Húnavaka - 01.05.2001, Page 67
HUNAVAKA
65
Með áður rituðum úrskurði Boga Brynjólfssonar, sýslumanns Húnvetn-
inga, var úr sögunni sú ætlan forráðamanna Ashrepps að hnekkja sveit-
festi Guðrúnar Runólfsdóttur á þeirn forsendum að hjónavígsla hennar
og Benedikts Jónassonar hefði verið
ólögleg og einnig virðist sem þeim
hafi verið ljóst að ekki væri hægt að
neita sveitfesti Benedikts í As-
hreppi. Þrátt fyrir það var þeim ljóst
að aðdragandi hjónabandsins var
mjög tortryggilegur og æfiferils-
skýrslur voru teknar af hjónunum,
hvoru um sig, þess vegna. Kom þá
margt í ljós um hag hjónanna
beggja og þó fyrst og fremst hvern-
ig forráðamenn Rangárvallahrepps
höfðu staðið að því að hjónaband-
ið varð til og á þeim forsendum
hugðust Ashreppingar hnekkja
hjónabandinu að til þess hefði ver-
ið stofnað með sakhæfum hætti og
á þeint grundvelli mætti hnekkja
lögmæd athafnarinnar. Verður ekki
hjá komist að birta frásögn hjónanna beggja fyrir dómi til þess að sá þátt-
ur, þessa einstaka sveitfestideilumáls milli Ashrepps og Rangárvalla-
hrepps, verði ljósari.
Framburður Benedikts Jónassonar
,Ár, 1922 miðvikudaginn 25. október var lögreglurjettur Rangárvallasýslu settur
að Efra-Hvoli og haldinn af hinum reglulega dómara Björgvini Vigfússyni með
undirrituðum vottum.
Var þar og þá fyrir tekið:
Samkvæmt beiðni sýslumannsins í Húnavatnssýslu til bæjarfógetans í Vestmanna-
e)jum í brjefi dags. 22. sept. 1921 og brjefi nefnds bæjarfógeta dags. 21. sept. 1922
til sýslumannsins í Rangárvallasýslu, að halda rannsókn út af framburði Guðrúnar
Runólfsdóttur í æfiferilsskýrslu hennar tekinni af hreppstjóranum í Ashreppi inn-
an Húnavatnssýslu 15. ág. 1921.
Dómarinn lagði fram staðfestan útdrátt af áðurnefndri æfiferilsskýrslu, er var auð-
kennt sem rskj. nr. 1 svolátandi:
Mætti þá að tilhlutun dómarans Benedikt Jónasson húsmaður á Hrafntóftum inn-
an Ásahrepps hjer í sýslu 41 árs gamall og var áminntur um sannsögli:
Eftir þaraðlútandi spurningar dómarans gefur hann eftirfarandi skýrslu:
Segist hann hafa giftst konu sinni Guðrúnu Runólfsdóttur að hann minni seinni
hluta febrúarmánaðar 1918. Hafi hún þá átt heima í Húnakoti í Ásahreppi, en
hann á Grímsstöðum í Vestur-Lande)jahreppi, og þar hafi hjónavígslan farið fram
Bogi Brynjólfsson, sýslumaður