Húnavaka - 01.05.2001, Page 94
KRI8TINN PALSSON, Blönduósi:
Marka-Leifi
Hjörleifur hét hann og var Sigfússon en ætíð kallaður Marka-Leifi. Það
var vegna þess að hans sérgáfa var að þekkja mörk á búpeningi. Hafði
hann mikinn metnað á því að koma óskilafé til síns heima. Var hann oft
á ferðinni með fé og hross sem hann var að skila til réttra eigenda. Agæt
lýsing er á Marka-Leifa í bókinni, Þjófur í Paradís. Þar kallar höfundur
hann Skila-Manga og lýsir honum mjög vel.
Hér konta nokkrar sögur af Marka-Leifa sem lifað hafa hjá mönnum
vestan Vatnsskarðs. Einu sinni kom Leifi með nokkur hross til Guðbrand-
ar Isbergs sýslumanns á Blönduósi. Leifí sagði kunningja sínum þannig
frá: - Eg kom með tryppi já, já, til Isbergs míns. Hann tók mér vel blessað-
ur. Gaf mér í glasi, blessaður. Hann er dýravinur, blessaður.
Eitt sinn á sæluviku Skagfirðinga var Leili blindfullur í hinum fræga
söngkjallara þeirra sæluvikugesta og söng líkt og aðrir. Þá víkur sér að
honum Sigurður, sýslumaður Skagfirðinga og heilsar honum kunnug-
lega en Leifi þekkir ekki „sýsla“. Nú þekkirðu mig ekki? spyr Sigurður.
Nei, ég er orðinn svo óskaplega óglöggur á skepnur, ansaði Leifi.
Einu sinni var Leifi kaupamaður á Guðlaugsstöðum í Blöndudal. Þar
var oft mikið um að vera, einkum hjá Guðrúnu húsmóður. Leifi sagði
svo frá: - Iss - iss -is það var svo mikið að gera að Guðrún gat ekki haft
mök við nokkurn mann nenta mig.
Eitt sinn var Marka-Leifi að syngja þjóðsönginn með félögum sínum í
Skagafirði. Þá vildi ekki betur til en svo að hann sprakk á háu tónunum
en hann sá ráð við því. Hann rétti báða vísifingur hátt á loft á rneðan
hinir stingu háa tóninn.
Einhveiju sinni kom Leift að Æsustöðum og var vel við skál. Er hann
fórvar séra Gunnar hræddur um að hann dytti af baki svo að hann fylgdi
honum fram að Finnstungu. Er þeir konui á leiðarenda, kvaddi Leifi
prest og sagði: - Þetta hefðu nú ekki allir gert sem algáðir eru, já, já og
meiri þykjast.
Þegar hjónin í Sólheimum í Sæmundarhlíð eignuðust tvíbura sagði
Leifi: Þau Helga og Jói í Sólheimum eru búin að eignast tvíbura, já, já.
Það eru strákur og stelpa, blessaður og þau eru systkini, já, já.
Eitt sinn var Blanda í hrokavexti og nær ófær. Þá lagði Leifi í ána
frammi í Blöndudal á Krossvaði (neðan við Austurhlíð). Þar sullaðist