Húnavaka - 01.05.2001, Side 81
H LJ N A V A K A
79
sveitlæga í Áshreppi, en slíkt hlýtur að vera lögum gagnstætt. Hreppsnefndinni
virðist rannsókn sýslumannsins í Rangárvallasýslu í alla staði mjög ófullkomin og
ónóg í Jjessu ntáli, bæði að þ\í leyti, að ekki hefir verið tekin skýrsla af ýmsum, er
virðist hafa verið nauðsynlegt að yfirheyra, eins og t.d. samnefndarmönnum Guð-
mundar Þorbjarnarsonar, og svo að því að hinir yfirheyrðu í málinu \ irðast ekki að
hafa verið líkt því nægilega ýtarlega yfirheyrðir, en það er afar þýðingarmikið at-
riði fýrir mál þetta að sýslumaðurinn í Rangárvallasýslu, eða öllu heldur setudóm-
ari, rannsaki alt þetta ýtarlega, svo hið sanna komi í ljós, og væntir hreppsnefndin
þess að hið háa ráðuneyti haldi nefndum sýslumanni til þess að gera fýllstu skyldu
sína í [jessu efni, verði hann látinn framhalda rannsókn málsins, því að það viröist
hættulegt öllu rjettarfari, að málefni sem framangreint lialdist uppi óátalið.
Hreppsnefndin væntir þess að lokum að sýslumaður Rangárvallasýslu og bæjarfó-
getínn í Vestmannaeyjum verði látnir sæta fyllstu ábyrgð lögttm samkv. fyrir með-
ferð þeirra á máli þessu, bæjarfógetinn sjerstaklega fýrir hinn ólöglega flutning
þurfalingsins á Áshrepp, sem að hann hefir ekki getað rjettlætt á nokkurn hátt.
F.h. hreppsnefndarinnar í Áshreppi,
- Guðm. Olafsson, varaoddviti.
- Atvinnu- og samgöngumálaráðuneytíð, Reykjavík."
Urskurður ráðuneytis
Líður nú árið 1923 til enda að ekki sést að haft verið fjallað um sveitfestu-
málið sérstaklega eða Guðrúnarmálin að öðru leyti, umfram það sem
um þatt var fjallað á fundum hreppsnefndar Ashrepps 10. mars og 16.
ntaí, eins og áður hefir verið frá sagt, en þar er ekkert hókað um mála-
ferlin sjálf. Má vera að það stafi af því að þau voru þá hjá ráðuneytinu. En
á öndverðu árinu 1924 berst bréf frá sýslumanninum í Húnavatnssýslu
með úrskurði ráðuneytisins svohljóðandi:
,Atvinnu- og samgöngumálaráðuneytið hefir þ. 29/2. þ.á. sent hingað svohljóð-
andi erindi:
Oddviti Áshrepps hefir skotið hingað úrskurði yðar, herra sýslumaður, dags. 12.
maí f.á., að því leyti er úrskurður þessi ákveður að þurfalingurinn Guðrún Run-
ólfsdóttir ásamt óskilgetnu barni hennar skuli teljast sveitlæg í nefndum hreppi. -
Urskurði þessa máls af hálfu ráöuneytisins var frestað sökum Jjess að rjett þótti að
senda dómsmálaráðuneytinu skjöl Jjessa máls til athugunar um hvort því ráðu-
neyti virðist ástæða til frekari rannsóknar á stofnun hjónabands nefnds þurfalings
og manns hennar Benedikts Jónassonar. En nú hafa skjöl málsins borist |tessu
ráðuneyti aptur og þykir ekki ástæða til að fresta lengur úrskurði um sveitfesti
konunnar, þótt umgetinni rannsókn kunni ekki að vera lokið ennþá.
Ut af Jressu skal yður hjermeð til vitundar getið til frekari birtingar fýrir hrepps-
nefnd Áshrepps, að |jaö verður að teljast upplýst í málinu að nefndur Benedikt
sje sveitlægur í Áshreppi og ennfremur að engir slíkir meinbugir eru á hjónaband-
inu, þrátt íýrir atvik þau, er kunna að liafa ráðið um stofnun þess, að |jað sje ekki
gilt að lögurn, verður kona þessi að teljast sveitlæg í nefndum hreppi ásamt barni
hennar, sem er undir 16 ára aldri og ber því að staðfesta hinn áfrýjaða úrskurð.
Telji framfærslusveitin sig eiga skaðabótakröfu á þá, er að hjónabandinu hafa stað-
ið, verður hún að framfj'lgja þeirri kröfu fýrir dómsstólunum.