Húnavaka - 01.05.2001, Side 68
66
HUNAVAKA
á heimili Jónasar bónda Jónssonar er þá bjó þar. Presturinn sem gaf þau saman
hafi verið sjera Olafur Finnsson á Kálfholti er nú sje dáinn, og muni hann hafa
dáið árið 1920, en svaramenn við giftinguna hafi verið þeir Guðmundur bóndi
Þorbjarnarson á Stóra-Hofi og Elías bóndi Steinsson í Oddhól. Hann kvaðst hafa
gengið að eiga Guðrúnu aðallega fyrir áeggjan Guðmundar bónda Þorbjarnar-
sonar á Stóra-Hofi. Segist sama sem ekkert hafa þekkt hana áður, og ekki viljað
giftast henni strax um veturinn, hafi t iljaö reyna sambúð með henni fvrsl til vors-
ins, en Guðmundur hafi lagt svo mikla áherslu á að giftingin færi fram sem fvrst og
hafi þá mættur sett upp að hann fengi 1000 kr. og með þessum formála af sinni
hálfu hafi hjónabandið veriö stofnað þá um veturinn strax eins og áður segir, en
hvað Guðrúnu snertir þá veit hann ekki annað en hún hafi sótt á með hjónaband-
ið og hafi gengið í það með fúsum og fijálsum vilja. K\eðst hann vel muna eftir því
að giftingardaginn hafi Guðrún verið hin kátasta og svarað prestinum óhikandi
og játandi að hún vildi ganga í hjónabandið með sjer. - Hann kannast við að hafa
leitaö skilnaðar af borði og sæng við áðurnefnda konu sína aðallega af þeirri
ástæðu að hann gat eigi felt sig viö skapsmuni hennar, er gjörði sambúðina óbæri-
lega og að hún reyndist honum í þessum efnum alt öðruvísi í skapferli en honum
hafði verið skýrt frá, og sömuleiðis hafi heilsa hennar reynst á alt annan veg en
Guðrún sjálf hafði lýst fyrir honum, en hann neitar jt\'í fastlega, að hann hafi snú-
ist móti konu sinni af þeirri ástæðu að Guðmundur stóð ekki í skilum meö jrá
peningaupphæð, er hann liafði veitt honum ádrátt með, áður en þau giftust.
Upplesið. - Samþykkt. - Vjek frá rjetti.
Mætti fyrir ijettinum að tilhlutun dómarans Guðmundur bóndi Þorbjarnarson á
Stóra-Hofi 59 ára gantall og var áminntur um sannsögli. Hann kveðst hafa verið
svaramaður við giftingu Benedikts Jónassonar og Guðrúnar Runólfsdóttur, og
kveðst hann ekki muna annað betur en að hún hafi gengið óhikandi í hjónaband-
ið og svarað prestinum því skýrt og skorinort að hún vildi ganga að eiga Benedikt.
Hinsvegar neitar hann því afdráttarlaust sem tilhæfulausu að hann á nokkurn hátt
hafi neytt Guðrúnu tii að giftast Benedikt þvert á móti hafi hún leitað til konu
sinnar um að hann legði eitthvað gott til þeirra mála, að giftingin færi fram, og
sýndi dómaranum tvö prívatbrjef frá Guðrúnu til konu sinnar Ragnhildar, annað
dags. 29. des. 1917, en liitt dags. 17. febr. 1918, því til sönnunar, og kveðst hann
reiðubúinn ef krafist verður síðar að láta í tje staðfest eftirrit af bijefum þessum.
Hinsvegar kannast hann við að hafa fremur lagt á móti því að Guðrún færi til
Benedikts sem þjónandi nema þau rjeðu það með sjer að giftast.
Hann getur þess að hreppsnefndin í Rangárvallahreppi hafi verið búin að lofa
Guðrúnu Runólfsdóttur að byggja yfir hana hreysi vorið 1917 á svonefndum
Bakkabæjum í sama lireppi. en jrað hafi farist fyrir af þeirri ástæðu að bóndi nokk-
ur Guðmundur Einarsson í Hól hafi boðið hreppsnefndinni húspláss í Húnakod
í Þykkvabæ handa Guðrúnu. Húspláss þetta reyndist mjög ófullnægjandi svo að
Guðrún gat ekki haldist viö í kofanum, og flutdst hún þá að Grímsstöðum um ára-
mótin 1917 - '18, tæpum tveim mánuðum áður en hún giftist Benedikt. I sam-
bandi við þetta kveðst mætti Guðmundur Þorbjarnarson minnast þess að hann
Ijeti þau orð falla annaðhvort í áheyrn þeirra beggja Guðrúnar og Benedikts eða
annarshvors, að hann fyrir sitt levd teldi það ekki ósanngjarnt að Guðrún væri
styrkt til þess að koma yfir sig skýli þó ráðahagur hennar breyttist í þá átt að hún
tæki saman við Benedikt, sem þá hafðist við í mjög vondri íbúð, en hann hefði
beinlínis gefið Guðrúnu loforð um 1000 kr. eða Benedikt ef ráðahagur þeirra