Húnavaka - 01.05.2001, Page 76
74
II UNAVAKA
síðan hið lögboðna vottorð yðar um ]iaö hvort hún sje fáanleg til þess að endur-
nýja sambúðina við nefndan mann sinn.
- Skrifstofu Húnavatnssýslu, 14/4. 1923.
- B.Brynjólfsson."
Sr. Þorsteinn B. Gíslason bregst vel við
og svarar bréfinu 5. júní 1923 þannig:
„Eftir tilmælum yðar herra sýslumaður í
hjálögðu bijefi, hefi jeg látið fara fram sátta-
umleitan við konuna Guðrúnu Runólfsdótt-
ur, er nú dvelur í Ashreppi og átt við hana tal
um hvort hún sje fáanleg til þess að endur-
nýja sambúöina við mann sinn Benedikt jón-
asson. Telur nefnd kona sambúð á ný vera
þýðingarlausa og ótæka, svo framarlega sem
maður hennar sje með sama huga og sömu
hegðun gagnvart henni, eins og er hann
skildi við hana. Aftur á móti kveðst hún fús-
lega vilja endurnýja sambúðina við hann, ef
hann taki sjer og breyti við sig sent sannur og
rjettur eiginmaður við konu sína svo sem
hann og hafði gert alllengi fyrst í sambúð
þeirra. -Um leið og þessi vilji nefndrar konu
tilkynnist yður herra sýslumaður skal það tek-
iö fram og vottað að síðan hún kont lijer um
slóðir, hefir hegðun hennar í hjúskaparlegu tilliti verið óaðfmnanleg.
- Steinnesi 5. júní 1923.
- Þorst. B. Gíslason (sóknarprestur)
- Til sýslumannsins í Húnavatnssýslu, Blönduósi."
Að þessum vottorðum fengnum skrifar Björgviu sýslumaður á Efra-H\oli
dómsmálaráðuneytinu:
„Hjer með leyfi jeg mjer virðingarfyllst að senda hinu liáa stjórnarráði erindi
Benediktsjónassonar frá Bjólu til mín dags. 20. des. 1921 þar sem hann sækir um
algeran skilnað við konu sína Guðrúnu Runólfsdóttur með árituðu vottorði um
veraldlega sáttatilraun við hana.
Ennfremur eru þessi skjöl nú meðfylgjandi skilnaðarbeiðni:
1. Eftirrit af leyfisbrjefi þeirra hjóna til skilnaðar að borði og sæng dags. 11. febr.
1921.
2. Vottorð prestsins í Oddaprestakalli um árangurslausa sáttatilraun við beiðand-
ann dags. 14. jan. 1922.
3. Bijef sýslumannsins í Húnavatnssýslu, þar sem konan á nú heima, dags. 30. f.m.
nteð tilheyrandi vottorðum um andlega og veraldlega sáttatilraun við hana.
Af vottorðum þessum má sjá, að konan setur það skilyrði fyrir eftirgjöf skilnaöar af
sinni hendi, að maðurinn greiði henni 1000 kr.
En jeg verð að telja þetta mjög óbilgjarnt af hennar hálfu af eftirfarandi ástæð-
um:
1 íyrsta lagi er það vitanlegt, að konan átti minna en ekki neitt, er hún giftist Bene-
dikt og hafði auk þess barn í eftirdragi á ómagaaldri. Sá Benedikt fý'rir konunni og
barni hennar rneðan þau bjuggu saman en eftir að þau skildu befur Benedikt, af
litlum efhum greitt með konunni 600 kr. í peningum.
Sr. Þorsteinn B. Gíslason.