Húnavaka - 01.05.2001, Page 63
HUNAVAKA
61
sem kunnar eru þó ekki verði þær raktar hér. Þau hjón eignuðust þrjú
börn: Sigfús, fæddan 20. apríl 1876, Ragnhildi, fædda 1877 og Benedikt,
fæddan 6. desember 1878. Báðir ólust bræðurnir upp í Saurbæ. Sigfús
nam bókbandsiðn og varð bóndi í Forsæludal vorið 1907. Fluttu foreldr-
ar hans þangað með honum. Bæði eru
yngri systkinin á sóknarmannatali í Undir-
fellssókn heima í Saurbæ árið 1901 en eftir
það sést ekki nafn Ragnhildar og mun hún
hafa dáið um það leyti. Um yngri soninn,
Benedikt, er lítið vitað á æskuárum hans, en
hann mun aðeins hafa notið þeirrar barna-
fræðslu er þá tíðkaðist og snemma horfið til
starfa á öðrum bæjum í sveitinni því heima
í Saurbæ var lítið bú sem krafðist lítils
vinnuafls. Benedikt er á manntali árið 1902
talinn lausamaður á Marðarnúpi og síðan
aftur á sama hátt árið 1904. Árin 1903, 1905
og 1906 er hann á manntali heima í Saur-
bæ en eftir það hverfur hann af sóknar-
BenediktJónasson. mannatalinu og verður ferill hans ekki
rakinn fyrr en hann kemur við sögu austur í
Rangárvallasýslu árið 1910 að hans er getið
að Neðra-Dal undir Eyjafjöllum hjá Ingvari bónda þar Hallvarðssyni og
þá sagður heimilisfastur í Forsæludal. Síðar, eða árið 1915, er svo Bene-
dikt korninn að Dalsseli undir
Ingvarssyni, syni Ingvars í
Neðra-Dal. Oljósar sagnir eru
um það að Benedikt hafi lagt
leið sína vestur í Dali en ekki
með vissu vitað en honum
mátti líkja \dð „tý'nda soninn“ á
þessum árum og jafnvel æ síð-
an um æfina. Aldrei kom hann
aftur heim í Vatnsdalinn, svo
vitað sé, en ól allan aldur sinn
austur í Rangárþingi án þess
að hafa samband við ættfólk
sitt í Vatnsdal nema lítillega
við bróður sinn, Sigfús í Forsæludal, út af málarekstri, þar sem þau voru
aðalsögupersónurnar, hann og Guðrún Runólfsdóttir, sú er áður er get-
ið. Segir nú frá því:
Eyjafjöllum og er þá hjá Auðuni bónda
Nébri-Dalur undir Eyjajjöllum.