð óljós. Fari svo sem nú virðist vera stað-
reynd að veðurfar fari hlýnandi ogjöklar minnki, þá verður hitastig hér
á landi um næstu aldamót svipað og nú er í Skotlandi. Því á jarðyrkja að
verða auðveldari og þar með gætum við framleitt matvæli ódýrar handa
okkur og eins fyrir ört vaxandi, sveltandi heim. Hvort þetta er æskilegt
skal ekki fullyrt.
Brýnasta viðfangsefni í Húnaþingi er að auka atvinnumöguleika íbú-
anna, gera þá fjölbreyttari og ná inn í héraðið aukinni þekkingu. Þekk-
ingin er að flytjast burt úr héraðinu, þéirri þróun verður að snúa við.
Finna þarf leiðir svo að atvinnuvegir geti greitt tilsvarandi laun og gerist
á Reykjavíkursvæðinu. Umhverfismál fara batnandi, þar megum við þó
taka okkur á og gera mun betur. Asýnd héraðanna er ekki lengur einka-
mál hvers og eins.
Eg ætla að fara nærri mér og gerast eigingjarn varðandi fallegasta stað
sýslunnar. A Svínadalshálsi, yst og fremst, er mjög fallegt. A Kúlunni yst á
hálsinum sér út yfir Svínavatnið, síðan allt dl Stranda og út með Skaga.
Einnig sér þaðan frarn til jökla. A hæðum fremst á hálsinum er útsýnið
enn betra, bæði dl hafsins og inn til landsins. Jöklar þrír eru í suður,
Hofsjökull, Langjökull og Eiríksjökull, fjöll í Skagafirði í austur og Svína-
dalsfjall í vestur. A báðum þessum stöðum er vítt um svið og fagurt til
allra átta á björtum degi.
MAGNÚS SIGURÐSSON, Hnjúki:
Ef ég á að svara hvaða atburður var markverðastur á öldinni tel ég að
það hafi verið lýðveldisstofnunin 1944. Þá slitu íslendingar öll tengsl við
Dani og kusu sér Svein Björnsson sem forseta. Eg tel að framtíðarhug-
sjónir og væntingar til framfara og sjálfstæðs framtaks haft vaknað mikið
við þessi tímamót.
Minnisstæðasd atburðurinn í mínum huga er gosið í Vestmannaeyjum
sem hófst 23.janúar 1973. Eg vaknaði snemma um morguninn og kveikti
á útvarpinu og skildi ekkert h\’að væri að gerast. Þá var verið að lýsa eld-