Húnavaka - 01.05.2001, Side 70
68
HUNAVAKA
bera, ber saman um það að Guðrún Runólfsdóttir hafi virst fús til gift-
ingarinnar og jafnvel talið dagana sbr. vitnisburð Jónasar Jónssonar er
hún dvaldi hjá síðustu vikurnar fyrir gifdnguna. Kveður þar við allt ann-
an tón en í Guðrúnu sjálfri er Bogi Brynjólfsson sýslumaður Húnvetn-
inga tekur af henni skýrslu í lögregluréttí á Blönduósi urn hálfu öðru ári
eftir að framanrituð skýrsla var tekin af Benedikt. Verður ekki hjá kornist
að birta báðar skýrslurnar vegna þeirra upplýsinga sem þær gefa um hið
„óvenjulega" hjónaband þeirra Benedikts og Guðrúnar sem er í raun-
inni róttækur aldarspegill um fátækramál eins og þau voru meðfarin og
framkvæmd allt fram á fyrri hluta þessarar aldar.
Framburður Guðrúnar Runólfsdóttur
,Ár, 1924, mið\ ikudaginn 9. apríl var lögreglurjettur Húnavatnssýslu settur á skrif-
stofu sýslunnar á Blönduósi og haldinn af hinum reglulega dómara, sýslumanni
Boga Brynjólfssyni með undirrituðum vottum. Var þá tekið fyrir:
Sanikvæmt fyrirmælum dóms- og kirkjumálaráðuneytisins í brjefi hingað, dags. 6.
f.nt. að halda próf út af giftingu Benedikts Jónassonar og Guðrúnar Runólfsdóttur.
Dómarinn leggur fram sem nr. 1 ofangreint brjef ráðuneytísins, nr. 2 útskrift úr
dómsmálabók Rangárvallasýslu og sent nr. 3 útskrift úr dómsmálabók sömu sýslu.
Hið framl. skjal nr. 1 er svohlj. *** Hin framl. skjöl nr. 2-3 verða látin fylgja í org-
inal útskrift í máli þessu.
Kom þá fyrir réttinn, að tilhlutun dóntarans Guðrún Runólfsdóttír, til heimilis á
Snæringsstöðum í Ashreppi, 46 ára. Var alvarlega áminnt um sannsögli. Mætta
gefur lijer í ijettinum svohlj. skýrslu: Mætta segist hafa giftst Benedikt Jónassyni, að
hana minnir í febrúar 1918. Hafi hún þá átt heima í Húnakoti í Asahreppi, en
hann á Grímsstöðum í Vestur-Landevjahreppi og |tar hafi hjónavígslan farið fram
á heimili Jónasar bóndajónssonar. Voru þau gefm saman af Olafi heit. Finnssyni,
presti í Kálfholti og voru svaramenn við giftinguna þeir Guðmundur Þorbjarnar-
son bóndi á Stóra-Hofi og Elías Steinsson bóndi í Oddhól. Mætta var látín kynna
sjer rskj. nr. 3 og lýsir hún því yfir að tjeð vottorð sje rjett í öllum greinum, enda
var tjeð vottorð ritað jafnskjótt og Benedikt hafði talað það sem í því stendur. Um
tildrögin til hjónabands mættu og Benedikts skýrir mætta svo frá, að seinni hluta
ársins 1917 hafi kontið til ot ða, að mætta færi til Benedikts, sent þá var til heimil-
is á Gömlu-Grímsstöðum, sem ráðskona eða vinnukona, með þ\'í skilyrði að Rang-
vellingar bættu húsakynni þau, er Benedikt bjó í og voru svo ljeleg að ekki var
lifandi í þeim, enda mátti svo að orði kveða að Benedikt byggi í moldargryfju.
Kveðst mætta hafa litið svo á að hún með því að fara til Benedikts gæti unnið fvr-
ir sjer, með því að störf þau, er hún átti að inna af hendi hjá honum, voru að sögn
hans sjálfs aðeins ljett inniverk, enda sagði hann mættu að hún þyrftí ekki að inna
af hendi neina útivinnu. Tekur mætta það fram, að Benedikt hafi aldrei beðið sig
að giftast sjer, en ástæðan fyrir þ\'f að hún eigi að síður giftist Benedikt strax og
hún fluttist til hans var sú að Guðmundur Þorbjarnarson bóndi á Stóra-Hofi sótti
þetta svo fast og eggjaði mættu ntjög til þess. Hafi giftingin þannig gagnvart mættu
verið nauðttngarverk, enda segist mætta hafa verið ákveðin í því undir hjónatfgsl-
unni að segja nei, en ekki veit hún fyrir víst hvort svo hefir verið með því að mætta
var eins og í draumi, er vígslan fór fram, svo var hún henni nauðug. Seinni hluta