Húnavaka - 01.05.2001, Side 66
64
HUNAVAKA
„Með brjefi hingað dags. 23. júlí 1921 hefir bæjarfógetinn í Vestmannaeyjum
beiðst þess að jeg innheimti lögum samkv. hjá Ásln eppi hjer í umdæminu styrk að
upphæð 500 kr., veittan Guðrúnu Runólfsdóttur í Vestmannaeyjum konu Bene-
dikts nokkurs Jónassonar. Segir ennfremur í nefndu brjefi að Benedikt þessi sje
sveitlægur í Ashreppi og jafnframt fylgir æfiferilsskýrsla konu þessarar og er hún
nú einnig með barni sínu send á sveit sína.
Oddviti Ashrepps hefir neitað að greiða ofangreinda styrkveitíngu 500 kr. Þess
skal getið að af umræddri upphæð hefur bæjarfógeta verið endurgreiddar 200 kr.
(21. okt. 1922) af sýslumanni Rangárvallasýslu, svo upphæðin hefir færst niður í 300. kr.
Aður en umræddur fátækrafiutningur fór frant hafði æfiferilsskýrsla verið tekin
af ofangreindri konu en æfiferilsskýrsla af manni hennar Benedikt Jónass)Tii var
fyrst tekin 24. febr. þ.á. Oddviti Ashrepps neitar þó ekki í brjefi 18/?. (ógreini-
legt) að nefndur Benedikt sje fæddur í Ashreppi og segir ennfremnr: Virðist sem
ekki hafi hann unnið sjer sveitfesti annarsstaðar (en í Ashreppi). Oddviti heldur
því fram að ofangreindur fátækrafiutningur hafi veriö óleyfilegur, að hjónaband
Benedikts og Guðrúnar hafi verið stofnað á óvenjulegan hátt þar sem Benedikt
hafi verið keyptur eða ntútað til þess að giftast Guðrúnu. Oddviti virðist þannig
halda því frant að nmrætt hjónaband sje ólöglegt. Ennfremur neitar oddviti að
endurgreiða ofannefnda umrædda styrkveitingu.
Það skal tekið frant að nteð brjefi hingað, dags. 22/11 f. á. hefir atvinnu- og sam-
göngumálaráðuneytið lagt fýi ir mig að leggja úrskurð á mál þetta.
Samkvæmt skjölum málsins virðast Benedikt og Guðrún hafa verið gefin santan í
hjónaband árið 1918. Um stofnun þessa hjónabands hefur farið fram réttarrann-
sókn af hálfu sýslumannsins í Rangárvallasýslu, þar sem hjónabandið var stofnað.
Enda þótt ýmislegt x irðist benda til þess að hjónabandið hafi verið stofnað á nokk-
uð óvenjulegan hátt, virðist þó ekki unnt að líta svo á að hjónabandið sje lögleysa
nteð sérstöku tilliti til þess að rannsókn framangreinds sýslumanns um ]iella virð-
ist ekki nægilega ítarleg. Með þ\ í að Benedikt Jónasson samkv. framanrituðu verð-
ur að teljast sveitlægur í Ashreppi verður kona hans Guðrún Runólfsdóttir einnig
að teljast þar sveitlæg.
Að því er snertir endurgreiðslu á hinum veitta styrk, skal tekið fram, að dvalar-
sveit hefir alls ekkert gert til þess að láta taka æfiferilsskýrslu af Benedikt Jónass)Tii,
enda þótt henni virðist hafa verið það innanhandar með því að snúa sér símleiðis
til sýslumanns Rangárvallasýslu í þessu efni. Að \isu ljet dvalarsveitin taka æfiferils-
skýrslu af Guðrúnu, en með því að sú skýrsla gefur engar upplýsingar um sveit-
festi ntanns hennar Benedikts, og dvalarsveitin virðist alls ekkert hafa gert til þess
að fá upplýst um sveitfesti hans, \irðist dvalarsveitin, með vanrækslu þessari að álít-
ast að hafi fýrirgert rjetti sínum til endurgreiðslu frá framfærslusveitinni á hinum
veitta styrk.
Það er upplýst í málinu að d\alarsveitin hefir greitt kostnað við flutning Guðrún-
ar, að undanskyldum kostnaði við flutning hennar hér í umdæminu sem enn er
ógreiddur og oddviti Ashrepps nýlega hefir neitað að greiða. Með þ\í að fátækra-
flutningur á Guðrúnu fór frant án þess, að Ashreppur liefði áður viðurkennt sveit-
festi hennar eða yfirvaldsúrskurður hefði gengið um þetta, verður að teljast að
hann liafi verið ólöglegur. F)rir þessa sök virðist dvalarsveitin verði að greiða allan
flutningskostnaðinn.
Með skýrskotun til ofanritaðs úrskurðast að konan Guðrún Runólfsdóttir skal tal-
in sveitlæg í Ashreppi, að Ashreppur skal vera laus \ið að endurgjalda Vestmanna-
eyjakaupstað umkrafinn styrk, 300 kr. og að kostnaðurinn við fátækraflutning
þurfalingsins skal vera Ashreppi óviðkomandi."