Húnavaka - 01.05.2001, Page 69
HUNAVAKA
67
Guðrúnar tækist, kveðst hann ekki geta gengið inn á að rjett sje munað -Geti ver-
ið að hann hafi sagt sem svo að ekki þyrfti stóran húskofa til þess að gera 1000 kr.
- Upp lesið. - Samþykkt. - Vjek frá rjetti.
Mætti þá fyrir rjettinum Elías bóndi Steinsson í Oddliól að tilhlutun dómarans, 38
ára gamall og var áminntur um sannsögli. Kveðst hann hafa verið annar svaramað-
ur við giftingu þeirra Benedikts Jónassonar og Guðrúnar Runólfsdóttur er hafi
farið fram að Grímsstöðum í Vestur-Landeyjahreppi veturinn 1918. Ekki man
hann hver það var sem bað hann um að vera svaramaöur, en hitt kveðst hann
muna að brúðurin hafi verið hin hressasta og kátasta við vígsluna og svarað prest-
inum skýrt og skorinort játandi að hún vildi giftast Benedikt, en hann minnir hins-
vegar að hún hafi verið eitthvað lasin síðar um kvöldið, án þess að hann liafi getaö
sett það nokkuð í samband við giftinguna. Um tildrög að giftingunni kveðst hann
ekkert vita af eigin reynd. Hvorugt lijónanna hafi nokkuð skýrt sjer frá nokkru
því viðvíkjandi. Þennan framburð segist hann reiðubúinn að staðfesta með eiði
ef krafist verði.
- Upplesið. - Staðfest. - Vjek frá rjetti.
Mætti þá fyrir rjettinum að tilhlutun dómarans Jónas bóndi Jónsson frá Ytra-Hóli
í Vestur-Landeyjum áður búandi á Grímsstöðum í sama hreppi 57 ára gantall og
var hann áminntur um sannsögli.
Hann segir að Benediktjónasson og Guðrún Runólfsdóttir hafi verið vígð í hjóna-
band á heimili sínu veturinn 1918 að hann minnir seinastan í þorra. Segir hann
að Guðrún hafi verið til húsa hjá sér nokkrar vikur áður en giftingin fór fram. Er
það álit Jónasar að Guðrún hafi frekar en hitt sókst eftir því að giftast Benedikt, jtví
tal hennar áðurnefndan tíma hafi allt gengið í þá átt, þótt hann muni ekki nú að
greina sjerstakt orðalag því viðkomandi. Hinsvegar er það ætlan hans að það liafi
ekki verið áform hennar að giftast Benedikt eins fljótt og varð. Annarsvegar ntinn-
ir hann að hann skildi jiað af orðum Benedikts um þessar ntundir að hann gerði
sjer vonir um einhverja peningaupphæð frá Guðmundi Þorbjarnarsyni á Stóra-
Hofi í sambandi við giftinguna, og eftir hjónavígsluna, kveðst hann hafa spurt
Guðmund, hvað „Bensi" vildi hafa mikla peninga, og hafi jtá Guðmundur svarað
að hann væri nokkuð kröfuharður því hann vildi hafa uppundir 1000 kr. Man
hann ekki betur en orðin fjellu eitthvað á þessa leið. Um annað hjónabandi þessu
viðvíkjandi er honum ekki kunnugt. Þennan framburð sinn kveðst hann reiðubú-
inn að staðfesta með eiði ef krafist verður.
Frekar ei fyrir tekið. - Upplesið. - Staðfest. - Rjetti slitið
- Vottar undirritaðir. Björgvin Vigfússon."
Ekki hefir tekist að hafa upp á skýrslu þeirri er hreppstjóri Ashrepps tók
af Guðrúnu Runólfsdóttur 15. ág. 1921, þá nýfluttri inn í sveitina og hér
hefir verið vitnað til. Varð sú skýrsla til þess að skýrsla var einnig tekin af
Benediktjónassyni. Einkennandi er í framanritaðri skýrslu að losaralega
hefir verið gengið frá umtalaðri 1000 kr. greiðslu til Benedikts úr hendi
Guðmundar Þorbjarnarsonar. Virðist raunar að um rabb hafi verið að
ræða, frekar en samninga og er sýnilegt að sveitarstjórnarmaðurinn hef-
ir þar haft vaðið fyrir neðan sig. Einnig er athyglisvert að ekki einungis
Benedikt, heldur og líka Guðmundi Þorbjarnarsyni og öðrum sem vitni