Húnavaka - 01.05.2001, Page 80
78
HTJNAVAKA
ljósar lögleysur frá hendi Vestmannaeyjakaupstaðar í allri meðferð á sveitfestimáli
þessu.
Þá skal jeg benda á að naumast verður annað sjeð en að þær 200 kr. er bæjarfógeti
Vestmannae)ja getur um í brjefi frá 21. okt. f.á. að hafi verið greiddar þangað af
syslumanni Rangárvallasýslu hafi átt að greiðast hingað til Guðrúnar sjálfrar eða
Ashrepps, hafi kr. þessar verið frá Benedikt Jónassyni smbr. leyfisbijef til skilnaðar
að borði og sæng til handa Benedikt Jónassyni og Guðrúnar Runólfsdóttur, útgef-
ið af sýslumanni Rangárvallasýslu 11. febr. 1919. Eða máski Jjetta hafi verið fram-
færslustyrkur frá hendi rjettra hlutaðeiganda í Rangárt allasýslu ?
I öðru lagi krefst jeg jtess að bæjarfógeti Vestmannaeyja veröi látinn sæta fullri
lagaábyrgð fyrir frammistöðu sína í máli þessu, einkum að því er snertir úrskurð
um fátækraflutning jjurfalingsins. Þá er að minnast á aðalatriðið að Guðrún Run-
ólfsdóttir er úrskuröuð sveitlæg í Ashrepp.
Hiö svokallaða hjónaband hennar sem úrskurðurinn byggist á er bersýnilega
ávöxtur af 1. gr. laga nr. 31 frá 26. okt. 1917 svo fagur sem hann er. Fáum vikum
eftir að lögin öðlast gildi er giftingin framkvæmd. Auðsætt er á oftnefndum úr-
skurði sýslumanns Húnavatnssýslu að hann er samdóma hreppsnefnd Ashrepps -
sjá brjef hennar dags. 15. des. f.á., um að meira en lítið sé athugavert við giftingu
þeirra Benedikts Jónassonar og Guðrúnar Runólfsdóttur þótt hann hinsvegar
treysti sjer ekki til að úrskurða hana lögleysu eina.Jeg verð hinsvegar að halda fast
við og gera þá kröfu að hjónaband |)etta verði fellt úr gildi og að jreir menn sem til
þess stofnuðu verði látnir sæta fullri lagaáb)'rgð fyrir verkið og að allur sá kostnað-
ur er Ashreppur hefir haft og kann að hafa af dvöl Guðrúnar Runólfsdóttur og
dóttur hennar lijer verði honum endurgreiddur. Sá kostnaður er nú líklega orð-
inn um 1200 kr.
Ashreppur Kornsá 17. maí 1923
f. h. hreppsnefndarinnar,
- Runólfur Björnsson
-Til sýslumanns í Húnavatnssýslu.“
Auðheyrt er á bréfi oddvita Ashrepps að honum er mikið niðri fyrir og
reiði hans leynir sér ekki út í sýslumann. Málið hvíldi mjög þungt á odd-
vitanum og 18. september um haustið skrifar hann sýslumanni og felttr
honnm að hlutast til um að innheimta meðlag nteð Astmundu Guðrúnu
Blómkvist Olafsdóttur og fylgdi meðlagsúrskurður með bréflnu senr
óskaðist endursendur. En meira hafði gerst í málflutningi hreppsnefnd-
ar Áshrepps. Hálfum mánuði eftir að Runólfur á Kornsá skrifaði sýslu-
rnanni ofanritað bréf, eða 30. maí 1923, skrifar varaoddvitinn,
Guðmundur alþm. í Ási, atvinnu- og samgöngumálaráðuneytinu í Reykja-
vík eftirfarandi bréf:
.Jafnframt því að senda ráðuneytinu hjermeö úrskurð sýslumannsins í Húnavatns-
sýslu, dags. 12. þ.m. með fj'lgiskjölum snertandi sveitfesti Guðrúnar Runólfsdóttur,
er nú dvelur í Áshreppi, skal jeg virðingarfyllst leyfa mér að taka fram:
Hreppsnefndin hefir samþykkt að áfrýja nefndunr úrskurði til ráðuneytisins, með
j)\ í að hún er enn sem fyr þeirrar skoðunar að nefndur þurfalingur sje alls ekki
sveitlægur í Áshreppi og að úrskurðinum að þessu leyti beri að breyta. Hrepps-
nefndin getur ómögulegá sjeð að hjónaband þurfalings sje löglegt enda bendir
allt til þess að það hafi verið stofnað í þeim eina tilgangi að re)Tia að gera hana