Húnavaka - 01.05.2001, Page 78
76
HU N A V A K A
að því er virðist fyrirvaralaust. Hreppsnefndin brást hart við og samþykkti
mótmæli við kornu þeirra samhljóða.
Það hafði komið í hlut Eggerts K. Konráðssonar, bónda á Haukagili,
að svara fyrsta erindinu viðkomandi Guðrúnu Runólfsdóttur er barst í
bréfi frá sýslumanni Húnavatnssýslu. Eggert hafði verið oddviti hrepps-
nefndar Ashrepps frá 20. júlí árið 1919 og Guðmundur Olafsson, bóndi
og alþm. í Asi, varaoddviti. Bréf Eggerts er svohljóðandi:
„Með bijefi yðar frá 22. f. m. spyrjist þjer fyrir hvort Ashreppur vilji greiða fátækra-
styrk veittan af bæjarsjóði Vestmannaeyja til Guðrúnar Runólfsdóttur.
Þar sem engin sönnun liggur fyiir þ\'í að Guðrún Runólfsdóttir eigi lijer fram-
færslusveit, og í brjefi bæjarfógeta Vestmannaeyja er sagt að maður Guðrúnar sje
sveitlægur í Asahrepjji, (leturbreyting liér) þá neitajeg vegna Ashrepps að greiða
umkrafinn styrk.
Að öðruleid vísa jeg til erindis þess, er jeg sendi yður með brjefi dags. 18.-8. þ. á.
Ashreppur, Haukagili 9. okt. 1921.
Eggert Konráðsson,
Til sýslumannsins í Húnavatnssýslu."
Oddvitinn bendir þarna réttilega á að bæjarfógetinn í Vestmannaeyjum
skráir í tilskipun sinni Asahreppur annaðhvort af þekkingarleysi eða íljót-
færni og var það eitt nóg til þess að
véfengja hana frá lagalegu sjónar-
rniði. I Ivergi kemur þó fram að það
hafi verið reynt eða notað. Arið
1922, þann 21. júní, var Runólfur á
Kornsá kosinn oddviti Ashrepps og
Guðmundur í Asi varaoddviti. Kom
það í þeirra hlut að taka við forustu
í Guðrúnarmálunum, en auk þeirra
voru í hreppsnefndinni: Eggert á
Haukagili, Guðjón Hallgrímsson,
bóndi í Hvammi (síðar á Marðar-
núpi) og Indriði Guðmundsson,
bóndi á Gilá.
Þann 31. jan. 1922 er varaoddvita
hreppsnefndarinnar, Guðmundi
Ólafssyni í Asi, sem þá sat á Alþingi
i Reykjavík falið að afla lögfræðilegs
álits á málinu í því augnamiði að fara með það fyrir dómstóla. Gerir Guð-
mundur grein fyrir sínum þætti í málinu í bréfi 18. mars 1922 til oddvit-
ans, Runólfs Björnssonar á Kornsá.
Þann 10. apríl 1922 fjallar hreppsnefndin um bréf Guðmundar Ólafs-
sonar og næst er bókað um málið 12. des. 1922 og er þá lagt fram bréf
Runólfur Björnsson, Kornsá.