Húnavaka - 01.05.2001, Qupperneq 91
HUNAVAKA
89
mála. Ekki spillti þetta þó vináttu þeirra. Lýsir þetta góðsemi Benedikts
og um leið sérstæðum lífsskoðunum og sjálfstæði er óefað skópu hon-
um þann lífsstíl er hann kaus sér um æfina. Var það kannski einn þáttur-
inn í lífsskoðun Benedikts að halda friði við alla menn? Ef svo var gat
það ekki gengið svo úr hófí fram að þar sé jafnvel að finna orsök þess að
hann lét undan Guðmundi á Stóra-Hofi, að giftast Guðrúnu Runólfsdótt-
ur, móti eigin vilja?
Þrátt fyrir lífsstíl Benedikts var hann yfirleitt furðu snyrtilegur. Hann
var grannbyggður og beinvaxinn eftir mynd að dæma sem til er af hon-
um í hópi fólks. Hann mun yfirleitt hafa verið aufúsugestur þar sem
hann kom og er halla tók á æfina og kraftar hans tóku að þverra naut
hann í ríkulegum mæli aðstoðar grannkvenna sinna í Þykkvabænum er
litu til hans í Baldurshaga og hlúðu að honum til síðasta dags.
Benedikt Jónasson dó 12. nóvember 1947 og var jarðsunginn frá
Þykkvabæjarkirkju 20. nóvember af sóknarprestinum, sr. Sveini Og-
mundssyni í Kálfholti. Enginn ættmenna hans eða sveitunga norðan úr
Vatnsdal var viðstaddur jarðarförina.
Að lokum
Athugulir lesendur þessa þáttar taka sjálfsagt eftir því að ekki liðu nema
átta dagar frá andláti Benedikts þar dl Guðrún, íyrrum eiginkona hans
var öll.
I þætti þessum hefir verið gerð tilraun til þess að kynnast Benedikt
Jónassyni, vita hver hann var og færa með því minningu hans nær upp-
runa sínum og ættmennum heima í Vatnsdal.
Og að síðustu spurningin: Var Jlutningurinn á Guðrúnu Runólfsdóttur,
frá Vestmannaeyjum norður í Vatnsdal, síbasti hreppaflutningurinn á Islandi?
Frágengið sumarið 1998
ÞAKKIR
Þakklæti skal tjáð þeim er aðstoðað hafa mig við að ofanritaður þáttur varð til en
þeir eru umfram þá sem áður hafa verið taldir:
Guðmundur Jónasson, Eyrargötu 22, Siglufirði. Kristinn Markússon, bóndi Dísa-
koti, Þykkvabæ. Guðrún Hafliðadóttir, eiginkona Kristins. Olafur Guðjónsson,
bóndi Vesturholtum, Þykkvabæ. Anna Markúsdóttir, eiginkona Olafs, systir Kristins
Markússonar. Guðjón Sigurjónsson, bóndi Grímsstöðum, Vestur-Landeyjahreppi.
Þuríður Antonsdóttir, eiginkona Guðjóns. Agúst Jónsson, bóndi Sigluvík, Vestur-
Lande)jahreppi. Sigurbjörg Ingvarsdóttir, Langholtsvegi 44, Reykjavík. Dóttir
hennar Ragnheiður Jónsdóttir.
Einnig þau Haukur Eggertsson, Barmahlíð 54, Reykjavík og Anna Gísladóttir,
Garðabyggð 6, Blönduósi, er hjálpuðu mér við prófarkalestur og uppsetningu
þáttarins.