Húnavaka - 01.05.2001, Síða 64
62
H U N A V A K A
Örlagaríkt leyfisbréf
Björgvin Vigfússon \’ar sýslumaður í Rangárvallasýslu um þessar mundir
og sat á Efra-Hvoli. Hann gaf út svohljóðandi leyfisltréf og þykir rétt að
prenta það í heilu lagi sem sýnishorn embættísgerninga á þeirn árum:
„Vér Christían hinn Tíundi, af guðs náð Danmerkur konungur Vinda og Gauta,
hertogi of Sljesvík, Holtsetalandi, Stórmæri, Þjettmerski, Láenborg og Aldinborg,
Gjörir kunnugt:
Að Vjer samkvæmt þegnlegri umsókn þarum hjermeð viljum leyfa, að:
Benedikt Jónasson Grímsstöðum Vestur-Lande)jahreppi og heitmey hans Guðrún
Runólfsdóttir Húnakoti Asahreppi megi, án tindanfarandi lýsingar af ptjedikunar-
stóli, gefa saman í heimahúsum af hverjum þeint presti, er þau þar til kjósa, og
þar til fá. Þó sktilu þau sanna það með vottorði, að prestur sá, er annars hefði átt
að gefa þau saman, hafi fengiö lögmælta borgun - en enginn prestur annar en sá,
sem einhverju prestakalli þjónar, má framkvæma hjónavígsluna, enda á hann að
ábyrgjasl, að hjónavígslan fari löglega fram, og einnig sjá um, að ekkert það sje
fyrir hendi, er hjónabandinu ntegi tálma að lögum.
... Hjónavígslubrjef handa Benediktjónassyni og Guðrúnu Runólfsdóttur.
... Afhent sýslumanninum í Rangárvallasýslu 21. febrúar 1918.
- Björgvin Vigfússon."
Leyfisbréf til skilnaðar
Síðar verður sagt frá því livenær og hvernig umrædd gifting fór fram en
hún var grundvöllur þess að Guðrún Runólfsdóttir var flutt, ásamt dótt-
ur sinni, sem þurfamaður á Ashrepp en af því spunnust langvarandi deil-
ur milli sveitarfélaga þar sem
forráðamenn Ashrepps véfengdu
lögmæti giftingarinnar og þar með
sveitfestu Guðrúnar í hreppnum.
Varð nú margt til frásagnar og öllu
sögulegra austur í Rangárvallasýslu.
Tæpt ár leið þar til sá sami sýslumað-
ur, Björgv'in Vigfússon, gefur út:
„Leyfísbréf til skilnaðar að borði
og sæng handa Benedikt Jónassyni
og Guðrúnu Runólfsdóttur.“
Það hljóðaði þannig:
„Bjöiip in Vigfússon sýslumaður í Rangár-
vallasýslu
Kunngjörir: Að jeg að slepptri geistlegri
sáttatilraun, með því að konan taldi sig
utan þjóðkirkju sem Aðventista, en að
undangenginni sátt fjrir valdsmanni, veiti
hjer með hjónunum Benedikt Jónassyni
Björgvin Vigfússon, sýslumábur
N