Húnavaka - 01.05.2001, Síða 82
80
HUNAVAKA
Ofanritað tilkynnist yður, herra odclviti, hjermeð til frekari birtingar fyrir hrepps-
nefnd Ashr. -
Skrifstofu Húnavatnssýslu, 14/4. 1924.
- B.Brynjólfsson
- Oddviti Ashrepps."
Með þessum úrskurði ráðuneytisins er endanlega úr sögunni sú ætlan
hreppsnefndarinnar í Ashreppi að hnekkja sveitfestísúrskurði Guðrún-
ar Runólfsdóttur og að fá kostnað þann sem orðinn var af dvöl þeirra
mæðgnanna í hreppnum endurgreiddan. Segir fátt af lagalegri hliö Guð-
rúnarmálsins næstu mánuðina en í aprílmánuði 1925 berst eftirfarandi
bréf til oddvitans er bendir til þess að könnun haft farið fram á efnahag
Benedikts Jónassonar og sjálfsagt i þeim tilgangi að vita hvort hann væri
þess megnugur að endurgreiða áfallinn kostnað af dvöl mæðgnanna í
Ashreppi að öllu eða einhverju leyti. Bréftð er svohljóðandi:
.Atvinnu og samgöngumálaráðuneydð. Reykjavík 22. apríl 1925.
(afnframt því að senda yður, herra hreppsnefndaroddviti, lijálagt bijef sýslumanns-
ins í Rangárvallasýslu, dags. 11. þ.m., ásamt útskrift úr dómsmálabók Rangárvalla-
sýslu, viðvíkjandi efnahag Benedikts þess Jónassonar, sem um ræðir í brjefi yðar,
dags. 29. nóv. f.á., skal hjer með spurst fyrir um það, hvort þjer óskið frekara gjört
í málinit. Fylgiskjölin óskast endursend.
- F.h.r. -Oddur Hermannsson/Jón Gunnlaugsson.
-Til hreppsnefndaroddvitans í Ashreppi í Húnavatnssýslu."
Mannleg sjónarmið
Ofanritað bréf ráðuneytisins er það síðasta af tiltækum heimildum um
Guðrúnarmálin en í skjalasafni Ashrepps er bréf er Sigfús í Forsæludal,
bróðir Benediktsjónassonar, skrifar oddvita Ashrepps 28. sept. 1925. Er
bréfið eina heimildin sem fyrir hendi er, fram til þess tíma, um samband
þeirra bræðranna eða samband Benedikts við fæðingarsveit sína. Bréfið
hefst með ávarpinu „Góði kunningi!“ Guðjón í Hvammi hafði tekið við
oddvitastarfi í Áshreppi 28. júní 1925 og hefir bréfið verið til hans en
með honum eru í nefndinni: Runólfur á Kornsá, Indriði á Gilá ogÁgúst
B. (ónsson bóndi á Hofi, er hafði komið inn í nefndina í stað Eggerts á
Haukagili. Sigfús segir:
„Eg fékk brjef frá Benedikt bróður mínum nískeð og biður hann ntig að finna þig
og tala við þig um það sem hann skrifar enn ég get ekki að svo stöddu fundið þig.
Eg set því hér viðeigandi kafla úr bréfinu:
„Það stóð til að ég sendi peninga núna í ágústlok en ég vil ekki senda þá fyr en ég
er búinn að fá bijef frá þér. Eg hefi alltaf búist við því að það mundi rísa mál út af
giftingu minni og allar líkur til þess að þið Norðlendingar munduð vinna það, ég
hefði getað gefið góðar upplýsingar." Svo segir hann síðar í bréfinu: „Það var rétt-
arhald í fyrravetur út af giftingunni, og það væri margt athugavert við það, ef í
mál færi, en ef væri nokkuð ln eift við þessu jtá má ekki láta þá hér vita að ég verði