Húnavaka - 01.05.2001, Side 65
HUNAVAKA
63
og Guðrúnu Runólfdóttur frá Grímsstöðum í Vestur-Landeyjahreppi innan Rang-
árvallasýslu, sem eigi eiga sameiginleg börn nje von lífserfingja leyfi til skilnaðar
að borði og sæng nteð þeim skilmálum:
1. að maðurinn greiði með konunni 200 kr. á ári í 3 ár, í íyrsta sinn 31. maí n.k. og
síðan á sama gjalddaga ár hvert, og
ennfremur að maðurinn, að þessum
tíma liðnum, greiði með stjúpbarni
sínu Guðrúnu Astmundu Blómkvist,
meðlag á ári hverju til fullra 16 ár ald-
urs, er eigi sje lægra en það, er föður
barnsins ber að greiða á ári hverju
samkvæmt meðlagsúrskurði, og nán-
ar verður ákveðið í væntanlegu leyfls-
brjefi til algerðs hjónaskilnaðar á
sínum tíma, en að fjelagseign þeirfa
sje hinsvegar slitið, og hvert haldi
þeim munum, er þau áttu er þau
gengu í hjónabandið.
Leyfi þetta veitir hvorugu hjónanna
leydl til að ganga í annað hjónaband,
enda er hjónaband þeirra í gildi að
öðru leyti, og er það hórdómssök, ef
annaðhvort þeirra verður brotlegt á
legorði.
Til staðfestu undir mitt nafn og
embættisin nsigli.
- Skrifstofu Rangárvallasýslu, 11. febrúar 1919.
- Björgvin Vigfússon."
Sama dag, þann 11. febrúar 1919, er Guðrún Runólfsdóttir stödd að
Efra-Hvoli og undirritar bréf til sýslumanns, er hann sjálfur skrifaði, þar
sem hann er beðinn að hlutast til um það að meðlag með Ástmundu
Guðrúnu Blómkvist verði hækkað frá hendi föður hennar, Ólafs Guð-
brandssonar frá Stóruvöllum en „úrskurðurinn muni vera geymdur hjá
oddvita Rangárvallahrepps“.
Deilur hefjast um framfærslukostnað
Svo að segja samhliða þ\'í að Guðrún Runólfsdóttir, ásamt dóttur hennar,
var flutt á Áshrepp komu fram kröfur um endurgreiðslu á kostnaði sem
varð við flutninginn og einnig krafði bæjarfógetinn í Vestmannaeyjum
um greiðslu á fátækrastyrk henni veittan að upphæð kr. 500.-. Kröfu um
endurgreiðslu framfærslustyrksins beindi hann til Rangárvallahrepps
sem féllst á að greiða 200 kr. af upphæðinni svo hún færðist niður í 300
kr. Sýslumaðurinn í Húnavatnssýslu fékk ntálið til meðferðar og úrskurð-
ar og kemur það fram í uppkastsformi, ódagsettu, á árinu 1921. Hljóðar
það svo:
Ólafur Guðbrandsson frá
Stóru-Völlum.