Húnavaka - 01.05.2001, Page 89
HUNAVAKA
87
legan félagsskap. Þarf ekki að orðlengja það að ferðin varð mikil opin-
berun um þá hluti er að var leitað. Við komum á ein Qögur heimili þar
sem húsráðendur voru kunnugir þeim Benedikt og Guðrúnu eða þekktu
sagnir af þeim. Eitt var sameiginlegt af frásögnum þessa fólks, sem ein-
kenndist af velvilja, að þeim Benedikt og Guðrúnu hafi verið þröngvað
til að giftast, fyrst og fremst af
Guðmundi á Stóra-Hofi, í þeim
eina tilgangi að losa hreppinn
við að framfæra Guðrúnu. Er
það rnjög með sama móti og
skráð málgögn skýra frá mála-
rekstrinum sem varð út af gift-
ingunni. Okkur var sýndur
staðurinn, Baldurshagi í Þykkva-
bænum, þar sem Benedikt bjó Baldurshagi íÞykkvabce eins oghann erí
síðast. Við komum að Gríms- dag. Ljósm.: Jói í Slapa.
stöðum þar sem Benedikt gerði
sér bústað með því að grafa sig inn í bæjarhólinn og leiddi síðan inn
brúði sína. Var einkennileg tilfinning að staldra við þar sem bústaðurinn
hafði verið og bregða upp mynd af háttsemi íbúans í huganum. Þarna
var nú löngu orðið gróið tún. Okkur var sagt frá því hver var orsök þess
að Benedikt tók sér bústað á Grímsstöðum sem þá, ásamt fleiri bæjum
þar í grenndinni, voru umflotnir af vatnsflaumi Rangár og ekki byggileg-
ir fyrr en vatninu var bægt frá. Nú sýndust Grímsstaðir falleg og vel hýst
jörð með grónum völlum þar sem vatnið flæddi }'fir er Benedikt Jónasson
var þar nautahirðir fyrir tilgreindan bónda, Þorvald á Skúmsstöðum. A
fleiri stöðum hafði Benedikt komið sér upp skýli á mjög frumstæðan
hátt, m. a. með því að stinga upp hnausa við einn hólrimann og gera
þannig húsið en vatnsflaumur Rangár flaut umhverfis. Var tiltekið að
hann hefði búið í kofa í Bjóluhverfinu í Steinstóttarlandi og byrjað að
byggja sér annan í Rifshalakoti sem hann lauk þó aldrei við. Segir þetta
nokkuð um lífsskoðun og lífshætti Benedikts.
Öllum viðmælendum okkar bar sarnan um að Benedikt hefði verið
mjög sérstæður og raunar sérvitur, umfram flesta aðra, en frábærlega
óáreitinn og góðgjarn. Hann hafi verið greindur umfram meðallag,
kunnað ógrynni af vísum og sjálfur verið hagmæltur. Hann var búhagur
eins og kallað var um þá sem gátu smíðað handverkfæri þau er nauðsyn-
legust þóttu til heimilisstarfa. Kom hann sér upp aðstöðu til nokkurra
járnsmíða og hafði auk þess aðstöðu í Alfhólum þar sem hann dvaldi oft
og átti góðu að mæta, sem og annars staðar, að því er viðmælendur
sögðu. Tilgreint var að hann hefði t. d. bæði bakkað sláttuljái og smíðað
torfljái sem voru mikil nauðsynjatæki rneðan flestar byggingar voru úr