Húnavaka - 01.05.2001, Page 100
98
HUNAVAKA
rótlausar mýrar þegar gerði rekjukafla og verið í kirknavitjunum á
snjóakaflanum kringum 17. nóvember.
En fleiri bréf þarf hann að skrifa biskupi sínum. Biskup þarf að fá að
vita hvernig prestarnir standa í stykkinu í störfum sínum. Þess vegna
skrifar hann líka um þá á eftirfarandi leið:
„Undirrétting eftir bestu vitund urn prestana í Húnavatnssýslu. Framferdi
ogdugnad utan oginnan kirkju, 1820.
Síra Halldór Amundason, sírajón Pétursson og síra Egill Jónsson eru hér
best að sér í lærdómi ogýmislegn snilld; allir líka sérlega pössunarsamir og rétt
vel í sínum embœttisverkum, dável hirðandi staði og kirkjur, sem sín eigin bú, pó
síra Jón haji ei efni til bygginga, sem hans fallni staður ogforna kirkja við purfi;
par til allir miklir siðpiýðis menn.
Síra Páll Bjarnason og síra Gísli Gíslason ganga pessum sumpart nœst, sum-
partjafnt; einkumer sá Jyrri í ráðvendni, góðmennsku ogsiðpiýði engra eftirbát-
ur.
Síra Björn Jónsson, síra Sœmundur Oddsson og síra Olafur Tómasson eru
allir góðir prédikarar og stunda liver eftir kröftum sín embœtti og að peim lút-
andi skyldur, pó elli ogmeð henni dofnað jjör ogkraftar banni þeimfyrri tveim-
ur eftiræskta framkvœmd og sérleg fátækt gjöri þeim síðari þeirra flest ófœrt.
Iians tíund er nú 400jiskar. Allirprýða peir sín embætti með ráðvöndu fram-
ferði.
Síra Sigvaldi Snæbjörnsson, síraEinar Guðbrandsson ogsira Magnús Árna-
son munu allir teljast meðal prestar í kenningum; en sá síðasti kostar einkum
allra krafta til að gjöra sína skyldu sem best, svo utan kirkju sem innan. Allir
eru þeir ráðvandir og skikkanlegir.
Síra Jón Þorvarðarson í betra lagi prédikari. Síra Þorkell Guðnason og síra
Arni Illugason nokkurn veginn; eiga lakast orð af prestunum fyrir hirðingu
sinna prestakalla, þó hefur síra Jón nýbyggt kirkjuna og síra Þorkell lagjært
sína. Síra Arni hlýturyfir allt að teljast síðstur.
Auðkúlu þann 10. febmar 1821.
JónJónsson
sign. “
Þannig kynnir prófastur prestana fyrir biskupi. Hann nefnir ekki hvar
hver og einn er að starfi. Biskup á að vita það og líka hvað aldri líður á
sálnahirðum Húnvetninga. En umsögn hans um þá er greinilega sleggju-
dómur, byggður á orðrómi sent misjafnlega traustir heimildarmenn hafa
hjalað við hann á ögurstund í kaupstað eða við réttir eða á manntalsþingi
sýslumanns eða við einhver önnur tækifæri. Það sýnist þegar sleggjudóm-