Húnavaka - 01.05.2001, Síða 101
HUNAVAKA
99
ur hans er borinn saman við umsögn í íslenskum æviskrám um suma
nefndra presta, hvort sem þær umsagnir eru allur sannleikurinn eða
bara hluti hans.
Lítum nú á hvaða sóknarbörn njóta starfa þessara dándimanna, einnig
hve lengi þeir hafa starfað í héraði og hve aldnir þeir eru og hvernig þeir
eru. Eg byrja á Stað í Hrútafirði og fer svo austur héraðið.
A Stað situr síra Þorkell frá árinu 1809, orðinn 66 ára, á starf í 3 presta-
köllum öðrum að baki frá 1783, hefir svolítið misstigið sig í kvennamál-
um, með minnstu mönnum að vexti og óásjálegur en blóðtökumaður
góður, snar, stilltur vel og gestrisinn og hefir hlotið lofleg ummæli Hann-
esar biskups Finnssonar um kennimannshæfileika 1790. Sírajón prófast-
ur setur hann í 5. flokk nærri næstneðsta sæti þótt hann hafi lagfært
kirkju sína. En síra Þorkell situr nú ærið langt frá prófasti handan óvega
og rótlausra mýra og illfærra keldna nærri lengst frá Auðkúlu. Svo gerði
hann það þvert ofan í skikk og fyrirmæli að ferma 13 ára Margréd sem
prófasti þóknaðist að áminna hann fyrir og hlutast dl um að biskup gerði
líka.
Svo koma prestar Miðfirðinga. Þeir eru af besta taginu, taldir fyrst. A
Mel situr síra Halldór, prestur Miðfirðinga frá 1796, 47 ára að aldri,
Hann hafði að vísu verið 1807 - 1814 þjónandi á Hjaltabakka. Hans er
líka getið sem merkismanns í Islenskum æviskrám: „Gáfaður, vel að sér,
hagleiksmaður á tré og málverk og góður læknir." En hann var drykk-
felldur mjög. Það er því nokkur samhljómur í dónti prófasts og orðstír Is-
lenskra æviskráa.
Tengdafaðir síra Halldórs, síra Egill, situr Staðarbakka, 64 ára, staðar-
haldari þar frá 1786. Hann er 1. flokks hjá prófasti. Islenskar æviskrár
segja hann mikinn vexti og karlmannlegan og hafa liprar gáfur, búinn
að yrkja aldarspegil enda skáldmæltur. Síra Egill gæti því verið fremstur
meðal jafningja í 1. flokki.
Víkjum nú út á Vatnsnesið að Lómatjörn þar sem síra Sæmundur hef-
ir setið frá 1811, orðinn 69 ára, búinn að vera prestur Húnvetninga frá
1783, fyrst í 28 ár í Þingeyraklaustursprestakalli. Hann er í 3. flokki ásamt
aldursforsetanum og afsakaður með því að elli og dofnað fjör banni eft-
iræskta framkvæmd. Hann er samt hagorður og hefir orkt vikusálma og
rímur enda vel látinn segir í Islenskum æviskrám. Það orkar því tvímælis
að rétt sé fyrir elli hans að raða honum í 3. flokk. Hann er líka svo bláfá-
tækur.
Næst er þá að víkja að þeim yngsta í prestaflokki Húnvetninga, síra
Gísla í Vesturhópshólum, sem er 34 ára að aldri, vígður fyrir 5 árum,
1815, til staðarins og þóknast síra Jóni prófasti svo vel, að hann setur
hann í 2. flokk og segir hann sumpart ganga jafnt þeim í 1. flokki. Síra
Gísli var t\4mælalaust gæddur miklum gáfum og kennimannlegum hæfi-