Húnavaka - 01.05.2001, Page 87
HUNAVAKA
85
árið 1947 allt til ársins 1957. Er það órækur vitnisburður um hæfileika
,Ástu“ eins og hún var þar kölluð. Sambýlismaður hennar er þá þegar
orðinn Kristinn Jón Guðmundsson, f. 29. febrúar 1912 á Tjörnum í
Sléttuhlíð í Skagafirði. Þeim fæðist dóttirin Erla 5. júní 1937 og síðan
dóttirin Katla 29. september 1943. Báðar eru þær systur velmetnar konur
og eiga sín fjögur börnin hvor. Heimildir
eru um það að Asta var skírð 20. ágúst árið
1911 að Hverfisgötu 19 í Reykjavík, þar sem
móðir hennar dvaldi þá. Hélt móðirin barn-
inu undir skírnina. Ekki verður séð að telp-
an hafi verið skírð til safnaðar aðventista.
Ekki eru tiltækar heimildir um Astmundu
Guðrúnu eftir að hún rnissir mann sinn sem
dó á sjúkrahúsi Siglufjarðar 24. ágúst 1957.
Sama ár lætur Astmunda af formennsku í
verkakvennafélaginu. Hún andaðist í Kópa-
vogi 10. mars árið 1990.
Skal nú að lokum vikið að hinni höfuð-
sögupersónu þessa þáttar, sjálfum Benedikt
Jónassyni, „týnda syninum" frá Saurbæ í
Vatnsdal.
Eins og fyrr segir var lítið vitað um Benedikt í fæðingarsveit hans,
Vatnsdalnum, þar til hann kemst inn í umræðu forráðamanna sveitarfé-
lagsins vegna sveitfestimáls konu hans, Guðrúnar Runólfsdóttur. Verður
þá Ijóst að þrátt fyrir langa dvöl í öðru héraði hefir hann ekki unnið sér
þar sveitfesd. Annað var raunar ekki um hann vitað en vegna deilnanna
um konu hans fóru að berast sagnir um afbrigðilega háttsemi Benedikts
og með hvaða hætti hjúskapur þeirra hjóna hefði orðið til. Vegna lítilla
samgangna milli fjarlægra héraða var öll umræða um Benedikt mótuð
af ímyndun fólks }fir því hvers konar maður hann væri en niðurstaðan
var engin þó frekast sú að hann væri auðnuleysingi og leiksoppur í hendi
ráðríkra sveitarstjórnarmanna þar austur í Rangárþingi. Varð þetta allt
ljósara eftir því sem meira var fjallað um tildrög sveitfestimáls Guðrúnar
Runólfsdóttur en þó alltaf sveipað móðu ímyndunar og ókunnugleika.
Guðrún var heilsulítil strax í æsku og staðfesta sagnir það sem hún
sagði sjálf í æfiferilsskýrslum sem af henni voru teknar og áður hefir ver-
ið frá sagt. Hún hafi átt vanda fyrir því að fá einhvers konar krampaköst
eða flogaveiki og hafi hún þá verið ör og óvarkár í orðum um fólk sem
henni var samtíða. Lítil frásögn frænda rníns, Hauks Eggertssonar frá
Haukagili, lýsir þeirri háttsemi Guðrúnar að blanda sem minnst geði við
annað heimilisfólk þegar hún vildi fara ein með dóttur sinni á berjamó
þar ofan túnsins á Haukagili og vildi ekki að hann, heimastrákurinn, væri
þar með þeim.
Kristinnjón Gudmundsson.