Húnavaka - 01.05.2001, Page 62
60
II U N A V A K A
Nú munu margir spyrja: Hvað var fátækraflutningur? Fátækraflutningur
þýddi það að hreppstjórar voru skyldir að flytja þann sem í hlut átti, hver
frá öðrum, áleiðis til heimilissveitar, þar til komið var á leiðarenda. I
þessu umrædda tilfelli hlýtur ferðalag Guðrúnar Runólfsdóttur og dóttur
hennar, Astmundu Guðrúnar Blómkvist, sem þá var rúmlega 10 ára göm-
ul, að hafa haflst frá Vestmannaeyjum og endað er komið var til hrepp-
stjórans í Ashreppi. A ofanritað plagg bæjarfógetans, Karls Einarssonar,
er rituð greinileg lýsing á ferðalaginu frá Dalsmynni í Norðurárdal í
Borgarfirði. Ekki verður séð hvernig þær mæðgur komust þangað en úr
því skal ferðasaga þeirra rakin orðrétt samkvæmt heimildum á bakhlið-
um tilskipunar bæjarfógetans:
„Guðrún Runólfsdótdr er hingað flutt 31. júlí, héðan áleiðis til Borðeyrar í Bæjar-
hreppi í Strandasýslu 1. ágúst.
Dalsmynni, 1. ágúst 1921.
- Vigfús Bjarnason."
„Guðrún Runólfsdóttir er hingað flutt 2. ágúst, héðan flutt 5. ágúst áleiðis til Stað-
arhrepps í Húnavatnssýslu. Tepptist vegna veðurs á Borðeyri í 3 daga. Var lasin
eftir ferðina að sunnan. Borðeyri 5. ágúst 1921.
- Kristinn Jónsson."
„Guðrún Runólfsdótdr er hingað flutt með dóttur sinni 5. ágúst um morguninn
og virtist þá töluvert lasin, er hér kyrr þann dag og daginn eftir 6. ágúst, fer héðan
áleiðis til lu eppstjórans í Ytri-Torfustaðahreppi í dag.
Þóroddsstöðum, 7. ágúst, (ár ekki tilgreint)
- Þorv. Jónsson.“
„Guðrún Runólfsdóttír er hingað flutt 7. ágúst, var flutt héðan 8. ágúst áleiðis til
hreppstjórans í Sveinsstaðaln eppi.
Fyrir hönd hreppstjórans í Ytri - Torfustaðahreppi og Þorkelshólshreppi. -
- Hólmfríður Guðmundsdóttir, Ytri - Reykjum."
„Konan Guðrún Runólfsdóttir, ásamt dóttur sinni og flutningi á 2 hestum var flutt
hingað 8. ágúst frá hreppstjóranum í Þorkelshólshreppi. Er flutt héðan í dag 9.
ágúst áleiðis til hreppstjórans í Ashreppi.
Sveinsstaðahreppi, 9. ágúst 1921.
- Halldór Pálsson, hreppstjóri."
Ekki kvittar hreppstjórinn í Ashreppi, sem þá var Björn Sigfússon bóndi
á Kornsá, fyrir að hafa tekið á móti hinum nýju íbúum hreppsins, enda
trúlega af ráðnum huga gert þar sem sveitarstjórnin taldi flutninginn á
þeirn mæðgum hin mestu ólög og mótmælti ráðstöfuninni harðlega. En
nú skal vikið að forsögu og tilurð þeirra atburða, sern hér að ofan hefír
verið greint frá.
Bóndasonur hverfur á braut
Á árunum 1874 dl 1907 bjuggu í Saurbæ í Vatnsdal hjónin, Jónas Jóels-
son og Elín Sigríður Benediktsdóttir. Bæði voru þau húnvetnskrar ættar