Húnavaka - 01.05.2001, Qupperneq 75
II U N A V A K A
73
Björgvin sýslumaður Vigfússon dró ekki að verða við óskum Benedikts
og 24. des. 1921 skrifar hann prestinum í Oddaprestakalli, sem þá var
Erlendur Þórðarson, svohljóðandi bréf:
„I tilefni af beiðni Benediktsjónassonar í Bjólu um algerðan skilnað við konu sína
Guðrúnu Runólfsdóttur eruð þjer hjer með, velæruverðugi herra prestur, beðinn
að tala við nefndan eiginmann Guðrúnar Runólfsdóttur og vita, hvort hann
mundi fáanlegur til að endurnýja sambúð við fyrnefnda konu sína og senda mjer
síðan vottorð yðar þar að lútandi, þar sem jafnframt sje tekið fram, hvernig eigin-
maðurinn hafi hegðað sjer að yðar vitund frá þeim tíma er þeim ltjónum var gef-
ið leyfi til skilnaðar að borði og sæng. — Björgvin Vigfússon."
Sr. Erlendur dregur ekki lengi að framkvæma embættisskyldu sína og
skrifar eftirfarandi bréf:
„I tilefni af framanritaðri beiðni sýslumannsins í Rangárþingi hefi jeg hinn 5. jan.
þ.á. spurt þarnefndan Benedikt Jóriasson á Bjólu hvort hann mundi fáanlegur til
að endurnýja sambúð við konu sína, Guðrúnu Runólfdóttur, og neitaði hann því
skilyrðislaust. I annan stað vottast hjer með að nefndur Benedikt Jónasson hefir
ltegðað sjer sómasamlega, eftir því, sem jeg best veit, frá því er þau hjón skildu að
borði og sæng.
- Oddaprestakall. - Odda 14. jan. '22.
- Erlendur Þórðarson.
- Til sýslumannsins í Rangárvallasýslu."
Og enn heldur Björgvin sýslumaður málinu áfram og hann virðist halda
sig fullkomlega við lagaboðskapinn í gerðum sínum um gang málsins.
Hann snýr sér til sýslumannsins í Húnavatnssýslu í bréfi skrifuðu 6. mars
1922, svohljóðandi:
„Hjer með sendi jeg yður herra sýslumaður, beiðni Benedikts Jónassonar, nú til
heimilis að Hrafntóftum Asahreppi, í húsinu Mars, þar sem hann fer þess á leit, að
fá algerðan skilnað við konu sína Guðrúnu Runólfsdóttur, með árituðu vottorði
um árangurslausa veraldlega sáttatilraun og tilheyrandi 2 fylgiskjölum, eftirrit af
leyfisbijefi til borðs og sængur skilnaðar og vottorði prests um árangurslausa and-
lega sáttatilraun. En með því að nefnd kona á nú heima í yðar lögsagnarumdæmi,
eruð þjer beðinn að hlutast til um, að lögboðnar sáttatilraunir — (hér vanta orð í
textann) Jeg hef oftar en einu sinni, síðan andleg sáttatilraun fór fram, 5. jan. f.á.
spurt Benedikt Jónasson um það, hvort hann ntundi ekki vilja endurnýja sambúð
við konu sína Guðrúnu Runólfsdóttur, en hann hefir harðlega tekið fy'rir að hann
hvorki vildi það nje gæti, því sambúðin mundi verða sjer óbærileg.
- Skrifstofa Rangárvallasýslu, 6. mars 1923.
- Björgvin Vigfússon."
Að sjálfsögðu þurfti einnig að leita svara hjá Guðrúnu Runólfsdóttur um
það hvort hún væri fáanleg til þess að taka upp sambúð að nýju við mann
sinn Benedikt Jónasson. Þess vegna skrifar sýslumaðurinn í Húnavatns-
sýslu, áðurnefndur Bogi Brynjólfsson, svohljóðandi bréf til sóknarprests-
ins að Steinnesi, Þorsteins B. Gíslasonar, sem þá árið áður hafði tekið við
því embætti. Bréf sýslumannsins hljóðar svo:
„Með skírskotun til framanritaðs brjefs, er endursendist, er þess hjer með beiðst,
herra sóknarprestur, að þjer hið fyrsta látið fram fara hina lögboðnu sáttaumleit-
an við konuna Guðrúnu Runólfsdóttur, er nú dvelur í Ashreppi, og senda mér