Húnavaka - 01.05.2001, Qupperneq 84
82
H U N A V A K A
ir því. Mundu fáir eða engir hafa viljað vera í hennar sporum. í skjölum
Ashrepps frá þessum tíma er að fínna reikninga },fir dvöl þeirra mæðgn-
anna í hreppnum, læknishjálp, meðul, skólabækur handa Astmundu o.fl.
er hér skal ekki frekar til tínt eða upptalið en í lneppsreikningum frá
þessum árum er hægt að sjá sundurliðaðan kostnað \ ið ómagaframfærið.
Hvergi sést að Guðrún Runólfsdóttir hafí orðið frjálsari eftir að hjóna-
bandi hennar og Benedikts Jónassonar var lokið. Hvergi sést heldur vik-
ið að því að með hjúskaparslitum hafi sveitfesti og framfærsluskylda
hennar af hálfu Ashrepps verið lokið. Mætti þó hugsa sér að svo hefði
verið þar sem hún hafði verið dæmd sveitlæg sem eiginkona Benedikts
Jónassonar en var |Dað ekki lengur. En samt verður breyting á högum
hennar. Er á því greinileg lýsing í eftirfarandi bréfi:
„Háttvirta hreppsnefnd Ashrepps !
Fyrir nokkru koni hingað til mín stúlkan Guðrún Runólfsdóttir, er var á Snærings-
stöðum í Vatnsdal. - Fyrir tilmæli Guðrúnar Grímsdóttur á Ytri-Völlum gekk ég
inn á að lofa Guðrúnu Runólfsdóttur að vera í vetur, þó með því móti að hún
fengi einhvern styrk frá sveit sinni. Að öðrum kosti lofaði ég ekki þessu.
Eins og hreppsnefndinni mun kunnugt var Guðrún meiri hluta sláttartímans
næstl. suntar hjá Birni J. Jósafatssyni á Gauksmýri hér í hreppi, og í alt haust frant
yfir sláturstíð. Starf það sem hún hafði á hendi í sumar, var matreiðsla og þjón-
ustubrögð, og fleiri inniverk. En Olöf kona Björns gekk að heyvinnu. i haust hjálp-
aði hún til við sláturstörfin.
Stúlka dóttir Guðrúnar var í sumar á Refsteinsstöðum og fékk fyrir þann tíma í
kaup um ca. 50 krónur. Nú er stúlka þessi komin vestur til dvalar þar í vetur,
þannig lagað að hún vinni fyrir sér þennan tíma. Björn á Gauksmýri hefur ef til
vill gert ráð fyrir að krakkinn yrði hjá sér í vetur, og þá krafist borgunar frá As-
lireppi fyrir veru hennar. Og liefi ég heyrt að hann hafi fengið þegar borgaðar
frá Ashreppi 50 krónur, eða þessar krónur hafi átt að vera meðgjöf með Guðrúnu
þennan tíma í sumar og liaust er hún var á Gauksmýri.
Vegna þess hve Guðrún er fatalaus er óhjákvæmilegt að hún verður að fá einhvern
styrk til að kaupa efni í föt. Sömuleiðis í rúm að riokkru leyti. Þar sem Guðrún
hefur sjálf ekkert til að kaupa fyrir verður hún að njóta annara að með það. Auk
þess býst ég við, ef Guðrún verður lijá mér í vetur að \'erða að kaupa mjólk ltanda
henrii. En það vita allir að ef keypt er mjólk stöðugt, eða á hverjum degi þó lítið sé
á dag, þá dregur það sig saman yfir lengri tíma. Ennfremur verð ég að líta svo á að
Guðrún vinni ekki fyllilega fyrir sér hjá mér um þennan tíma árs vegna þess, hve
ég hefi lítil störf að láta hana vinna. Enda er Guðrún að ég hygg ekki fær um
erviða vinnu heilsunnar vegna.
Ef nú hin háttvirta hreppsnefnd í Ashreppi ekki útvegar nefndri Guðrúnu annan
verustað nú þegar og hún verður lijá mér t.d. til vinnuhjúskiladaga næsta vor, leyfi
ég mér að fara fram á það að hreppsnefndin í Ashreppi veiti henni styrk að upp-
hæð 200 krónur, nema hreppsnef ndin kjósi það lieldur, að borga mér eftir á sam-
kvæmt reikningi. En þessi ofannefnda upphæð er það minnsta sem ég álit að
Guðrún komist af með, þegar litið er á það sem að framan er sagt, hvað hún er
klæðalaus. Ef hreppsnefndin hugsar sér að ráðstafa Guðrúnu þannig að koma
henni fyrir í Ashreppi, hygg ég að það sé þýðingarlaust, hún fer þangað ekki vilj-
ug að því er hún sjálf segir.