Húnavaka - 01.05.2001, Síða 72
70
HUNAVAKA
sem beiðni um aðstoð til þess að fá ljetta vinnu, hjá honum. Mætta heldur því af-
dráttarlaust fram, að hjónaband hennar og Benedikts liafi verið ólöglega stofnað
og aðeins stofnað í þeim tilgangi að losa Rangárvallahrepp við mættu. Til þess
hafi Guðmundur á Stóra-Hofi valið Benedikt, mann sem bjó í moldarkofa í hinum
svonefnda Grímsstaðahól. Var hola þessi ekki klædd innan nteð neinu, lak hún
þegar skúr kom úr lofti, enginn gluggi var á henni, um 3 álnir niður í jörðu að
inngangi hennar, en fyrir hann var tjaldað nteð spýtum og pokum. Hafði Benedikt
tryppi hjá sér í holunni til þess að hlýja ltana. Þannig var bústaður Benedikts er
mætta kont til hans. Mætta segist um fjölda mörg ár hafa verið veik, þjáðst af
taugaveiklun á háu stigi. Segist hún vera krampaveik, og að bakið á sjer sje skakkt
og að hún sje gersamlega heilsulaus. Hún segist aldrei skilja í þ\ í hvernig það at-
vikaðist, að hún skyldi hafa giftst Benedikt, þar sem hún hefði aldrei trúlofast hon-
um, hann aldrei beðið sín og henni þá ekki dotdð í hug að giftast honum strax, að
minnsta kosti ekki fyr en hún hefði kynnst honum eitthvað. Mætta segist þrá það
af heilum hug að mál þetta verði rannsakað til hlítar svo að sannleikurinn komi í
ljós, einkum það að Guðmundur á Stóra-Hofi hafi gegn vilja hennar, sem var
heilsulaus aumingi, aukið ógæfu sína nteð því að koma hjónabandinu á, sent að-
eins hafi aukið raunir hennar og eyðilagt lieilsu hennar enn meir. Aðspurð segir
mætta standa í þeirri meiningu að heilsufar Benedikts sje fremur bágborið, enda
hefir hún lteyrt að hann áður hafi verið mjög drykkfelldur og að hann hafi raskast
eittlivað sálarlega. Mætta lýsir því yftr að framanrituð skýrsla sín sje rjett í öllum
greinum og að hún sje reiðubúin að staðfesta hana með eiði, ef krafist verður.
- Uppl. starf. - Vottagjald 4 kr. - Rjetti slitið.
- Vottar undirritaðir Bogi Brynjólfsson."
Aður en ofanrituð skýrsla var tekin af Guðrúnu Runólfsdóttur hafði
Dóms- og kirkjumálaráðuneytið fjallað um skilnaðarmál hennar og Bene-
diktsjónassonar, sbr. DIj. 6 no 772, dags. 26. nóv. 1923.
Samkvæmt því er þá loks svo komið að ráðuneytið gefur út „Leyíisbréf
dl algerðs hjónaskilnaðar" ofannefndra hjóna, ásamt með greinargerð
þar um. Er það svohljóðandi:
„Til 1. sýslum. í Rangárvallas.
Til 2. sýslum. í Húnavatnssýslu 26. nóv. 1923.
1. Santkv. umsókn og beiðni þar um, hefir verið gefið út leyfisbrjef til algerðs
bjónaskilnaðar milli BenediktsJónassonar og Guðrúnar Runólfsd. og er yður hér
með sent leyfisbijefið með beiðni um að jtjer komið því í hendur manninum gegn
greiðslu hins lögboðna gjalds kr. 33,66 ásamt sdmpilgjaldi kr. 10,00 samt. 43,66.
Konunni verði afhent endurrit af leyfisbijefinu. F.h.r.
Leyfisbijef til algerðs hjónaskilnaðar milli Benediktsjónassonar frá Bjólu og konu
hans Guðrúnar Runólfsdóttur sent nú dvelur í Ashr. í Húnavatnssýslu.
**Dóms og kirkjumálaráðun. kunngjörir: Að Benediktjónasson frá Bjólu í Rang-
árvallasýslu hefur beiðst jtess að honum verði veitt leyfi til algerðs lijónaskilnaðar
við konu sína Guðrúnu Runólfsd. til heimilis í Ashr. í Húnavatnssýslu. Hafa þau
hjónin lifað aðskilin að borði og sæng hátt í 5 ár samkv. leyfisbrjefi sýslumannsins
í Rangárvallasýslu útg. 11. febr. 1919. Með því að hinar lögboðnu sáttadlraunir er
fram hafa farið lögum samkv. hafa reynst árangurslausar, veitist hjermeð leyfi tíl að
hjónabandinu milli tjeðra hjóna - sem engin börn eiga, megi vera algjört slitið. -
Ritað í Rvk. 26. nóv. 1923. Fdi.r.
2. Jafnframt því að rn. hjerm. sendir yður, herra sýslum. endurrit af levfisbrjefi til